Tröllaukinn ísjaki stefnir á breska eyju Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2020 23:35 Ísjakinn brotnaði af Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandsskaganum árið 2017. Stórt brot úr honum, A-68A, stefnir nú á Suður-Georgíu. Evrópska geimstofnunin (ESA) Risavaxinn ísjaki sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu stefnir nú á Suður-Georgíu, breska eyju í Suður-Atlantshafinu. Jakinn er svipaður að stærð og eyjan og gæti valdið meiriháttar búsifjum fyrir dýrategundir sem þar þrífast. Gervihnettir hafa fylgst með reki gríðarlega stórs borgarísjaka sem brotnaði af Larsen C-ísbreiðunni 12. júlí árið 2017. Jakinn hlaut raðheitið A-68 og áætlað var að hann væri um 5.800 ferkílómetrar að flatarmáli. Til samanburðar mældist Vatnajökull um 7.700 ferkílómetrar að flatarmáli árið 2017. Fyrstu tvö árin var jakinn nálægt ísbreiðunni en nú rekur stærstan hluta hans hratt norðaustur í átt að Suður-Georgíu, að því er kemur fram á vef evrópsku geimstofnunarinnar (ESA). Brotið fékk heitið A-68A og er nú aðeins um 350 kílómetra frá eyjunni. Talið er að það gæti strandað á grunnsævi og valdið verulegum usla fyrir dýr á eyjunni og á hafsbotni. „Mörgæsir og selir þurfa að komast út á haf til þess að nærast þannig að ísjakinn gæt hæglega stöðvað fæðisleit þeirra og lífverur á hafsbotni gætu kramist ef jakinn strandar,“ segir ESA. Strandi ísjakinn við Suður-Georgíu gæti hann verið þar næstu tíu árin. Ísjaki sem rak að ströndum eyjarinnar árið 2004 olli dauða ungviðis bæði mörgæsa og sela. Enn er þó ekki útilokað að hafstraumar beri ísjakann fram hjá Suður-Georgíu til norðvesturs og hann brotni smám saman upp í minni borgarísjaka. Suðurskautslandið Bretland Loftslagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Risavaxinn ísjaki sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu stefnir nú á Suður-Georgíu, breska eyju í Suður-Atlantshafinu. Jakinn er svipaður að stærð og eyjan og gæti valdið meiriháttar búsifjum fyrir dýrategundir sem þar þrífast. Gervihnettir hafa fylgst með reki gríðarlega stórs borgarísjaka sem brotnaði af Larsen C-ísbreiðunni 12. júlí árið 2017. Jakinn hlaut raðheitið A-68 og áætlað var að hann væri um 5.800 ferkílómetrar að flatarmáli. Til samanburðar mældist Vatnajökull um 7.700 ferkílómetrar að flatarmáli árið 2017. Fyrstu tvö árin var jakinn nálægt ísbreiðunni en nú rekur stærstan hluta hans hratt norðaustur í átt að Suður-Georgíu, að því er kemur fram á vef evrópsku geimstofnunarinnar (ESA). Brotið fékk heitið A-68A og er nú aðeins um 350 kílómetra frá eyjunni. Talið er að það gæti strandað á grunnsævi og valdið verulegum usla fyrir dýr á eyjunni og á hafsbotni. „Mörgæsir og selir þurfa að komast út á haf til þess að nærast þannig að ísjakinn gæt hæglega stöðvað fæðisleit þeirra og lífverur á hafsbotni gætu kramist ef jakinn strandar,“ segir ESA. Strandi ísjakinn við Suður-Georgíu gæti hann verið þar næstu tíu árin. Ísjaki sem rak að ströndum eyjarinnar árið 2004 olli dauða ungviðis bæði mörgæsa og sela. Enn er þó ekki útilokað að hafstraumar beri ísjakann fram hjá Suður-Georgíu til norðvesturs og hann brotni smám saman upp í minni borgarísjaka.
Suðurskautslandið Bretland Loftslagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira