„Nei, það getur ekki verið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 14:59 Sigvaldi Björn Guðjónsson vonast til að geta spilað með Íslandi á HM í Egyptalandi í janúar. „Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. Sigvaldi átti að vera í landsliðinu sem mætti Litáen í Laugardalshöll síðastliðið miðvikudagskvöld. Ekkert varð af því eftir að í ljós kom að liðsfélagi hans hjá Kielce í Póllandi hefði smitast af kórónuveirunni. Þá var Sigvaldi nýkominn á liðshótel Íslands, eins og fram kom í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók við hornamanninn í Seinni bylgjunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Sigvaldi í viðtali „Ég byrjaði bara ferðalagið [til Íslands] klukkan 3 um nóttina frá Póllandi, og var lentur uppi á hóteli um fjögurleytið daginn eftir. Ég náði í HSÍ-töskuna og fór upp á herbergi í einangrun, en 10-15 mínútum seinna fékk ég skilaboð frá Kielce um að það væri smit í liðinu og að við þyrftum allir að fara heim. Þá hugsaði ég bara: „Neiii, það getur ekki verið.“,“ sagði Sigvaldi. Hann flaug svo heim á leið um sjöleytið morguninn eftir og gat ekki tekið þátt í risasigri Íslands á Litáen: „Ég horfði á leikinn og þetta var vel gert hjá þeim. Ég er bara sáttur með sigur.“ Dujshebaev besti þjálfarinn Sigvaldi gekk í raðir pólska stórveldisins Kielce í sumar eftir að hafa verið hjá norska félaginu Elverum. Hjá Kielce er goðsögnin Talant Dujshebaev þjálfari og hann er í miklum metum hjá Sigvalda. Haukur Þrastarson kom einnig til Kielce í sumar en varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné. Sigvaldi og félagar hafa æft síðustu daga en hann segist allt eins reikna með því að gripið verði til hertra sóttvarnaaðgerða í Póllandi á næstunni, og óvíst sé hvað verði um handboltann: „Staðan er ekkert það góð hérna. Það eru alltaf að koma nýjar reglur, fleiri og fleiri smit, svo mig grunar að það fari að koma „lockdown“ hérna í Póllandi. Svo ég veit ekki hvernig þetta verður með handboltann. En ég veit líka ekki neitt hérna, skil ekki neitt, svo ég mæti bara á æfingar og reyni að finna út úr þessu,“ segir Sigvaldi léttur, rétt að byrja að læra pólskuna. Hann er hæstánægður með sitt nýja félag: „Þetta er á allt öðru stigi. Miklu betri leikmenn og alveg sturlaður þjálfari – sá besti sem ég hef verið með. Það hefur bara gengið vel. Við höfum skipt tímanum í horninu, svo ég hef spilað 30 mínútur í öllum leikjum. Mér líður ótrúlega vel hérna, þetta er góður staður og allt í kringum félagið er í toppmálum.“ Saknar Hauks mjög mikið Sigvaldi viðurkennir hins vegar að hann sakni Hauks, sem sinnir sinni endurhæfingu á Íslandi: „Jú, mjög mikið. Það er erfitt að hafa hann ekki. Það var rosalega næs að geta talað saman á íslensku og verið saman í klefanum eftir æfingar og fyrir æfingar. Þetta var mjög svekkjandi, því það var einmitt að koma líf í hann og spilamennskan sem maður þekkir. Þetta var hundleiðinlegt en vonandi kemur hann sterkari til baka. Ég sakna hans mjög mikið.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. Sigvaldi átti að vera í landsliðinu sem mætti Litáen í Laugardalshöll síðastliðið miðvikudagskvöld. Ekkert varð af því eftir að í ljós kom að liðsfélagi hans hjá Kielce í Póllandi hefði smitast af kórónuveirunni. Þá var Sigvaldi nýkominn á liðshótel Íslands, eins og fram kom í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók við hornamanninn í Seinni bylgjunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Sigvaldi í viðtali „Ég byrjaði bara ferðalagið [til Íslands] klukkan 3 um nóttina frá Póllandi, og var lentur uppi á hóteli um fjögurleytið daginn eftir. Ég náði í HSÍ-töskuna og fór upp á herbergi í einangrun, en 10-15 mínútum seinna fékk ég skilaboð frá Kielce um að það væri smit í liðinu og að við þyrftum allir að fara heim. Þá hugsaði ég bara: „Neiii, það getur ekki verið.“,“ sagði Sigvaldi. Hann flaug svo heim á leið um sjöleytið morguninn eftir og gat ekki tekið þátt í risasigri Íslands á Litáen: „Ég horfði á leikinn og þetta var vel gert hjá þeim. Ég er bara sáttur með sigur.“ Dujshebaev besti þjálfarinn Sigvaldi gekk í raðir pólska stórveldisins Kielce í sumar eftir að hafa verið hjá norska félaginu Elverum. Hjá Kielce er goðsögnin Talant Dujshebaev þjálfari og hann er í miklum metum hjá Sigvalda. Haukur Þrastarson kom einnig til Kielce í sumar en varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné. Sigvaldi og félagar hafa æft síðustu daga en hann segist allt eins reikna með því að gripið verði til hertra sóttvarnaaðgerða í Póllandi á næstunni, og óvíst sé hvað verði um handboltann: „Staðan er ekkert það góð hérna. Það eru alltaf að koma nýjar reglur, fleiri og fleiri smit, svo mig grunar að það fari að koma „lockdown“ hérna í Póllandi. Svo ég veit ekki hvernig þetta verður með handboltann. En ég veit líka ekki neitt hérna, skil ekki neitt, svo ég mæti bara á æfingar og reyni að finna út úr þessu,“ segir Sigvaldi léttur, rétt að byrja að læra pólskuna. Hann er hæstánægður með sitt nýja félag: „Þetta er á allt öðru stigi. Miklu betri leikmenn og alveg sturlaður þjálfari – sá besti sem ég hef verið með. Það hefur bara gengið vel. Við höfum skipt tímanum í horninu, svo ég hef spilað 30 mínútur í öllum leikjum. Mér líður ótrúlega vel hérna, þetta er góður staður og allt í kringum félagið er í toppmálum.“ Saknar Hauks mjög mikið Sigvaldi viðurkennir hins vegar að hann sakni Hauks, sem sinnir sinni endurhæfingu á Íslandi: „Jú, mjög mikið. Það er erfitt að hafa hann ekki. Það var rosalega næs að geta talað saman á íslensku og verið saman í klefanum eftir æfingar og fyrir æfingar. Þetta var mjög svekkjandi, því það var einmitt að koma líf í hann og spilamennskan sem maður þekkir. Þetta var hundleiðinlegt en vonandi kemur hann sterkari til baka. Ég sakna hans mjög mikið.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20
Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12