Rory McIlroy spilar með sérhannað gullúr á Masters mótinu í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 10:01 Rory McIlroy með nýja sérhannaða gullúrið á Augusta golfvellinum í aðdraganda Mastersmótsins í golfi. Getty/Jamie Squire Rory McIlroy hefur að miklu að keppa á Mastersmótinu í golfi sem hefst á morgun því með sigri á mótinu kemst Norður-Írinn í úrvalshóp. Rory McIlroy hefur unnið öll risamótin á ferlinum nema Mastersmótið en aðeins fimm kylfingum hefur tekist að loka hringnum og vinna öll fjögur risamótin á ferlinum. Rory McIlroy mun reyna að sækja sér heppni í nýtt sérhannað og rándýrt gullúr frá Omega. McIlroy mun bera þetta úr aðeins á þessu Mastersmóti en það kostar um 30 þúsund pund eða meira en 5,4 milljónir króna. Rory McIlroy wears one-off gold Omega watch valued at almost £30,000 https://t.co/y2HqbCD7nc— MailOnline Sport (@MailSport) November 11, 2020 Úrið er sérhannað fyrir Rory McIlroy og er í raun virðingarvottur um hans feril. Þar má meðal annars sjá vallarmetið hans frá því að hann spilaði Royal Portrush völlinn á aðeins 61 höggi þegar hann var bara sextán ára gamall. Það hefur verið þessi pressa á Rory McIlroy á undanförnum fimm Mastersmótum en hann hefur ekki unnið risamót síðan á PGA meistaramótinu árið 2014. Rory McIlroy er 31 árs gamall en sigrar hans á risamótum voru 2012 og 2014 á PGA-meistaramótinu, 2011 á opna bandaríska meistaramótinu og 2014 á opna breska meistaramótinu. Þetta verður því sjötta Mastersmótið þar sem hann hefur möguleika á því að klára risamóta alslemmuna. Bestum árangri náði Rory árið 2015 þegar hann endaði fjórði en annars hefur hann verið inn á topp tíu fyrir utan í fyrra þegar McIlroy náði aðeins 21. sæti. Það fylgir reyndar sögunni að spilamennska Rory McIlroy að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Hann hefur ekki náð að enda meðal fimm efstu á PGA-móti síðan í mars. Það verður því fróðlegt að sjá hvort þetta glæsilega gullúr færi honum einhverja heppni þegar Mastersmótið byrjar á morgun. Traditionally a harbinger of spring, this year, the Masters ushers autumn. #themasters pic.twitter.com/riV1IO23k8— The Masters (@TheMasters) November 9, 2020 Golf Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Rory McIlroy hefur að miklu að keppa á Mastersmótinu í golfi sem hefst á morgun því með sigri á mótinu kemst Norður-Írinn í úrvalshóp. Rory McIlroy hefur unnið öll risamótin á ferlinum nema Mastersmótið en aðeins fimm kylfingum hefur tekist að loka hringnum og vinna öll fjögur risamótin á ferlinum. Rory McIlroy mun reyna að sækja sér heppni í nýtt sérhannað og rándýrt gullúr frá Omega. McIlroy mun bera þetta úr aðeins á þessu Mastersmóti en það kostar um 30 þúsund pund eða meira en 5,4 milljónir króna. Rory McIlroy wears one-off gold Omega watch valued at almost £30,000 https://t.co/y2HqbCD7nc— MailOnline Sport (@MailSport) November 11, 2020 Úrið er sérhannað fyrir Rory McIlroy og er í raun virðingarvottur um hans feril. Þar má meðal annars sjá vallarmetið hans frá því að hann spilaði Royal Portrush völlinn á aðeins 61 höggi þegar hann var bara sextán ára gamall. Það hefur verið þessi pressa á Rory McIlroy á undanförnum fimm Mastersmótum en hann hefur ekki unnið risamót síðan á PGA meistaramótinu árið 2014. Rory McIlroy er 31 árs gamall en sigrar hans á risamótum voru 2012 og 2014 á PGA-meistaramótinu, 2011 á opna bandaríska meistaramótinu og 2014 á opna breska meistaramótinu. Þetta verður því sjötta Mastersmótið þar sem hann hefur möguleika á því að klára risamóta alslemmuna. Bestum árangri náði Rory árið 2015 þegar hann endaði fjórði en annars hefur hann verið inn á topp tíu fyrir utan í fyrra þegar McIlroy náði aðeins 21. sæti. Það fylgir reyndar sögunni að spilamennska Rory McIlroy að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Hann hefur ekki náð að enda meðal fimm efstu á PGA-móti síðan í mars. Það verður því fróðlegt að sjá hvort þetta glæsilega gullúr færi honum einhverja heppni þegar Mastersmótið byrjar á morgun. Traditionally a harbinger of spring, this year, the Masters ushers autumn. #themasters pic.twitter.com/riV1IO23k8— The Masters (@TheMasters) November 9, 2020
Golf Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira