Orka náttúrunnar sýknuð í máli Áslaugar Thelmu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2020 16:43 Áslaug Telma Einarsdóttir í dómssal með Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni. Vísir/Vilhelm Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið sýknuð af ásökunum fyrrverandi starfsmanns fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Orku náttúrunnar í málinu, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, höfðaði mál í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. Réttmætar uppsagnir að mati Innri endurskoðunar Brottrekstur Áslaugar frá ON vakti mikla athygli á sínum tíma. Henni var sagt upp störfum í september 2018 og kvaðst hún ekki hafa fengið haldbærar skýringar á því. Enn fremur sagði hún uppsögnina hafa borið að eftir að hún kvartaði ítrekað undan hegðun yfirmanns síns, Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. Nokkrum dögum eftir að Áslaugu var sagt upp var Bjarna Má einnig sagt upp og vísað til „óviðeigandi hegðunar“ hans. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði í kjölfarið úttekt á vinnustaðarmenningu innan ON. Í niðurstöðum endurskoðunarinnar, sem kynntar voru í nóvember 2018, kom fram að uppsögn bæði Áslaugar og Bjarna hefði verið réttmæt. Hæstlaunuð allra forstöðumanna Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að þegar Áslaug Thelma hóf störf 1. desember 2015 sem forstöðumaður markaðs- og kynningarmála voru laun hennar 7,5% lægri en laun forstöðumanns tækniþróunar sem tók til starfa 1. ágúst sama ár. Ári síðar tók viðkomandi við öðru starfi og varð Áslaug Thelma um leið hæstlaunuð allra forstöðumanna Orku náttúrunnar, þar á meðal voru þrír karlar. Hún hafi einnig verið með hærri laun en karl sem tók við stöðu forstöðumanns tækniþróunar í febrúar 2017. Vísað er til skýrslu fyrrum starfsmannastjóra Orku náttúrunnar sem segir ástæða 7,5% launamunarins hafa verið þá að Áslaug hafi haft enga starfsreynslu hjá fyrirtækinu. Orka náttúrunnar sýknuð af öllum kröfum Því verði ekki fallist á að launamunurinn hafi stafað af kynferði hennar. Það sé málefnalegt sjónamið að taka tillit til starfsreynslu við ákvörðun launa. Þá verði að líta til þess að Áslaug Thelma hafi verið með hærri laun en fimm aðrir forstöðumenn Orku náttúrunnar, þar á meðal þriggja karla. Hafnaði dómurinn því að um kynbundinn launamismun væri að ræða. Þá taldi dómurinn sömuleiðis að Orka náttúrunnar hefði sýnt fram á að uppsögn Áslaugar Thelmu hefði ekki komið til vegna kvartana hennar til starfsmannastjóra eða gagnrýni hennar á óviðeigandi framkomu þáverandi framkvæmdastjóra vorið 2018. Var því Orka náttúrunnar sýknuð af öllum kröfum Áslaugar Thelmu. Málskostnaður milli aðila féll niður. Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Vinnumarkaður Tengdar fréttir Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01 Lýsti atvinnuleysi og vanlíðan síðan henni var sagt upp hjá ON Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar árið 2018, lýsir miklum átökum sínum og Bjarna Más Júlíussonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ON þegar þau störfuðu saman. 22. október 2020 16:58 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið sýknuð af ásökunum fyrrverandi starfsmanns fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Orku náttúrunnar í málinu, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, höfðaði mál í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. Réttmætar uppsagnir að mati Innri endurskoðunar Brottrekstur Áslaugar frá ON vakti mikla athygli á sínum tíma. Henni var sagt upp störfum í september 2018 og kvaðst hún ekki hafa fengið haldbærar skýringar á því. Enn fremur sagði hún uppsögnina hafa borið að eftir að hún kvartaði ítrekað undan hegðun yfirmanns síns, Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. Nokkrum dögum eftir að Áslaugu var sagt upp var Bjarna Má einnig sagt upp og vísað til „óviðeigandi hegðunar“ hans. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði í kjölfarið úttekt á vinnustaðarmenningu innan ON. Í niðurstöðum endurskoðunarinnar, sem kynntar voru í nóvember 2018, kom fram að uppsögn bæði Áslaugar og Bjarna hefði verið réttmæt. Hæstlaunuð allra forstöðumanna Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að þegar Áslaug Thelma hóf störf 1. desember 2015 sem forstöðumaður markaðs- og kynningarmála voru laun hennar 7,5% lægri en laun forstöðumanns tækniþróunar sem tók til starfa 1. ágúst sama ár. Ári síðar tók viðkomandi við öðru starfi og varð Áslaug Thelma um leið hæstlaunuð allra forstöðumanna Orku náttúrunnar, þar á meðal voru þrír karlar. Hún hafi einnig verið með hærri laun en karl sem tók við stöðu forstöðumanns tækniþróunar í febrúar 2017. Vísað er til skýrslu fyrrum starfsmannastjóra Orku náttúrunnar sem segir ástæða 7,5% launamunarins hafa verið þá að Áslaug hafi haft enga starfsreynslu hjá fyrirtækinu. Orka náttúrunnar sýknuð af öllum kröfum Því verði ekki fallist á að launamunurinn hafi stafað af kynferði hennar. Það sé málefnalegt sjónamið að taka tillit til starfsreynslu við ákvörðun launa. Þá verði að líta til þess að Áslaug Thelma hafi verið með hærri laun en fimm aðrir forstöðumenn Orku náttúrunnar, þar á meðal þriggja karla. Hafnaði dómurinn því að um kynbundinn launamismun væri að ræða. Þá taldi dómurinn sömuleiðis að Orka náttúrunnar hefði sýnt fram á að uppsögn Áslaugar Thelmu hefði ekki komið til vegna kvartana hennar til starfsmannastjóra eða gagnrýni hennar á óviðeigandi framkomu þáverandi framkvæmdastjóra vorið 2018. Var því Orka náttúrunnar sýknuð af öllum kröfum Áslaugar Thelmu. Málskostnaður milli aðila féll niður.
Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Vinnumarkaður Tengdar fréttir Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01 Lýsti atvinnuleysi og vanlíðan síðan henni var sagt upp hjá ON Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar árið 2018, lýsir miklum átökum sínum og Bjarna Más Júlíussonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ON þegar þau störfuðu saman. 22. október 2020 16:58 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01
Lýsti atvinnuleysi og vanlíðan síðan henni var sagt upp hjá ON Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar árið 2018, lýsir miklum átökum sínum og Bjarna Más Júlíussonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ON þegar þau störfuðu saman. 22. október 2020 16:58