Aron Einar: Við höfum spilað mjög mikið af mikilvægustu landsleikjum Íslandssögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 14:30 Aron Einar Gunnarsson býr sig undir það að leiða íslenska landsliðið inn á völlinn. Getty/Oliver Hardt Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en hreinn úrslitaleikur á móti Ungverjalandi mun ráða því hvort Ísland komist á þriðja stórmótið í röð. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur trú á því að mikil reynsla innan íslenska hópsins eigi eftir að skila miklu í leiknum í Búdapest annað kvöld. Aron Einar ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum. Henry Birgir spurði Aron Einar af því hvort að það væri þægilegra fyrir íslensku strákana að Ungverjar mættu ekki vera með áhorfendur á leiknum. „Bæði og. Ég var farinn að hlakka til að spila fyrir framan áhorfendur aftur og upplifa þann hluta. Við tókum samt eftir því á EM að stuðningsmenn þeirra eru harðir. Það eru læti í þeim og við þekkjum það bara sjálfir hvernig stemmningin á Laugardalsvellinum drífur okkur áfram. Vonandi er þetta því bara jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir voru væntanlega að hugsa út í það að þeirra áhorfendur gætu drifið þá áfram sem tólfti maður. Þetta er því vonandi bara gott fyrir okkur. Við erum líka vanir því að spila ekki fyrir framan neinn og það er vissulega gott að það heyrist vel í mönnum. Við getum þá stjórnað og verið skipulagðir,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið spilar tvo þjóðadeildarleiki eftir leikinn við Ungverja og það eru uppi heilmiklar vangaveltur um hvar þeir verða spilaðir eftir að Englendingar eru búnir að banna fólki frá Danmörku að koma inn í landið nema að það fara í tveggja vikna sóttkví. „Við getum ekki pælt í neinu öðru. Það eru vissir hlutir sem við lesum en við getum ekki verið að spá í því. Við treystum KSÍ, UEFA og öllum þeim sem eru inn í þessum hlutum að þetta sé allt gert rétt. Leikmennirnir fá bara að einblína á þennan leik. Ungverjaleikurinn er mikilvægasti leikurinn í þessum glugga og allur fókusinn hefur farið á hann. Svo tökum við bara stöðuna eftir þann leik þegar við erum búnir að tryggja okkur á EM,“ sagði Aron Einar. Svona úrslitaleikir eins og sá á móti Ungverjum er ástæða fyrir því af hverju menn spila fótbolta. Aron Einar er sammála því. „Það er tilhlökkun og maður fær fiðrildi í magann. Það er spenna og það er partur af því. Ef maður fengi það ekki þá væri maður á röngum stað. Auðvitað er skemmtilegt þegar það er mikið undir og þá er bara spurning um það hver gerir fæstu mistökin. Við þurfum að nýta okkur reynsluna úr þeim leikjum sem við höfum spilað hingað til. Við höfum spilað mjög mikið af mikilvægustu landsleikjum Íslandssögunnar. Við þurfum að nýta okkur þá reynslu og spila okkar leik,“ sagði Aron Einar „Ef við spilum okkar leik og erum samþéttir, samstilltir og stjórnum tempóinu í leiknum þá vinnum við þennan leik,“ sagði Aron Einar en það má finna viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar um reynsluna innan íslenska hópsins EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er aðeins einum leik frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu næsta sumar en hreinn úrslitaleikur á móti Ungverjalandi mun ráða því hvort Ísland komist á þriðja stórmótið í röð. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur trú á því að mikil reynsla innan íslenska hópsins eigi eftir að skila miklu í leiknum í Búdapest annað kvöld. Aron Einar ræddi við Henry Birgi Gunnarsson fyrir leikinn mikilvæga gegn Ungverjum. Henry Birgir spurði Aron Einar af því hvort að það væri þægilegra fyrir íslensku strákana að Ungverjar mættu ekki vera með áhorfendur á leiknum. „Bæði og. Ég var farinn að hlakka til að spila fyrir framan áhorfendur aftur og upplifa þann hluta. Við tókum samt eftir því á EM að stuðningsmenn þeirra eru harðir. Það eru læti í þeim og við þekkjum það bara sjálfir hvernig stemmningin á Laugardalsvellinum drífur okkur áfram. Vonandi er þetta því bara jákvætt fyrir okkur,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. „Þeir voru væntanlega að hugsa út í það að þeirra áhorfendur gætu drifið þá áfram sem tólfti maður. Þetta er því vonandi bara gott fyrir okkur. Við erum líka vanir því að spila ekki fyrir framan neinn og það er vissulega gott að það heyrist vel í mönnum. Við getum þá stjórnað og verið skipulagðir,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið spilar tvo þjóðadeildarleiki eftir leikinn við Ungverja og það eru uppi heilmiklar vangaveltur um hvar þeir verða spilaðir eftir að Englendingar eru búnir að banna fólki frá Danmörku að koma inn í landið nema að það fara í tveggja vikna sóttkví. „Við getum ekki pælt í neinu öðru. Það eru vissir hlutir sem við lesum en við getum ekki verið að spá í því. Við treystum KSÍ, UEFA og öllum þeim sem eru inn í þessum hlutum að þetta sé allt gert rétt. Leikmennirnir fá bara að einblína á þennan leik. Ungverjaleikurinn er mikilvægasti leikurinn í þessum glugga og allur fókusinn hefur farið á hann. Svo tökum við bara stöðuna eftir þann leik þegar við erum búnir að tryggja okkur á EM,“ sagði Aron Einar. Svona úrslitaleikir eins og sá á móti Ungverjum er ástæða fyrir því af hverju menn spila fótbolta. Aron Einar er sammála því. „Það er tilhlökkun og maður fær fiðrildi í magann. Það er spenna og það er partur af því. Ef maður fengi það ekki þá væri maður á röngum stað. Auðvitað er skemmtilegt þegar það er mikið undir og þá er bara spurning um það hver gerir fæstu mistökin. Við þurfum að nýta okkur reynsluna úr þeim leikjum sem við höfum spilað hingað til. Við höfum spilað mjög mikið af mikilvægustu landsleikjum Íslandssögunnar. Við þurfum að nýta okkur þá reynslu og spila okkar leik,“ sagði Aron Einar „Ef við spilum okkar leik og erum samþéttir, samstilltir og stjórnum tempóinu í leiknum þá vinnum við þennan leik,“ sagði Aron Einar en það má finna viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Aron Einar um reynsluna innan íslenska hópsins
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Sjá meira