Óþreyjufullur eftir framþróun í geðheilbrigðismálum eftir þrotlausa vinnu frá átján ára aldri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 15:05 Sveinn Rúnar Hauksson. Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og stjórnarmaður í Geðhjálp til fjölda ára er orðinn óþreyjufullur eftir áratugastörf í þágu geðheilbrigðismála. Hann vill sjá nýja nálgun í málaflokknum og að honum sé forgangsraðað, helst ekki seinna en strax. Fulltrúar Geðhjálpar afhentu heilbrigðisráðherra undirskriftalista í hádeginu. Þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir kröfuna um að geðheilbrigðismálin verði sett í forgang. Auk undirskriftalistans fylgdi plagg þar sem útlistaðar eru níu aðgerðir til að ná því markmiði. Efst á blaði er heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þá er kallað eftir því að hafist verði handa við að niðurgreiða sálfræðiþjónustu, líkt og Alþingi hefur samþykkt að gera, svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum óumræðilega þakklát fyrir þennan stuðning sem við höfum fengið. Þessi samstaða á eftir að skila sínu þannig að geðheilsan og geðheilbrigðisþjónustan verði ekki út undan eins og verið hefur í raun því ef litið er til þess hversu lítill hluti fjárlaga fer til geðheilbrigðisþjónustunnar miðað við hversu stór vandinn er þá er það alveg klárt að geðheilbrigðisþjónustan hefur verið út undan.“ Stofnuðu sjálfboðaliðasamtök til að rjúfa einangrun Sveinn Rúnar hefur látið sig geðheilbrigðismál varða frá átján ára aldri og hefur því góða yfirsýn yfir þá þróun sem orðið hefur í málaflokknum. Hann var til dæmis hluti af sjálfboðaliðasamtökunum Tenglum sem áttu talsverðan þátt í að vekja umræður um stöðu geðsjúkra í byrjun áttunda áratugarins. Sjálfboðaliðarnir unnu meðal annars á vistheimilinu Arnarholti þar sem markmiðið var að rjúfa félagslega einangrun fólks sem þar dvaldi. Í fyrradag steig starfsfólk heimilisins fram á RÚV með óhugnanlegar lýsingar á aðstæðum vistmanna. Tenglar skrifuðu skýrslu um aðstæður fólksins á Arnarholti sem síðar átti eftir að rata í hendur forstöðumannsins sem bannaði sjálboðaliðunum í kjölfarið að stíga fæti inn á vistheimilið. „Þetta [Arnarholtsmál] er ansi alvarleg áminning um það hvernig málin hafa víða verið.“ „Ég verð að viðurkenna að það er svolítil óþreyja í mér og í okkur varðandi þróun mála. Það er alveg rétt hjá þér að ég get litið langt aftur, reyndar til febrúar 1966 ég var aðeins 18 ára gamall og ég, ásamt Pétri Guðjóns, heimsóttum þáverandi prófessor og yfirlækni á Kleppsspítalanum Tómas Helgason og stungum upp á sjálfboðastarfi til að rjúfa félagslega einangrun. Við höfðum miklar hugmyndir um að beita okkur fyrir úrbótum á sviði geðheilbrigðisþjónustunnar. Óhemjumargt jákvætt hefur gerst og ekki síst á því sviði sem við beittum okkur þá fyrir og kölluðum „það er verk að vinna“. Það þurfti að byggja geðdeildir og mennta starfsfólk.“ Önnur svið hafi setið á hakanum. „Það eru mannréttindin. Það eru þessi forna afstaða til þeirra sem eiga við geðrænar áskoranir að stríða sem lýsir sér í því að telja að þeir eigi ekki rétt á sömu meðferð og aðrir. Það fylgir þessu einhver skömm og fordómar sem byggir fyrst og fremst á vanþekkingu. Þess vegna hefur Geðhjálp lagt ríka áherslu á að bæði efla fræðslu á öllum sviðum um leið og málin eru skoðuð; hvernig þessi þjónusta hafi í raun verið í gegnum árin. Það þarf að gera úttekt á geðheilbrigðisþjónustunni.“ Löng og svört saga geðheilbrigðismála á Íslandi Saga geðheilbrigðismála á Íslandi sé bæði svört og ljót hafi einkennst af mikilli fáfræði og fordómum, einkum framan af. „Ég finn alveg fyrir því að hlutir hafa breyst til batnaðar en við erum enn þá eftir á. Það er ekki nógu miklu fé varið til þessara mála. Það þarf að breyta hugarfarinu; fræða fólk og vinna á þessum fordómum og minna á að þessir sjúkdómar eru læknanlegir og að nauðung og þvinganir eru ekki leiðin til bata. Það verður að finna aðrar leiðir en þær sem hafa verið ráðandi; að einangra fólk og loka það inni, ég tala nú ekki um að beita það þvingaða lyfjagjöf. Þetta eru hlutir sem við viljum ekki sjá lengur og áttu aldrei rétt á sér. Eftir að Ísland varð aðili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fatlanir þá er þetta orðin hrein lögleysa. Við þurfum að breyta lögræðislögunum og fjarlægja greinar sem heima geðlæknum valdbeitingu gagnvart sjúklingi. Hún á ekki við í dag og hún skilar heldur ekki árangri.“ Það er greinilega að það er mikið verk að vinna, en hvað er brýnast? „Það er okkur mikilvægt, á þessum tímamótum, að leggja áherslu á að skoða hlutina upp á nýtt. Við þurfum nýja nálgun, við þurfum að fá nýtt húsnæði, við þurfum að efla fræðslu starfsfólks á þessu sviði en fyrst og fremst þurfum við að hafa í huga að hver og einn einasti maður sem þarf aðstoð og sem leitar hjálpar vegna geðrænna áskorana, að honum sé tekið eins og hverjum öðrum og að hann njóti ævinlega sinna réttinda og að honum sé fyrst og fremst sýnd virðing“. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þá er einnig hægt að leita til Píeta-samtakanna allan sólarhringinn í síma 552-2218 Geðheilbrigði Vistheimili Tengdar fréttir „Færum geðið inn í ljósið“ Geðhjálp, í samstarfi við Píetasamtökin, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni www.39.is. Skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir brýnt að færa geðið inn í ljósið og setja geðrækt í fyrsta sætið. 15. október 2020 11:39 Jafn miklum krafti verði eytt í geðheilbrigðismál og að berjast við veiruna Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar leggur til að jafn miklum krafti verði eytt í að rannsaka orsakaþætti geðheilbrigðis og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar eins og að berjast við veiruna. 29. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og stjórnarmaður í Geðhjálp til fjölda ára er orðinn óþreyjufullur eftir áratugastörf í þágu geðheilbrigðismála. Hann vill sjá nýja nálgun í málaflokknum og að honum sé forgangsraðað, helst ekki seinna en strax. Fulltrúar Geðhjálpar afhentu heilbrigðisráðherra undirskriftalista í hádeginu. Þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir kröfuna um að geðheilbrigðismálin verði sett í forgang. Auk undirskriftalistans fylgdi plagg þar sem útlistaðar eru níu aðgerðir til að ná því markmiði. Efst á blaði er heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þá er kallað eftir því að hafist verði handa við að niðurgreiða sálfræðiþjónustu, líkt og Alþingi hefur samþykkt að gera, svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum óumræðilega þakklát fyrir þennan stuðning sem við höfum fengið. Þessi samstaða á eftir að skila sínu þannig að geðheilsan og geðheilbrigðisþjónustan verði ekki út undan eins og verið hefur í raun því ef litið er til þess hversu lítill hluti fjárlaga fer til geðheilbrigðisþjónustunnar miðað við hversu stór vandinn er þá er það alveg klárt að geðheilbrigðisþjónustan hefur verið út undan.“ Stofnuðu sjálfboðaliðasamtök til að rjúfa einangrun Sveinn Rúnar hefur látið sig geðheilbrigðismál varða frá átján ára aldri og hefur því góða yfirsýn yfir þá þróun sem orðið hefur í málaflokknum. Hann var til dæmis hluti af sjálfboðaliðasamtökunum Tenglum sem áttu talsverðan þátt í að vekja umræður um stöðu geðsjúkra í byrjun áttunda áratugarins. Sjálfboðaliðarnir unnu meðal annars á vistheimilinu Arnarholti þar sem markmiðið var að rjúfa félagslega einangrun fólks sem þar dvaldi. Í fyrradag steig starfsfólk heimilisins fram á RÚV með óhugnanlegar lýsingar á aðstæðum vistmanna. Tenglar skrifuðu skýrslu um aðstæður fólksins á Arnarholti sem síðar átti eftir að rata í hendur forstöðumannsins sem bannaði sjálboðaliðunum í kjölfarið að stíga fæti inn á vistheimilið. „Þetta [Arnarholtsmál] er ansi alvarleg áminning um það hvernig málin hafa víða verið.“ „Ég verð að viðurkenna að það er svolítil óþreyja í mér og í okkur varðandi þróun mála. Það er alveg rétt hjá þér að ég get litið langt aftur, reyndar til febrúar 1966 ég var aðeins 18 ára gamall og ég, ásamt Pétri Guðjóns, heimsóttum þáverandi prófessor og yfirlækni á Kleppsspítalanum Tómas Helgason og stungum upp á sjálfboðastarfi til að rjúfa félagslega einangrun. Við höfðum miklar hugmyndir um að beita okkur fyrir úrbótum á sviði geðheilbrigðisþjónustunnar. Óhemjumargt jákvætt hefur gerst og ekki síst á því sviði sem við beittum okkur þá fyrir og kölluðum „það er verk að vinna“. Það þurfti að byggja geðdeildir og mennta starfsfólk.“ Önnur svið hafi setið á hakanum. „Það eru mannréttindin. Það eru þessi forna afstaða til þeirra sem eiga við geðrænar áskoranir að stríða sem lýsir sér í því að telja að þeir eigi ekki rétt á sömu meðferð og aðrir. Það fylgir þessu einhver skömm og fordómar sem byggir fyrst og fremst á vanþekkingu. Þess vegna hefur Geðhjálp lagt ríka áherslu á að bæði efla fræðslu á öllum sviðum um leið og málin eru skoðuð; hvernig þessi þjónusta hafi í raun verið í gegnum árin. Það þarf að gera úttekt á geðheilbrigðisþjónustunni.“ Löng og svört saga geðheilbrigðismála á Íslandi Saga geðheilbrigðismála á Íslandi sé bæði svört og ljót hafi einkennst af mikilli fáfræði og fordómum, einkum framan af. „Ég finn alveg fyrir því að hlutir hafa breyst til batnaðar en við erum enn þá eftir á. Það er ekki nógu miklu fé varið til þessara mála. Það þarf að breyta hugarfarinu; fræða fólk og vinna á þessum fordómum og minna á að þessir sjúkdómar eru læknanlegir og að nauðung og þvinganir eru ekki leiðin til bata. Það verður að finna aðrar leiðir en þær sem hafa verið ráðandi; að einangra fólk og loka það inni, ég tala nú ekki um að beita það þvingaða lyfjagjöf. Þetta eru hlutir sem við viljum ekki sjá lengur og áttu aldrei rétt á sér. Eftir að Ísland varð aðili að sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fólks með fatlanir þá er þetta orðin hrein lögleysa. Við þurfum að breyta lögræðislögunum og fjarlægja greinar sem heima geðlæknum valdbeitingu gagnvart sjúklingi. Hún á ekki við í dag og hún skilar heldur ekki árangri.“ Það er greinilega að það er mikið verk að vinna, en hvað er brýnast? „Það er okkur mikilvægt, á þessum tímamótum, að leggja áherslu á að skoða hlutina upp á nýtt. Við þurfum nýja nálgun, við þurfum að fá nýtt húsnæði, við þurfum að efla fræðslu starfsfólks á þessu sviði en fyrst og fremst þurfum við að hafa í huga að hver og einn einasti maður sem þarf aðstoð og sem leitar hjálpar vegna geðrænna áskorana, að honum sé tekið eins og hverjum öðrum og að hann njóti ævinlega sinna réttinda og að honum sé fyrst og fremst sýnd virðing“. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þá er einnig hægt að leita til Píeta-samtakanna allan sólarhringinn í síma 552-2218
Geðheilbrigði Vistheimili Tengdar fréttir „Færum geðið inn í ljósið“ Geðhjálp, í samstarfi við Píetasamtökin, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni www.39.is. Skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir brýnt að færa geðið inn í ljósið og setja geðrækt í fyrsta sætið. 15. október 2020 11:39 Jafn miklum krafti verði eytt í geðheilbrigðismál og að berjast við veiruna Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar leggur til að jafn miklum krafti verði eytt í að rannsaka orsakaþætti geðheilbrigðis og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar eins og að berjast við veiruna. 29. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
„Færum geðið inn í ljósið“ Geðhjálp, í samstarfi við Píetasamtökin, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni www.39.is. Skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir brýnt að færa geðið inn í ljósið og setja geðrækt í fyrsta sætið. 15. október 2020 11:39
Jafn miklum krafti verði eytt í geðheilbrigðismál og að berjast við veiruna Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar leggur til að jafn miklum krafti verði eytt í að rannsaka orsakaþætti geðheilbrigðis og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar eins og að berjast við veiruna. 29. ágúst 2020 14:30