Nóg að Ungverjar hafi þrettán menn en fresta má fram í júní Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2020 11:03 Marco Rossi stýrir Ungverjum ekki annað kvöld. Getty/Srdjan Stevanovic Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands er áfram á dagskrá annað kvöld þrátt fyrir að aðalþjálfari og einn aðstoðarþjálfara Ungverja hafi greinst með kórónuveirusmit. Mikið þarf enn að ganga á til að leikurinn fari ekki fram á morgun. Samkvæmt reglum UEFA fara leikirnir í EM-umspilinu fram svo lengi sem að hvort lið getur teflt fram 13 leikmönnum, þar af einum markmanni. Ef að sóttvarnalög koma í veg fyrir að Ungverjar geti teflt fram að minnsta kosti 13 mönnum á morgun mun Íslandi þó ekki vera úrskurðaður sigur. UEFA áskilur sér rétt til þess að fresta leiknum, jafnvel fram í júní á næsta ári ef til þess kæmi en þá væru aðeins nokkrir dagar í að EM hæfist. Annar aðstoðarþjálfari stýrir liðinu Ungverska knattspyrnusambandið greindi frá því í dag að þjálfarinn Marco Rossi væri með veiruna. Hans nánasti aðstoðarmaður, Giovanni Costantino, greindist með veiruna í síðustu viku. Aðrir í þjálfarateymi Ungverja og allir í leikmannahópnum greindust með neikvæð sýni í síðustu skimun. Rossi og Costantino eru því í einangrun og verða ekki á hliðarlínunni annað kvöld, en ekki er vitað til þess að fleiri úr ungverska hópnum hafi verið settir í sóttkví. Ungverski miðillinn Nemzeti Sport telur að aðstoðarþjálfarinn Cosimo Inguscio stýri Ungverjum á morgun. Hann hefur stýrt liðinu í tveimur leikjum sem báðir unnust. Það var í 2-0 sigri gegn Eistlandi í nóvember 2018 og í 1-0 sigri á Wales í júní í fyrra. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna. 6. nóvember 2020 16:01 Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM. 11. nóvember 2020 10:19 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Úrslitaleikur Ungverjalands og Íslands er áfram á dagskrá annað kvöld þrátt fyrir að aðalþjálfari og einn aðstoðarþjálfara Ungverja hafi greinst með kórónuveirusmit. Mikið þarf enn að ganga á til að leikurinn fari ekki fram á morgun. Samkvæmt reglum UEFA fara leikirnir í EM-umspilinu fram svo lengi sem að hvort lið getur teflt fram 13 leikmönnum, þar af einum markmanni. Ef að sóttvarnalög koma í veg fyrir að Ungverjar geti teflt fram að minnsta kosti 13 mönnum á morgun mun Íslandi þó ekki vera úrskurðaður sigur. UEFA áskilur sér rétt til þess að fresta leiknum, jafnvel fram í júní á næsta ári ef til þess kæmi en þá væru aðeins nokkrir dagar í að EM hæfist. Annar aðstoðarþjálfari stýrir liðinu Ungverska knattspyrnusambandið greindi frá því í dag að þjálfarinn Marco Rossi væri með veiruna. Hans nánasti aðstoðarmaður, Giovanni Costantino, greindist með veiruna í síðustu viku. Aðrir í þjálfarateymi Ungverja og allir í leikmannahópnum greindust með neikvæð sýni í síðustu skimun. Rossi og Costantino eru því í einangrun og verða ekki á hliðarlínunni annað kvöld, en ekki er vitað til þess að fleiri úr ungverska hópnum hafi verið settir í sóttkví. Ungverski miðillinn Nemzeti Sport telur að aðstoðarþjálfarinn Cosimo Inguscio stýri Ungverjum á morgun. Hann hefur stýrt liðinu í tveimur leikjum sem báðir unnust. Það var í 2-0 sigri gegn Eistlandi í nóvember 2018 og í 1-0 sigri á Wales í júní í fyrra. Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
Leikur Ungverjalands og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 19.45 en upphitun hefst klukkan 18.45. Áskrift er hægt að kaupa hér en einnig verður í boði að kaupa stakan viðburð á myndlyklum Vodafone og Símans á kr. 990, sem og í vefsjónvarpi Stöðvar 2.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna. 6. nóvember 2020 16:01 Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM. 11. nóvember 2020 10:19 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Aðstoðarþjálfari Ungverja smitaður Ísland og Ungverjaland mætast í Búdapest næsta fimmtudag í úrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta. Meðlimur í starfsliði Rúmena hefur nú greinst með kórónuveiruna. 6. nóvember 2020 16:01
Þjálfari Ungverja með kórónuveiruna og má ekki þjálfa á móti Íslandi Ungverjar urðu fyrir áfalli daginn fyrir leikinn mikilvæga á móti Íslandi í umspili um sæti á EM. 11. nóvember 2020 10:19