Trump endurgeldur ekki greiða Obama Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. nóvember 2020 23:20 Trump og Obama takast í hendur í lok fundarins, 10. nóvember 2016. Win McNamee/Getty Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu. Nokkrum dögum áður hafði Trump unnið sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum vestanhafs. Hefð er fyrir því að fráfarandi forseti bjóði nýkjörnum forseta í Hvíta húsið og er það álitið til marks um að friðsæl valdaskipti séu fram undan. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. Á fundi þeirra Obama og Trumps, sem stóð yfir í 90 mínútur, sagði fráfarandi forsetinn að hann vildi að Trump tækist vel til í starfi og hann myndi styðja við hann, þannig að valdaskiptin gætu gengið snurðulaust fyrir sig. Fundurinn vakti sérstaka athygli þegar hann fór fram. Áður hafði Trump í fjölmörg ár verið afar hávær rödd í herferð sem ætlað var að draga í efa að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum, og mætti því, lögum samkvæmt, ekki gegna embætti forseta. Obama er fæddur í Hawaii-ríki í Bandaríkjunum. Þá hefur Trump líka sakað Obama um að hafa stofnað hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið, sem einnig eru þekkt sem ISIS. Á fundinum sagði Trump hins vegar að Obama væri „afar góður maður“ og að hann myndi taka ráðum forsetans fráfarandi. Sama dag og fundurinn fór fram áttu Joe Biden, þáverandi varaforseti og nú nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, og Mike Pence varaforseti, samræður á skrifstofu varaforsetans. Í kjölfarið þeirra tísti Biden um að hann hefði rætt við arftaka sinn í embætti til þess að „bjóða fram stuðning fyrir snurðulaus, óaðfinnanleg valdaskipti.“ Biden veitti Pence raunar ráðgjöf varðandi utanríkismál fyrstu mánuði þess síðarnefnda í embætti, fram til sumarsins 2017, að því er CNN hefur eftir ráðgjöfum Bidens. Pence tók við varaforsetaembættinu af Biden í janúar 2017.Mark Wilson/Getty Enginn fundur í þetta sinn Fundur, líkur þeim sem fram fór fyrir fjórum árum, hefur ekki átt sér stað til þess að auðvelda valdaskiptin nú, eftir sigur Bidens á Trump forseta í kosningunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag. Forsetinn hefur neitað að viðurkenna ósigur og heldur því fram að víðtæk kosningasvik hafi átt sér stað. Hann kveðst ætla að láta reyna á lögmæti kosninganna fyrir dómi, en engar sannanir fyrir staðhæfingum um víðtæk kosningasvik hafa verið lagðar fram opinberlega. Hvorki af forsetanum né nokkrum úr starfsliði hans eða stjórn. Viðbrögð forsetans þýða að Biden og undirbúningsteymi hans fyrir valdaskiptin hafa enn ekki fengið aðgang að fjármunum og upplýsingum sem venjan hefur verið að fráfarandi stjórn veiti nýkjörnum forseta. Samkvæmt könnun sem gerð var af Reuters-fréttastofunni og rannsóknarfyrirtækinu Ipsos, eru hátt í 80% Bandaríkjamanna tilbúnir að viðurkenna sigur Bidens í kosningunum. Af þeim skráðu Repúblikönum sem tóku þátt í könnuninni, var yfir helmingur sem viðurkenndi sigur hans. Þá töldu 72% þátttakenda að sá sem lyti í lægra haldi í forsetakosningum ætti að viðurkenna ósigur. Af þátttakendum töldu 60% að friðsamleg valdaskipti myndu fara fram þann 20. janúar næstkomandi. Valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ Nú síðast í dag var Mike Pompeo, utanríkisráðherra í stjórn Trumps, spurður út hvort að tafir á að teymi Biden gæti hafist handa við undirbúning fyrir valdaskipti gætu haft skaðleg áhrif á þjóðaröryggi. Pompeo svaraði því til að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. Sjá einnig: Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Þá hefur Washington Post greint frá því að Hvíta húsið hafi sent alríkisstofnunum þau skilaboð að halda eigi áfram vinnu við fjárlagatillögur Trumps forseta. Slíkar tillögur eru ekki lagðar fram í febrúar, en Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Eins er Pence varaforseti sagður hafa rætt við öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í dag. Á hann meðal annars að hafa sagt að hann trúði því að hann myndi eiga eftir að vinna áfram með þeim sem forseti öldungadeildarinnar. Það er hlutverk varaforseta, en Kamala Harris tekur við varaforsetaembættinu 20. janúar og verður þar með fyrsta konan til að gegna embættinu. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, hefur þá ekki viðurkennt sigur Bidens. Segir hann að uns kjörmenn hafi greitt atkvæði um hver verði forseti, geti hver sem bauð sig fram vakið máls á áhyggjum sínum um talningu atkvæða fyrir dómstólum innan viðeigandi lögsögu. Senate majority leader Mitch McConnell said that the 'Electoral College will determine the winner,' when asked about some Republican senators not acknowledging Joe Biden's victory over Donald Trump in the U.S. presidential election pic.twitter.com/vwjQXKyqMv— Reuters (@Reuters) November 10, 2020 Biden segir málið vandræðalegt Joe Biden, verðandi forseti, sagði á fréttamannafundi í dag að hann teldi afneitun forsetans vandræðalega. „Mér finnst þetta bara vera vandræðalegt, hreinskilnislega sagt. Hvernig get ég sagt þetta smekklega? Ég held að þetta muni ekki hjálpa arfleið forsetans,“ sagði Biden þegar hann var spurður út í hvaða áhrif hann teldi það hafa á bandarísku þjóðina að Trump þráist við að viðurkenna ósigur. Hann segir að þó að undirbúningsteymi hans fyrir valdaskiptin fái ekki aðgang að opinberu fé muni það halda áfram störfum sínum. Þá gerði hann lítið úr því að hann fengi ekki upplýsingar frá leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem hefð er fyrir að nýkjörinn forseti fái aðgang að eftir að úrslit kosninga liggja fyrir. Hann sagði slíkar upplýsingar gagnlegar, en ekki nauðsynlegar fyrir undirbúning valdaskiptanna. „Við sjáum ekki að neitt hægi á okkur,“ sagði verðandi forsetinn. Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Tengdar fréttir Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. 9. nóvember 2020 23:01 Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. 9. nóvember 2020 22:12 Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Fyrir fjórum árum síðan, þann 10. nóvember 2016, bauð þáverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, Donald Trump til fundar við sig í Hvíta húsinu. Nokkrum dögum áður hafði Trump unnið sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum vestanhafs. Hefð er fyrir því að fráfarandi forseti bjóði nýkjörnum forseta í Hvíta húsið og er það álitið til marks um að friðsæl valdaskipti séu fram undan. Ekki er útlit fyrir að Trump hyggist bjóða Joe Biden, nýkjörnum forseta, á slíkan fund. Á fundi þeirra Obama og Trumps, sem stóð yfir í 90 mínútur, sagði fráfarandi forsetinn að hann vildi að Trump tækist vel til í starfi og hann myndi styðja við hann, þannig að valdaskiptin gætu gengið snurðulaust fyrir sig. Fundurinn vakti sérstaka athygli þegar hann fór fram. Áður hafði Trump í fjölmörg ár verið afar hávær rödd í herferð sem ætlað var að draga í efa að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum, og mætti því, lögum samkvæmt, ekki gegna embætti forseta. Obama er fæddur í Hawaii-ríki í Bandaríkjunum. Þá hefur Trump líka sakað Obama um að hafa stofnað hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið, sem einnig eru þekkt sem ISIS. Á fundinum sagði Trump hins vegar að Obama væri „afar góður maður“ og að hann myndi taka ráðum forsetans fráfarandi. Sama dag og fundurinn fór fram áttu Joe Biden, þáverandi varaforseti og nú nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, og Mike Pence varaforseti, samræður á skrifstofu varaforsetans. Í kjölfarið þeirra tísti Biden um að hann hefði rætt við arftaka sinn í embætti til þess að „bjóða fram stuðning fyrir snurðulaus, óaðfinnanleg valdaskipti.“ Biden veitti Pence raunar ráðgjöf varðandi utanríkismál fyrstu mánuði þess síðarnefnda í embætti, fram til sumarsins 2017, að því er CNN hefur eftir ráðgjöfum Bidens. Pence tók við varaforsetaembættinu af Biden í janúar 2017.Mark Wilson/Getty Enginn fundur í þetta sinn Fundur, líkur þeim sem fram fór fyrir fjórum árum, hefur ekki átt sér stað til þess að auðvelda valdaskiptin nú, eftir sigur Bidens á Trump forseta í kosningunum sem fram fóru síðastliðinn þriðjudag. Forsetinn hefur neitað að viðurkenna ósigur og heldur því fram að víðtæk kosningasvik hafi átt sér stað. Hann kveðst ætla að láta reyna á lögmæti kosninganna fyrir dómi, en engar sannanir fyrir staðhæfingum um víðtæk kosningasvik hafa verið lagðar fram opinberlega. Hvorki af forsetanum né nokkrum úr starfsliði hans eða stjórn. Viðbrögð forsetans þýða að Biden og undirbúningsteymi hans fyrir valdaskiptin hafa enn ekki fengið aðgang að fjármunum og upplýsingum sem venjan hefur verið að fráfarandi stjórn veiti nýkjörnum forseta. Samkvæmt könnun sem gerð var af Reuters-fréttastofunni og rannsóknarfyrirtækinu Ipsos, eru hátt í 80% Bandaríkjamanna tilbúnir að viðurkenna sigur Bidens í kosningunum. Af þeim skráðu Repúblikönum sem tóku þátt í könnuninni, var yfir helmingur sem viðurkenndi sigur hans. Þá töldu 72% þátttakenda að sá sem lyti í lægra haldi í forsetakosningum ætti að viðurkenna ósigur. Af þátttakendum töldu 60% að friðsamleg valdaskipti myndu fara fram þann 20. janúar næstkomandi. Valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ Nú síðast í dag var Mike Pompeo, utanríkisráðherra í stjórn Trumps, spurður út hvort að tafir á að teymi Biden gæti hafist handa við undirbúning fyrir valdaskipti gætu haft skaðleg áhrif á þjóðaröryggi. Pompeo svaraði því til að valdaskipti til „nýrrar Trump-stjórnar“ ættu eftir að ganga hnökralaust fyrir sig. Sjá einnig: Utanríkisráðherrann vill ekki viðurkenna sigur Biden Þá hefur Washington Post greint frá því að Hvíta húsið hafi sent alríkisstofnunum þau skilaboð að halda eigi áfram vinnu við fjárlagatillögur Trumps forseta. Slíkar tillögur eru ekki lagðar fram í febrúar, en Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Eins er Pence varaforseti sagður hafa rætt við öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í dag. Á hann meðal annars að hafa sagt að hann trúði því að hann myndi eiga eftir að vinna áfram með þeim sem forseti öldungadeildarinnar. Það er hlutverk varaforseta, en Kamala Harris tekur við varaforsetaembættinu 20. janúar og verður þar með fyrsta konan til að gegna embættinu. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, hefur þá ekki viðurkennt sigur Bidens. Segir hann að uns kjörmenn hafi greitt atkvæði um hver verði forseti, geti hver sem bauð sig fram vakið máls á áhyggjum sínum um talningu atkvæða fyrir dómstólum innan viðeigandi lögsögu. Senate majority leader Mitch McConnell said that the 'Electoral College will determine the winner,' when asked about some Republican senators not acknowledging Joe Biden's victory over Donald Trump in the U.S. presidential election pic.twitter.com/vwjQXKyqMv— Reuters (@Reuters) November 10, 2020 Biden segir málið vandræðalegt Joe Biden, verðandi forseti, sagði á fréttamannafundi í dag að hann teldi afneitun forsetans vandræðalega. „Mér finnst þetta bara vera vandræðalegt, hreinskilnislega sagt. Hvernig get ég sagt þetta smekklega? Ég held að þetta muni ekki hjálpa arfleið forsetans,“ sagði Biden þegar hann var spurður út í hvaða áhrif hann teldi það hafa á bandarísku þjóðina að Trump þráist við að viðurkenna ósigur. Hann segir að þó að undirbúningsteymi hans fyrir valdaskiptin fái ekki aðgang að opinberu fé muni það halda áfram störfum sínum. Þá gerði hann lítið úr því að hann fengi ekki upplýsingar frá leyniþjónustu Bandaríkjanna, sem hefð er fyrir að nýkjörinn forseti fái aðgang að eftir að úrslit kosninga liggja fyrir. Hann sagði slíkar upplýsingar gagnlegar, en ekki nauðsynlegar fyrir undirbúning valdaskiptanna. „Við sjáum ekki að neitt hægi á okkur,“ sagði verðandi forsetinn.
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Barack Obama Tengdar fréttir Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00 Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. 9. nóvember 2020 23:01 Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. 9. nóvember 2020 22:12 Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bandaríski dómsmálaráðherrann heimilar rannsóknir á meintu kosningasvindli William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur heimilað ríkissaksóknurum að hefja rannsóknir á ásökunum Donalds Trump forseta og framboðsteymis hans um meint svindl í nýafstöðnum forsetakosningum í landinu. 10. nóvember 2020 09:00
Valdamiklir leiðtogar bíða með að óska Biden til hamingju Þó að hamingjuóskum hvaðanæva að úr heiminum rigni nú yfir Joe Biden, nýkjörinn forseta Bandaríkjanna, og Kamölu Harris, nýkjörinn varaforseta, hafa leiðtogar nokkurra valdamestu ríkja heims ekki óskað sigurvegurum kosninganna til hamingju. 9. nóvember 2020 23:01
Maðurinn sem átti að leiða lögfræðiherferð Trumps greindist með veiruna David Bossie, maðurinn sem var valinn til þess að leiða lögfræðiherferð framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta með það fyrir augum að sanna ásakanir um víðtækt kosningasvindl og tryggja forsetanum áframhaldandi setu í embætti, hefur greinst með Covid-19. 9. nóvember 2020 22:12
Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45