Meira en fjórtán mánuðir síðan að Man. City var síðast á toppi deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 12:01 Alveg eins og í fyrra þá er lið Manchester City ekki að byrja tímabilið nógu vel og lærisveinar Pep Guardiola er nú þegar sex stigum á eftir toppliði deildarinnar. EPA-EFE/Martin Rickett / Síðustu dagar fyrir landsleikjagluggann voru viðburðaríkir í ensku úrvalsdeildinni þar sem fjögur mismunandi lið sátu meðal annars í toppsætinu á fjórum dögum. Leicester City endaði helgina í efsta sætið og verður þar að minnsta kosti tvær næstu vikur þegar leikmenn eru uppteknir með landsliðum sínum. Áður höfðu Southampton og Tottenham komist á toppinn og Liverpool byrjaði helgina í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 19. Wolves - 58 years, 1 months, 3 days 13. West Ham - 14 years, 2 months, 17 days 7. Man City - 1 year, 2 months, 23 days But only one club has NEVER been top Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 9. nóvember 2020 Tottenham komst á toppinn í fyrsta sinn í rúm sex ár og tvo mánuði og Southampton hafði ekki verið á toppnum í 32 ár. Mikið hefur breyst hjá Southampton liðinu sem tapaði 9-0 fyrir Leicester á svipuðum tíma fyrir ári síðan. Sky Sports reiknaði það út hversu langur tími er liðin síðan að liðin í ensku úrvalsdeildinni í dag voru síðast í efsta sæti deildarinnar. Öll nema eitt hafa einhvern tímann komist í toppsætið en Brighton & Hove Albion hefur aldrei komist á toppinn í deildinni. Það eru líka meira en 58 ár liðin síðan að Úlfarnir voru þar síðast. Athygli vekur að Manchester City liðið, sem varð Englandsmeistari 2018 og 2019, hefur ekki komist í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í rúma fjórtán mánuði. Það hafa sex önnur félög komist á toppinn á þessum tíma eða Arsenal, Everton, Liverpool, Tottenham, Southampton og Leicester. Jafntefli á heimavelli á móti Liverpool um helgina gerir Manchester City erfiðara um vik að komast á toppinn en lærisveinar Pep Guardiola eru nú sex stigum á eftir toppliði Leicester City og fimm stigum á eftir Liverpool. Nágrannarnir í Manchester United hafa þó þurft að bíða mun lengur eða í næstum því 27 mánuði og Chelsea hefur ekki verið á toppnum í meira en 25 mánuði. Hér fyrir neðan má sjá hversu langt er síðan hvert lið sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar: Tími síðan lið ensku úrvalsdeildarinnar voru síðast á toppnum: 20. Brighton - Aldrei 19. Wolves - 58 ár, 1 mánuður, 4 dagar 18. Sheffield United - 49 ár, 34 dagar 17. Burnley - 47 ár, 2 mánuðir, 9 dagar 16. West Brom - 41 ár, 9 mánuðir, 7 dagar 15. Crystal Palace - 41 ár, 1 mánuður, 4 dagar 14. Leeds United - 18 ár, 2 mánuðir, 14 dagar 13. West Ham - 14 ár, 2 mánuðir, 18 dagar 12. Newcastle - 13 ár, 2 mánuðir, 27 dagar 11. Aston Villa - 9 ár, 2 mánuðir, 20 dagar 10. Fulham - 8 ár, 2 mánuðir, 3 dagar 9. Manchester United - 2 ár, 2 mánuðir, 30 dagar 8. Chelsea - 2 ár, 1 mánuður, 19 dagar 7. Manchester City - 1 ár, 2 mánuðir, 24 dagar 6. Arsenal - 52 dagar 5. Everton - 9 dagar 4. Liverpool - 4 dagar 3. Tottenham - 2 dagar 2. Southampton - 2 dagar 1. Leicester - 0 dagar (Á toppnum) Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
Síðustu dagar fyrir landsleikjagluggann voru viðburðaríkir í ensku úrvalsdeildinni þar sem fjögur mismunandi lið sátu meðal annars í toppsætinu á fjórum dögum. Leicester City endaði helgina í efsta sætið og verður þar að minnsta kosti tvær næstu vikur þegar leikmenn eru uppteknir með landsliðum sínum. Áður höfðu Southampton og Tottenham komist á toppinn og Liverpool byrjaði helgina í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 19. Wolves - 58 years, 1 months, 3 days 13. West Ham - 14 years, 2 months, 17 days 7. Man City - 1 year, 2 months, 23 days But only one club has NEVER been top Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 9. nóvember 2020 Tottenham komst á toppinn í fyrsta sinn í rúm sex ár og tvo mánuði og Southampton hafði ekki verið á toppnum í 32 ár. Mikið hefur breyst hjá Southampton liðinu sem tapaði 9-0 fyrir Leicester á svipuðum tíma fyrir ári síðan. Sky Sports reiknaði það út hversu langur tími er liðin síðan að liðin í ensku úrvalsdeildinni í dag voru síðast í efsta sæti deildarinnar. Öll nema eitt hafa einhvern tímann komist í toppsætið en Brighton & Hove Albion hefur aldrei komist á toppinn í deildinni. Það eru líka meira en 58 ár liðin síðan að Úlfarnir voru þar síðast. Athygli vekur að Manchester City liðið, sem varð Englandsmeistari 2018 og 2019, hefur ekki komist í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í rúma fjórtán mánuði. Það hafa sex önnur félög komist á toppinn á þessum tíma eða Arsenal, Everton, Liverpool, Tottenham, Southampton og Leicester. Jafntefli á heimavelli á móti Liverpool um helgina gerir Manchester City erfiðara um vik að komast á toppinn en lærisveinar Pep Guardiola eru nú sex stigum á eftir toppliði Leicester City og fimm stigum á eftir Liverpool. Nágrannarnir í Manchester United hafa þó þurft að bíða mun lengur eða í næstum því 27 mánuði og Chelsea hefur ekki verið á toppnum í meira en 25 mánuði. Hér fyrir neðan má sjá hversu langt er síðan hvert lið sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar: Tími síðan lið ensku úrvalsdeildarinnar voru síðast á toppnum: 20. Brighton - Aldrei 19. Wolves - 58 ár, 1 mánuður, 4 dagar 18. Sheffield United - 49 ár, 34 dagar 17. Burnley - 47 ár, 2 mánuðir, 9 dagar 16. West Brom - 41 ár, 9 mánuðir, 7 dagar 15. Crystal Palace - 41 ár, 1 mánuður, 4 dagar 14. Leeds United - 18 ár, 2 mánuðir, 14 dagar 13. West Ham - 14 ár, 2 mánuðir, 18 dagar 12. Newcastle - 13 ár, 2 mánuðir, 27 dagar 11. Aston Villa - 9 ár, 2 mánuðir, 20 dagar 10. Fulham - 8 ár, 2 mánuðir, 3 dagar 9. Manchester United - 2 ár, 2 mánuðir, 30 dagar 8. Chelsea - 2 ár, 1 mánuður, 19 dagar 7. Manchester City - 1 ár, 2 mánuðir, 24 dagar 6. Arsenal - 52 dagar 5. Everton - 9 dagar 4. Liverpool - 4 dagar 3. Tottenham - 2 dagar 2. Southampton - 2 dagar 1. Leicester - 0 dagar (Á toppnum)
Tími síðan lið ensku úrvalsdeildarinnar voru síðast á toppnum: 20. Brighton - Aldrei 19. Wolves - 58 ár, 1 mánuður, 4 dagar 18. Sheffield United - 49 ár, 34 dagar 17. Burnley - 47 ár, 2 mánuðir, 9 dagar 16. West Brom - 41 ár, 9 mánuðir, 7 dagar 15. Crystal Palace - 41 ár, 1 mánuður, 4 dagar 14. Leeds United - 18 ár, 2 mánuðir, 14 dagar 13. West Ham - 14 ár, 2 mánuðir, 18 dagar 12. Newcastle - 13 ár, 2 mánuðir, 27 dagar 11. Aston Villa - 9 ár, 2 mánuðir, 20 dagar 10. Fulham - 8 ár, 2 mánuðir, 3 dagar 9. Manchester United - 2 ár, 2 mánuðir, 30 dagar 8. Chelsea - 2 ár, 1 mánuður, 19 dagar 7. Manchester City - 1 ár, 2 mánuðir, 24 dagar 6. Arsenal - 52 dagar 5. Everton - 9 dagar 4. Liverpool - 4 dagar 3. Tottenham - 2 dagar 2. Southampton - 2 dagar 1. Leicester - 0 dagar (Á toppnum)
Enski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira