Ein manneskja – eitt atkvæði Arnar Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 21:01 Augu okkar allra hafa verið á bandarísku forsetakosningunum síðastliðna viku, enda hafa úrslit hennar áhrif á ekki bara bandaríkjamenn, heldur heiminn allan. Bandaríkin búa við nokkuð sérstakt kosningakerfi og í aðdraga kosninga vakna oft upp spurningar af hverju kerfið er eins og það er. Jafnvel vakna spurningar um kerfið okkar Íslendinga sem er enn í dag heldur furðulegt, byggir alls ekki á jöfnum grunni kjósenda og brýtur á reglum Feneyjarnefndarinnar um góða starfshætti í kosningamálum. Fyrir hinn almenna kjósenda virðist landið styðja við svokallað „ein manneskja – eitt atkvæði“, en svo er aldeilis ekki. Þegar við göngum til þingkosninga, þá er landinu skipt upp í kjördæmi. Kjördæmin eiga x marga þingmenn en þeim er ekki skipt upp eftir mannfjölda á kjördæminu. Til dæmis eru kjósendur á kjörskrá að baki hverjum þingmanni í Norðvesturkjördæmi 2.665 (þar sem talan er lægst) á meðan í Suðvesturkjördæmi eru það 4.856 kjósendur. Þetta þýðir að ef þingmaður er í framboði í Suðvesturkjördæmi þá þarf sá frambjóðandi að fá 82% fleiri atkvæði til að vera kjörinn á þing heldur en frambjóðandi á Norðvesturkjördæmi. Einnig þýðir þetta að atkvæði kjósanda á Suðvesturkjördæmi gildir töluvert minna heldur en atkvæði kjósanda á Norðvesturkjördæmi. Ef við lítum til Norðurlandanna, þá er misvægi atkvæða lítið sem ekkert. Í Svíþjóð eru 29 kjördæmi og er þingsætum dreift á þau eftir fjölda kosningabærra manna. Í Finnlandi nota þeir magnstuðull sem ræður væginu milli atkvæðamagns og fjölda þingsæta. Í Danmörku var misvægi atkvæða breytt árið 1948. Eins og þú sérð lesandi góður, þá erum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar. Þetta brýtur því á grundvallarrétti fólks að með atkvæði þínu hafir þú jafnan rétt til þess að hafa áhrif á hverjir komast til valda. Því er sú krafa um að jafnað verði út atkvæðavægi ekki bara lýðræðisleg heldur er þetta jafnréttismál. Á þinginu liggur fyrir frumvarp Viðreisnar um jöfnun atkvæðavægi, en verði frumvarpið að lögum þá mun fjölga þingmönnum í bæði Suðvestur, Reykjavíkurkjördæmi Norður og Reykjavíkurkjördæmi Suður. Mun það færa okkur inn í nútímann, færa okkur nær nágrannaþjóðum okkar og stuðla að jöfnum réttinda kjósenda. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Kjördæmaskipan Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Augu okkar allra hafa verið á bandarísku forsetakosningunum síðastliðna viku, enda hafa úrslit hennar áhrif á ekki bara bandaríkjamenn, heldur heiminn allan. Bandaríkin búa við nokkuð sérstakt kosningakerfi og í aðdraga kosninga vakna oft upp spurningar af hverju kerfið er eins og það er. Jafnvel vakna spurningar um kerfið okkar Íslendinga sem er enn í dag heldur furðulegt, byggir alls ekki á jöfnum grunni kjósenda og brýtur á reglum Feneyjarnefndarinnar um góða starfshætti í kosningamálum. Fyrir hinn almenna kjósenda virðist landið styðja við svokallað „ein manneskja – eitt atkvæði“, en svo er aldeilis ekki. Þegar við göngum til þingkosninga, þá er landinu skipt upp í kjördæmi. Kjördæmin eiga x marga þingmenn en þeim er ekki skipt upp eftir mannfjölda á kjördæminu. Til dæmis eru kjósendur á kjörskrá að baki hverjum þingmanni í Norðvesturkjördæmi 2.665 (þar sem talan er lægst) á meðan í Suðvesturkjördæmi eru það 4.856 kjósendur. Þetta þýðir að ef þingmaður er í framboði í Suðvesturkjördæmi þá þarf sá frambjóðandi að fá 82% fleiri atkvæði til að vera kjörinn á þing heldur en frambjóðandi á Norðvesturkjördæmi. Einnig þýðir þetta að atkvæði kjósanda á Suðvesturkjördæmi gildir töluvert minna heldur en atkvæði kjósanda á Norðvesturkjördæmi. Ef við lítum til Norðurlandanna, þá er misvægi atkvæða lítið sem ekkert. Í Svíþjóð eru 29 kjördæmi og er þingsætum dreift á þau eftir fjölda kosningabærra manna. Í Finnlandi nota þeir magnstuðull sem ræður væginu milli atkvæðamagns og fjölda þingsæta. Í Danmörku var misvægi atkvæða breytt árið 1948. Eins og þú sérð lesandi góður, þá erum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar. Þetta brýtur því á grundvallarrétti fólks að með atkvæði þínu hafir þú jafnan rétt til þess að hafa áhrif á hverjir komast til valda. Því er sú krafa um að jafnað verði út atkvæðavægi ekki bara lýðræðisleg heldur er þetta jafnréttismál. Á þinginu liggur fyrir frumvarp Viðreisnar um jöfnun atkvæðavægi, en verði frumvarpið að lögum þá mun fjölga þingmönnum í bæði Suðvestur, Reykjavíkurkjördæmi Norður og Reykjavíkurkjördæmi Suður. Mun það færa okkur inn í nútímann, færa okkur nær nágrannaþjóðum okkar og stuðla að jöfnum réttinda kjósenda. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, í Reykjavík.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar