Heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna undir gífurlegu álagi Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 09:10 Heilbrigðisstarfsmenn í Kaliforníu flytja lík manneskju sem dó vegna Covid-19. AP/Jae C. Hong Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir. Ástandið þykir mjög alvarlegt víða. Í Texas hafa rúmlega milljón manns greinst smitaðir og Kalifornía nálgast þann fjölda einnig. 1.408 dóu í gær. Í ríkjum eins og Tennessee, Alabama og Minnesota hefur fjöldi látinna aldrei verioð hærri. AP fréttaveitan segir að smituðum fari fjölgandi í 49 ríkjum Bandaríkjanna og dauðsföllum fjölgi í 39. Í heildina hafa tæplega 10,5 milljónir manna smitast og 242 þúsund dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Álag á sjúkrahúsum hefur víða verið að aukast til muna og hafa sóttvarnaraðgerðir verið hertar í borgum eins og New York, Philadelphia, San Diego og víðar. Í New York hefur samkomutakmörkunum verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Í Ohio hefur einnig verið gripið til samkomutakmarkana og hefur ríkisstjórinn MIke DeWine einnig sett á grímuskyldu og heitið því að tryggja að henni verði framfylgt. Heilbrigðiskerfi Ohio er að hruni komið og DeWine segir að ekki megi gefast upp fyrir sjúkdómnum. Svipaða sögu er að segja frá Iowa þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð að undanförnu. Í frétt Washington Post segir talsmaður sambands sjúkrahúsa í Missouri að heilbrigðisstarfsfólk þurfi mögulega að fara að neita fólki læknaþjónustu. Enn séu til næg rúm til að leggja fólk inn en ekki sé starfsfólk til að annast þau. Alls voru rúmlega 64 þúsund lagðir inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum í gær og þar af voru nærri því þrjú þúsund settir í öndunarvél. Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Illinois sendi nýverið opið bréf til ríkisstjórans J.B. Pritzker og Lori Lightfoot, borgarstjóra Chicago, þar sem hópurinn varaði við því að öll gjörgæslurúm ríkisins muni fyllast á næstu vikum. Svipaðar sögur berast víða. Læknar í Oklahoma segir að þar sé heilbrigðiskerfið að springja vegna álags. Læknasamtök Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að fólk beri andlitsgrímur, stundi félagsforðun og þvoi hendur sínar reglulega. Einhverjir læknar sem ræddu við Washington Post segjast sérstaklega óttast það að veiran nái aftur til dvalarheimila Bandaríkjanna, eins og gerðist í vor. Það gæti valdið fjölmörgum dauðsföllum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. 11. nóvember 2020 21:27 Metfjöldi innlagna vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. 11. nóvember 2020 09:05 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Alls 145 þúsund manns greindust smitaðir af Covid-19 í Bandaríkjunum í gær. Sú tala hefur aldrei verið hærri en fyrir viku síðan greindust 104 þúsund smitaðir. Ástandið þykir mjög alvarlegt víða. Í Texas hafa rúmlega milljón manns greinst smitaðir og Kalifornía nálgast þann fjölda einnig. 1.408 dóu í gær. Í ríkjum eins og Tennessee, Alabama og Minnesota hefur fjöldi látinna aldrei verioð hærri. AP fréttaveitan segir að smituðum fari fjölgandi í 49 ríkjum Bandaríkjanna og dauðsföllum fjölgi í 39. Í heildina hafa tæplega 10,5 milljónir manna smitast og 242 þúsund dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Álag á sjúkrahúsum hefur víða verið að aukast til muna og hafa sóttvarnaraðgerðir verið hertar í borgum eins og New York, Philadelphia, San Diego og víðar. Í New York hefur samkomutakmörkunum verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Í Ohio hefur einnig verið gripið til samkomutakmarkana og hefur ríkisstjórinn MIke DeWine einnig sett á grímuskyldu og heitið því að tryggja að henni verði framfylgt. Heilbrigðiskerfi Ohio er að hruni komið og DeWine segir að ekki megi gefast upp fyrir sjúkdómnum. Svipaða sögu er að segja frá Iowa þar sem útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð að undanförnu. Í frétt Washington Post segir talsmaður sambands sjúkrahúsa í Missouri að heilbrigðisstarfsfólk þurfi mögulega að fara að neita fólki læknaþjónustu. Enn séu til næg rúm til að leggja fólk inn en ekki sé starfsfólk til að annast þau. Alls voru rúmlega 64 þúsund lagðir inn á sjúkrahús í Bandaríkjunum í gær og þar af voru nærri því þrjú þúsund settir í öndunarvél. Hópur heilbrigðisstarfsmanna í Illinois sendi nýverið opið bréf til ríkisstjórans J.B. Pritzker og Lori Lightfoot, borgarstjóra Chicago, þar sem hópurinn varaði við því að öll gjörgæslurúm ríkisins muni fyllast á næstu vikum. Svipaðar sögur berast víða. Læknar í Oklahoma segir að þar sé heilbrigðiskerfið að springja vegna álags. Læknasamtök Bandaríkjanna hafa kallað eftir því að fólk beri andlitsgrímur, stundi félagsforðun og þvoi hendur sínar reglulega. Einhverjir læknar sem ræddu við Washington Post segjast sérstaklega óttast það að veiran nái aftur til dvalarheimila Bandaríkjanna, eins og gerðist í vor. Það gæti valdið fjölmörgum dauðsföllum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. 11. nóvember 2020 21:27 Metfjöldi innlagna vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. 11. nóvember 2020 09:05 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Fleiri en 50.000 nú látnir í Bretlandi Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi fór yfir 50.000 manns í dag. Bretland varð þannig fyrsta Evrópulandið sem nær þeim neikvæða áfanga. Hundruð manns deyja nú af völdum veirunnar þar á degi hverjum. 11. nóvember 2020 21:27
Metfjöldi innlagna vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Spítalainnlagnir af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum náðu hæstu hæðum í gær og fjöldi nýsmitaðra á fyrstu tíu dögum nóvembermánaðar var rúm ein milljón manna. Faraldurinn þar í landi sýnir því engin merki þess að vera í rénun, að því er fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. 11. nóvember 2020 09:05