Gæðum fórnað ef ófaglærðir ganga í störfin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 11:49 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mynd/Daníel Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist hissa á nýrri skýrslu OECD og telur ummæli um afnám löggildingar í tilteknum starfsgreinum óskiljanleg. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins bendir á að Íslendingar hafi gengið lengra en önnur Evrópulönd í þessum efnum og að til séu aðrar leiðir. Í skýrslu OECD um samkeppnishindranir í bygginariðnaði og ferðaþjónustu er lagt til að Íslendingar fækki lögvernduðum starfsgreinum, sem eru rúmlega 170 talsins, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum iðnaðarins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir sláandi að Íslendingar hafi gengið lengst Evrópuþjóða í lögverndun, líkt og fram kemur í skýrslunni. Hann segir fleiri leiðir að markmiðum um gæði í byggingariðnaði til dæmis. „Það er hægt að setja kannski skýrar efnisreglur sem tryggja þessa hagsmuni en gera fleirum kleift að starfa á þessu sviði án þess að draga úr öryggi eða gæði bygginga,“ segir Páll. Sigrður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ósammála þessu. „Við erum bara svolítið hissa á þessum sjónarmiðum í skýrslunni og skiljum þau ekki alveg. Vegna þess að það sem mestu skiptir eru almannahagsmuni sem lúta að gæðum og fagmennsku.“ Hann segir neytendur eiga að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Aðsókn í iðnnám hafi aukist og að þar með fjölgi þeim sem starfa á sviðinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála og iðnaðarráðherra sagði í gær að fara þurfi yfir regluverkið og skoða hvort málefnalegar ástæður séu fyrir löggildingu. Sigurður segir skoðun á einherjum þáttum kannski tímabæra. „En mér finnst ekki rétt að smætta þetta mál niður í hattasaum eða söðlasmíði. Þetta er miklu stærra og brýnna mál og mikilvægara heldur en svo.“ OECD leggur til að löggilding bakara og ljósmyndara verði afnumin og að dregið verði úr reglubyrði fyrir smiði, rafvirkja, pípara, hönnuði, fasteignasala, arkitekta og verkfræðinga. „Þegar við erum að horfa á byggingariðnaðinn sé ég ekki og við hjá Samtökum iðnaðarins málefnaleg rök fyrir að afnema lögverndun þar. Ég sé ekki alveg hvernig við værum bættari með að láta ófaglært fólk vinna störf sem fagmenntað fólk gerir í dag, án þess að það bitni á gæðum eða þjónustu,“ segir Sigurður. Vinnumarkaður Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segist hissa á nýrri skýrslu OECD og telur ummæli um afnám löggildingar í tilteknum starfsgreinum óskiljanleg. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins bendir á að Íslendingar hafi gengið lengra en önnur Evrópulönd í þessum efnum og að til séu aðrar leiðir. Í skýrslu OECD um samkeppnishindranir í bygginariðnaði og ferðaþjónustu er lagt til að Íslendingar fækki lögvernduðum starfsgreinum, sem eru rúmlega 170 talsins, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum iðnaðarins. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir sláandi að Íslendingar hafi gengið lengst Evrópuþjóða í lögverndun, líkt og fram kemur í skýrslunni. Hann segir fleiri leiðir að markmiðum um gæði í byggingariðnaði til dæmis. „Það er hægt að setja kannski skýrar efnisreglur sem tryggja þessa hagsmuni en gera fleirum kleift að starfa á þessu sviði án þess að draga úr öryggi eða gæði bygginga,“ segir Páll. Sigrður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, er ósammála þessu. „Við erum bara svolítið hissa á þessum sjónarmiðum í skýrslunni og skiljum þau ekki alveg. Vegna þess að það sem mestu skiptir eru almannahagsmuni sem lúta að gæðum og fagmennsku.“ Hann segir neytendur eiga að geta gengið að því vísu að að þjónusta uppfylli gæðakröfur. Aðsókn í iðnnám hafi aukist og að þar með fjölgi þeim sem starfa á sviðinu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála og iðnaðarráðherra sagði í gær að fara þurfi yfir regluverkið og skoða hvort málefnalegar ástæður séu fyrir löggildingu. Sigurður segir skoðun á einherjum þáttum kannski tímabæra. „En mér finnst ekki rétt að smætta þetta mál niður í hattasaum eða söðlasmíði. Þetta er miklu stærra og brýnna mál og mikilvægara heldur en svo.“ OECD leggur til að löggilding bakara og ljósmyndara verði afnumin og að dregið verði úr reglubyrði fyrir smiði, rafvirkja, pípara, hönnuði, fasteignasala, arkitekta og verkfræðinga. „Þegar við erum að horfa á byggingariðnaðinn sé ég ekki og við hjá Samtökum iðnaðarins málefnaleg rök fyrir að afnema lögverndun þar. Ég sé ekki alveg hvernig við værum bættari með að láta ófaglært fólk vinna störf sem fagmenntað fólk gerir í dag, án þess að það bitni á gæðum eða þjónustu,“ segir Sigurður.
Vinnumarkaður Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Sjá meira