Ein manneskja – eitt atkvæði Arnar Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 21:01 Augu okkar allra hafa verið á bandarísku forsetakosningunum síðastliðna viku, enda hafa úrslit hennar áhrif á ekki bara bandaríkjamenn, heldur heiminn allan. Bandaríkin búa við nokkuð sérstakt kosningakerfi og í aðdraga kosninga vakna oft upp spurningar af hverju kerfið er eins og það er. Jafnvel vakna spurningar um kerfið okkar Íslendinga sem er enn í dag heldur furðulegt, byggir alls ekki á jöfnum grunni kjósenda og brýtur á reglum Feneyjarnefndarinnar um góða starfshætti í kosningamálum. Fyrir hinn almenna kjósenda virðist landið styðja við svokallað „ein manneskja – eitt atkvæði“, en svo er aldeilis ekki. Þegar við göngum til þingkosninga, þá er landinu skipt upp í kjördæmi. Kjördæmin eiga x marga þingmenn en þeim er ekki skipt upp eftir mannfjölda á kjördæminu. Til dæmis eru kjósendur á kjörskrá að baki hverjum þingmanni í Norðvesturkjördæmi 2.665 (þar sem talan er lægst) á meðan í Suðvesturkjördæmi eru það 4.856 kjósendur. Þetta þýðir að ef þingmaður er í framboði í Suðvesturkjördæmi þá þarf sá frambjóðandi að fá 82% fleiri atkvæði til að vera kjörinn á þing heldur en frambjóðandi á Norðvesturkjördæmi. Einnig þýðir þetta að atkvæði kjósanda á Suðvesturkjördæmi gildir töluvert minna heldur en atkvæði kjósanda á Norðvesturkjördæmi. Ef við lítum til Norðurlandanna, þá er misvægi atkvæða lítið sem ekkert. Í Svíþjóð eru 29 kjördæmi og er þingsætum dreift á þau eftir fjölda kosningabærra manna. Í Finnlandi nota þeir magnstuðull sem ræður væginu milli atkvæðamagns og fjölda þingsæta. Í Danmörku var misvægi atkvæða breytt árið 1948. Eins og þú sérð lesandi góður, þá erum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar. Þetta brýtur því á grundvallarrétti fólks að með atkvæði þínu hafir þú jafnan rétt til þess að hafa áhrif á hverjir komast til valda. Því er sú krafa um að jafnað verði út atkvæðavægi ekki bara lýðræðisleg heldur er þetta jafnréttismál. Á þinginu liggur fyrir frumvarp Viðreisnar um jöfnun atkvæðavægi, en verði frumvarpið að lögum þá mun fjölga þingmönnum í bæði Suðvestur, Reykjavíkurkjördæmi Norður og Reykjavíkurkjördæmi Suður. Mun það færa okkur inn í nútímann, færa okkur nær nágrannaþjóðum okkar og stuðla að jöfnum réttinda kjósenda. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Kjördæmaskipan Mest lesið Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Augu okkar allra hafa verið á bandarísku forsetakosningunum síðastliðna viku, enda hafa úrslit hennar áhrif á ekki bara bandaríkjamenn, heldur heiminn allan. Bandaríkin búa við nokkuð sérstakt kosningakerfi og í aðdraga kosninga vakna oft upp spurningar af hverju kerfið er eins og það er. Jafnvel vakna spurningar um kerfið okkar Íslendinga sem er enn í dag heldur furðulegt, byggir alls ekki á jöfnum grunni kjósenda og brýtur á reglum Feneyjarnefndarinnar um góða starfshætti í kosningamálum. Fyrir hinn almenna kjósenda virðist landið styðja við svokallað „ein manneskja – eitt atkvæði“, en svo er aldeilis ekki. Þegar við göngum til þingkosninga, þá er landinu skipt upp í kjördæmi. Kjördæmin eiga x marga þingmenn en þeim er ekki skipt upp eftir mannfjölda á kjördæminu. Til dæmis eru kjósendur á kjörskrá að baki hverjum þingmanni í Norðvesturkjördæmi 2.665 (þar sem talan er lægst) á meðan í Suðvesturkjördæmi eru það 4.856 kjósendur. Þetta þýðir að ef þingmaður er í framboði í Suðvesturkjördæmi þá þarf sá frambjóðandi að fá 82% fleiri atkvæði til að vera kjörinn á þing heldur en frambjóðandi á Norðvesturkjördæmi. Einnig þýðir þetta að atkvæði kjósanda á Suðvesturkjördæmi gildir töluvert minna heldur en atkvæði kjósanda á Norðvesturkjördæmi. Ef við lítum til Norðurlandanna, þá er misvægi atkvæða lítið sem ekkert. Í Svíþjóð eru 29 kjördæmi og er þingsætum dreift á þau eftir fjölda kosningabærra manna. Í Finnlandi nota þeir magnstuðull sem ræður væginu milli atkvæðamagns og fjölda þingsæta. Í Danmörku var misvægi atkvæða breytt árið 1948. Eins og þú sérð lesandi góður, þá erum við langt á eftir nágrannaþjóðum okkar. Þetta brýtur því á grundvallarrétti fólks að með atkvæði þínu hafir þú jafnan rétt til þess að hafa áhrif á hverjir komast til valda. Því er sú krafa um að jafnað verði út atkvæðavægi ekki bara lýðræðisleg heldur er þetta jafnréttismál. Á þinginu liggur fyrir frumvarp Viðreisnar um jöfnun atkvæðavægi, en verði frumvarpið að lögum þá mun fjölga þingmönnum í bæði Suðvestur, Reykjavíkurkjördæmi Norður og Reykjavíkurkjördæmi Suður. Mun það færa okkur inn í nútímann, færa okkur nær nágrannaþjóðum okkar og stuðla að jöfnum réttinda kjósenda. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, í Reykjavík.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar