Frístundakortið áfram greiðsla fyrir frístundaheimili Kolbrún Baldursdóttir skrifar 10. nóvember 2020 15:01 Þann 10. desember 2019 skipaði borgarstjóri starfshóp um endurskoðun á regluverki Frístundakortsins. Frístundakortið er styrkjakerfi Reykjavíkurborgar til þess að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í íþróttum og annarri skipulagðri tómstundastarfsemi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið með all nokkrar tillögur um breytingar á regluverki Frístundakortsins þ.m.t. að hætt skuli að nota það sem gjaldmiðil til að greiða frístundaheimili, móðurmálskennslu og þess í stað fái efnaminni foreldrar sérstakan styrk til að standa straum af kostnaði við það. Einnig hafa stífar reglur um notkun Kortsins verið gagnrýndar af fulltrúa Flokks fólksins í borgarstjórn. Til að nýta Frístundakortið hefur námskeið sem dæmi þurft að vara í minnst 10 vikur. Lengri námskeið eru venjulega dýrari en styttri og hafa margir foreldrar ekki efni á að borga mismuninn á milli Frístundastyrksins og kostnað námskeiðs. Notkun Frístundakortsins er misgóð eftir hverfum og hefur lengi verið lægst í hverfi 111. Það var því fagnaðarefni þegar starfshópurinn var skipaður og voru sumar tillögur Flokks fólksins vísað í hann til frekari skoðunar. Þess var vænst að tekið yrði á annmörkum Frístundakortsins. Starfshópur um endurskoðun á regluverki um Frístundakort hefur nú skilað fremur dapri niðurstöðu og ganga tillögur hópsins allar frekar skammt. Meðal niðurstaðna er að halda eigi áfram að nota Frístundakortið sem greiðslu upp í gjald frístundaheimilis í stað þess að styðja efnaminni foreldra með sérstöku frístundaheimilisstyrk. Eins og við vitum er dvöl barna á frístundaheimili í flestum tilfellum af nauðsyn, til þess að foreldrar geti unnið úti. Á meðan Frístundakortið er notað til að greiða frístundaheimili er það ekki nýtt í uppbyggilegt frístundastarf eins og upphaflegi tilgangur þess var. Megintilgangurinn var þátttaka í tómstundum óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortið átti að auka jöfnu barna í samfélaginu til að sinna íþrótta-, lista og tómstundastarfi. Rökin fyrir þessu eru veik. Segir í skýrslu starfshópsins að ef heimild til að borga fyrir frístundaheimili með Frístundakortinu yrði afnumin er hætta á að foreldrar hefðu börnin sín eftirlitslaus heima. Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem starfshópurinn hafi ekki mikla trú á foreldrum. Ekki skárri eru þau rök starfshópsins að „það sé ekkert tryggt að allir foreldrar/forráðamenn myndu nýta styrkinn í annað frístundastarf ef ekki væri hægt að nýta á frístundaheimili.“ Fulltrúi Flokks fólksins er hér einfaldlega orðlaus.Steininn tekur úr þegar segir í niðurstöðum að “Með því að nota styrkinn á frístundaheimili veit fólk af honum og er hugsanlega líklegra til að nýta hann áfram þegar börn hafa ekki lengur aldur til að sækja frístundaheimili“.Þetta er ekkert annað en rökleysa.Og loks eru það meginrökin og þau hafa að sjálfsögðu gera með kostnað en í skýrslunni segir: “Kostnaður við gjaldfrjálst frístundaheimili er mikill og ekki lagt til að fella niður aðild þeirra að Frístundakortinu að svo stöddu.”Beðið hefur verið lengi eftir skýrslu starfshópsins sem sögð er hafa tafist vegna COVID. Ekki er reyndar séð hvernig COVID hefði átt að tefja þessa vinnu þar sem fjarfundatæknin hefur verið við lýði frá því í mars. Óhætt er að segja að niðurstöður eru mikil vonbrigði. Flestar hugmyndir að breytingum þar á meðal tillögum Flokks fólksins á Frístundakortinu hlutu ekki náð fyrir augum starfshópsins utan kannski einnar. Ekki á lengur að fjármagna móðurmálskennslu barna með annað ríkisfang með Frístundastyrknum. Einnig er lagt til að stytta lágmarkslengd námskeiða úr 10 vikum í 8 vikur. Hér hefði mátt ganga lengra að mati fulltrúa Flokks fólksins, t.d. að hafa lágmarkslengd námskeiða 4 vikur. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað lagt til meiri sveigjanleika þegar kemur að regluverki Frístundakortsins t.d. að hægt sé að nýta það á sumarnámskeið. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Borgarstjórn Reykjavík Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Þann 10. desember 2019 skipaði borgarstjóri starfshóp um endurskoðun á regluverki Frístundakortsins. Frístundakortið er styrkjakerfi Reykjavíkurborgar til þess að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í íþróttum og annarri skipulagðri tómstundastarfsemi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið með all nokkrar tillögur um breytingar á regluverki Frístundakortsins þ.m.t. að hætt skuli að nota það sem gjaldmiðil til að greiða frístundaheimili, móðurmálskennslu og þess í stað fái efnaminni foreldrar sérstakan styrk til að standa straum af kostnaði við það. Einnig hafa stífar reglur um notkun Kortsins verið gagnrýndar af fulltrúa Flokks fólksins í borgarstjórn. Til að nýta Frístundakortið hefur námskeið sem dæmi þurft að vara í minnst 10 vikur. Lengri námskeið eru venjulega dýrari en styttri og hafa margir foreldrar ekki efni á að borga mismuninn á milli Frístundastyrksins og kostnað námskeiðs. Notkun Frístundakortsins er misgóð eftir hverfum og hefur lengi verið lægst í hverfi 111. Það var því fagnaðarefni þegar starfshópurinn var skipaður og voru sumar tillögur Flokks fólksins vísað í hann til frekari skoðunar. Þess var vænst að tekið yrði á annmörkum Frístundakortsins. Starfshópur um endurskoðun á regluverki um Frístundakort hefur nú skilað fremur dapri niðurstöðu og ganga tillögur hópsins allar frekar skammt. Meðal niðurstaðna er að halda eigi áfram að nota Frístundakortið sem greiðslu upp í gjald frístundaheimilis í stað þess að styðja efnaminni foreldra með sérstöku frístundaheimilisstyrk. Eins og við vitum er dvöl barna á frístundaheimili í flestum tilfellum af nauðsyn, til þess að foreldrar geti unnið úti. Á meðan Frístundakortið er notað til að greiða frístundaheimili er það ekki nýtt í uppbyggilegt frístundastarf eins og upphaflegi tilgangur þess var. Megintilgangurinn var þátttaka í tómstundum óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortið átti að auka jöfnu barna í samfélaginu til að sinna íþrótta-, lista og tómstundastarfi. Rökin fyrir þessu eru veik. Segir í skýrslu starfshópsins að ef heimild til að borga fyrir frístundaheimili með Frístundakortinu yrði afnumin er hætta á að foreldrar hefðu börnin sín eftirlitslaus heima. Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem starfshópurinn hafi ekki mikla trú á foreldrum. Ekki skárri eru þau rök starfshópsins að „það sé ekkert tryggt að allir foreldrar/forráðamenn myndu nýta styrkinn í annað frístundastarf ef ekki væri hægt að nýta á frístundaheimili.“ Fulltrúi Flokks fólksins er hér einfaldlega orðlaus.Steininn tekur úr þegar segir í niðurstöðum að “Með því að nota styrkinn á frístundaheimili veit fólk af honum og er hugsanlega líklegra til að nýta hann áfram þegar börn hafa ekki lengur aldur til að sækja frístundaheimili“.Þetta er ekkert annað en rökleysa.Og loks eru það meginrökin og þau hafa að sjálfsögðu gera með kostnað en í skýrslunni segir: “Kostnaður við gjaldfrjálst frístundaheimili er mikill og ekki lagt til að fella niður aðild þeirra að Frístundakortinu að svo stöddu.”Beðið hefur verið lengi eftir skýrslu starfshópsins sem sögð er hafa tafist vegna COVID. Ekki er reyndar séð hvernig COVID hefði átt að tefja þessa vinnu þar sem fjarfundatæknin hefur verið við lýði frá því í mars. Óhætt er að segja að niðurstöður eru mikil vonbrigði. Flestar hugmyndir að breytingum þar á meðal tillögum Flokks fólksins á Frístundakortinu hlutu ekki náð fyrir augum starfshópsins utan kannski einnar. Ekki á lengur að fjármagna móðurmálskennslu barna með annað ríkisfang með Frístundastyrknum. Einnig er lagt til að stytta lágmarkslengd námskeiða úr 10 vikum í 8 vikur. Hér hefði mátt ganga lengra að mati fulltrúa Flokks fólksins, t.d. að hafa lágmarkslengd námskeiða 4 vikur. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað lagt til meiri sveigjanleika þegar kemur að regluverki Frístundakortsins t.d. að hægt sé að nýta það á sumarnámskeið. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar