Innlent

Vegagerðin samdi við Norlandair og Erni um flugleiðir

Kjartan Kjartansson skrifar
Ernir ehf. mun sinna flugi til Hafnar í Hornafirði samkvæmt samningnum.
Ernir ehf. mun sinna flugi til Hafnar í Hornafirði samkvæmt samningnum. Vísir/Vilhelm

Flugfélögin Ernir og Norlandair munu sinna áætlunarflugi til Gjögurs, Bíldudals og Hafnar í Hornafirði samkvæmt samningi við Vegagerðina. Útboð á flugleiðunum var kært í tvígang.

Áætlunarflugið hefst samkvæmt samningnum 16. nóvember, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Samið var við Norlandair ehf. um flugferðir á milli Reykjavíkur og Gjögurs annars vegar og Reykjavíkur og Bíldudals hins vegar. Samið var við Erni ehf. um ferðir á milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði.

Útboð á sérleyfum fyrir flugleiðirnar var auglýst í apríl og tilboð opnuð í júní. Það var kært til kærunefndar útboðsmála. Eftir að kærunefndin aflétti stöðvunarkröfu tók Vegagerðin nýja ákvörðun um val tilboða 14. október. Enn var kært og gekk Vegagerðin síðan til samninga við lægstbjóðendur eftir að kærunefndin aflétti aftur stöðvun 30. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×