Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2020 16:33 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu Vísir/Vilhelm Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, sem hefur kynnt sér þær leiðbeiningar sem alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur gefið út um forgangslista yfir þá sem fyrst fá bóluefni við kórónuveirunni, verði það af skornum skammti. Viðtal við Ingileifu má sjá hér: Bjartsýni vex þó í brjósti Ingileifar dag frá degi um að öruggt bóluefni rati á markað innan tíðar. Bandaríska fyrirtækið Pfizer kynnti í vikunni niðurstöður sem sýna að bóluefni fyrirtækisins varði um 90 prósent sjálfboðaliða gegn kórónuveirunni. Pfizer þróar svokallað RNA bóluefni en það gerir bandaríska fyrirtækið Moderna einnig í samstarfi við bandarísku heilbrigðisstofnunina. Anthony Fauci, sem leiðir sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, sagði í gær að hann eigi von á jafn góðum niðurstöðum frá Moderna. Þá hefur fyrirtækið AstraZenica, sem framleiðir sitt bóluefni við kórónuveirunni í samstarfi við Oxford-háskólann, þegar sótt um neyðarleyfi fyrir sitt bóluefni, sem gefur til kynna að fyrirtækið hafi nógu mikil gögn um virkni bóluefnisins. AstraZenica hefur boðað að fyrirtækið muni kynna sínar niðurstöður á næstu vikum. Allir þessir bóluefnaframleiðendur hafa gert samninga við Evrópusambandið sem tryggir Íslandi aðgengi að bóluefnum þeirra. Vísir greindi frá leiðbeiningum WHO í gær sem eru ítarlegar. Þar er forgangshópum skipt upp í þrjú stig, eftir því hversu mikið bóluefni verður til ráðstöfunar. Listann má sjá í heild hér. Heilbrigðisstarfsmenn, sem eru í mikilli hættu á að sýkjast og að smita aðra í sínu starfi, og fólk sem er í áhættuhópi vegna aldurs, er í fyrsta forgangshópnum. Er þá miðað við að ef bóluefni er aðeins tiltækt fyrir 1 til 10 prósent af þjóðinni. Í öðrum forgangshópi eru eldri einstaklingar sem ekki falla í fyrri hópinn. Einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma, sem eru í mikilli áhættu vegna Covid, eru í öðrum forgangshópi. Áhættuþættir eru hjarta- og æðasjúkdómar, lungnasjúkdómar, offita og sykursýki. Þar má einnig finna kennara í leik- og grunnskóla sem kenna ungum börnum sem geta ekki verið í fjarkennslu. Ófrískar konur teknar út fyrir sviga Í þriðja forgangshóp falla ófríska konur, en alþjóðaheilbrigðismálastofnunin setur þó ófrískar konur í ákveðinn sviga því mikil óvissa er um hvort hægt verði að bólusetja þær. Ingileif segir ástæðuna vera þá að ekkert af þeim bóluefnum sem nú eru í prófunum hefur verið prófað á ófrískum konum. Bóluefni við kórónuveirunni hefur ekki verið prófað á barnshafandi konum. „Það þarf að meta vel árangur bólusetninga með tilliti til þessa að koma í veg fyrir sjúkdóm, en það þarf líka að meta hvort það sé verið að setja móður og fóstur í hættu. Ófrískar konur eru ekki bólusettar nema menn hafi upplýsingar um öryggið sérstaklega hjá þeim hópi,“ segir Ingileif. Skoði hvort einhverjar hafi óafvitandi verið ófrískar Hún segir ráðgjafanefndina sem vann skýrsluna fyrir alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hafa hvatt lyfjaframleiðendur til að skoða alla þá tugþúsundir sem hafa fengið bóluefni við kórónuveirunni í prófunum til að sjá hvort þar kunni að vera konur sem voru ófrískar án þess að vita af því eða urðu ófrískar án þess að hafa ætlað sér það á meðan prófunum stóð. „Þannig væri hægt að fá vísbendingu um hvort það séu vandamál þar,“ segir Ingileif. Hún segir þó mikla hvatningu til að skoða sérstaklega virkni bóluefnis við kórónuveirunni á ófrískar konur. „Ekki síst vegna þess að það hafa komið fram nýlega vísbendingar um að þær fari verr út úr veikindum en konur sem eru ekki ófrískar á sama aldri. Það eru ekki sterkar vísbendingar en þær hafa komið fram. Ófrískar konur hafa einnig verið í meiri áhættu en gengur og gerist í sumum öðrum smitsjúkdómum.“ Hún segir að það reynist oft erfitt að prófa bóluefni á ófrískum konum. Meta þurfi hvort hættan af því að fá kórónuveiruna sé meiri en hugsanlegar aukaverkanir af bóluefninu á móður og fóstur. „Það hefur ekki verið sýnt fram á það en það er hvatt til að það sé skoðað sérstaklega.“ Börn hafi farið illa út úr faraldrinum félagslega Þá verða börn ekki bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Ástæðan er sú að bóluefnið hefur ekki verið prófað á börnum. Ingileif segir þó að það sé huggun að vita af því að börn teljist ekki til áhættuhóps, þau sýkjast síður af veirunni og veikjast síður illa. Hins vegar séu börn að fara illa út úr faraldrinum því þau geta ekki mætt til skóla. Þess vegna eru kennarar í leik- og grunnskólum, sem kenna ungum börnum, í forgangshópi 2. Það að skólahald hefur raskast hefur ekki bara áhrif á börn námslega séð, heldur einnig félagslega. Þess vegna eru kennarar sem annast yngri börn í öðrum forgangshópi WHO. Vísir/Vilhelm „Börnin eru ekki bara að fara illa út úr því námslega að komast ekki í skóla, heldur einnig félagslega. Skólar eru ekki bara menntastofnun heldur tryggja þeir einnig félagslegt öryggi barna. Við höfum séð fregnir af því að heimilisofbeldi hefur aukist, ekki bara hér á landi heldur víða. Börn sem voru í erfiðri stöðu fyrir faraldurinn fara kannski verst út úr honum. Þess vegna er lagt upp með að bólusetja kennara sem annast yngri börn því fjarfundakennsla og félagsleg- og fjarlægðaraðgreining er mjög erfið, og mikilvægt að halda skólum opnum.“ Bóluefnin prófuð á eldri einstaklingum Það sem getur reynst erfiðast við þróun bóluefna er að ná upp mótefnasvari hjá eldra fólki. Ingileif segir þó að þúsundir eldri einstaklingar hafi tekið þá í þessum stóru rannsóknum við þróun á bóluefni gegn kórónuveirunni. Sum bóluefnanna eru einnig hönnuð sérstaklega til að auka ónæmissvar hjá eldra fólki og jafnvel ónæmisglæðir gefinn með prótínbóluefnum sem getur bætt ónæmissvar hjá eldra fólki. Meta hvaða áhættuþættir njóti forgangs umfram aðra Forgangslisti alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er ráðgefandi og hverri þjóð í sjálfsvald sett hvort hún muni fara eftir honum. Ingileif bendir á að forgangsröðunin geti orðið mismunandi eftir þjóðum. Til að mynda sé staðan ekki eins hjá öllum þjóðum. Listinn gæti reynst öðruvísi hjá þjóðum þar sem aldur er hár en hjá þjóðum þar sem aldurinn er ekki eins hár. Hvaða áhættuþættir munu njóta forgangs umfram aðra gæti orðið mismunandi milli landa. Vísir/Vilhelm Ráðgjafarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofunnarinnar telur að meta þurfi einnig hvaða áhættuþættir vegna kórónuveirunnar eigi að njóta forgangs umfram aðra, meðan bóluefni er takmarkað. Til að mynda hvort sé meiri áhætta af hjarta- og æðasjúkdómum eða lungnasjúkdómum, eða hvort þeir sem hafi fleiri en einn undirliggjandi sjúkdóm eða áhættuþátt eigi að njóta meiri forgangs. Ingileif segir leiðbeiningar WHO virkilega vandaðar og að það eigi eftir að vinna frekar í þeim. Ekki bóluefnaskylda á Íslandi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt að henni finnist ólíklegt að sett verði á bólusetningaskylda vegna kórónuveirunnar. Það hafi ekki tíðkast hér á landi að setja slíka skyldu á. Ingileif segir stjórnvöld hins vegar gefa út ráðleggingar og Íslendingar hafi í gegnum tíðina verið duglegir að fylgja þeim. Sóttvarnalæknir hefur sagt að gert sé ráð fyrir að fá bóluefni fyrir 78 – 80 prósent þjóðarinnar þegar upp er staðið. Ingileif segir það gert til að ná fram hjarðónæmi til að vernda þá sem ekki geta fengið bólusetningar, til að mynda þeir sem eru ónæmisbældir. Ekki standi til að skilja 20 til 30 prósent þjóðarinnar út undan, heldur þurfi oftast að bólusetja um 80 til 90 prósent þjóðar, eftir því um hvaða smitsjúkdóm er að ræða, til að ná fram hjarðónæmi. Dugir fyrir fyrstu forgangshópa Ingileif segist mjög bjartsýn eftir fregnir síðustu daga. Pfizer bóluefnið sé afar lofandi og von á fréttum frá Moderna og AstraZenica. „Við getum verið mjög bjartsýn,“ segir Ingileif. Evrópusambandið hefur samið við Pfizer um 200 milljónir skammta og með möguleika á 100 skömmtum til viðbótar. Ingileif er afar bjartsýn fyrir framhaldið vegna þess hve vel bóluefnaþróunin gengur. Vísir/Vilhelm „Í Evrópu eru um 750 milljónir og þá erum við að tala um að þessir 200 milljón skammtar duga fyrir meira en fyrsta forgangshópinn. Ef við tökum þá sem búa bara í Evrópusambandinu og eru á Evrópska efnahagssvæðinu þá eru ekki það ekki nema 450 milljónir. Þannig að þá erum við að tala um nægjanlegt bóluefni fyrir allt að 30 prósent íbúa Evrópulandanna. Það dugir alveg fyrir fyrsta forgangshópinn og langt inn í annan forgangshópinn, og kannski hann allan. Það er að segja bara bóluefnið frá Pfizer. Svo vitum við að fleiri eru á leiðinni“ Hún bendir á að Ísland sé í Covax bóluefnabandalaginu sem á að tryggja rúmlega 100 löndum bóluefni fyrir um 20 prósent þjóðar sinnar. Mikilvægt er að undanskilja enga þjóð því það auki einungis líkur á að faraldurinn blossi upp á ný. „Og það á eftir að dreifa bóluefnunum sem verða tiltæk í gegnum Covax og þetta kemur ekki allt í janúar. En ég geri ráð fyrir að stór hluti af áhættuhópum í heiminum verði hægt að bólusetja á fyrri hluta næsta árs eða fram á sumar. Þannig að ég er mjög bjartsýn.“ Bólusetningar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, sem hefur kynnt sér þær leiðbeiningar sem alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur gefið út um forgangslista yfir þá sem fyrst fá bóluefni við kórónuveirunni, verði það af skornum skammti. Viðtal við Ingileifu má sjá hér: Bjartsýni vex þó í brjósti Ingileifar dag frá degi um að öruggt bóluefni rati á markað innan tíðar. Bandaríska fyrirtækið Pfizer kynnti í vikunni niðurstöður sem sýna að bóluefni fyrirtækisins varði um 90 prósent sjálfboðaliða gegn kórónuveirunni. Pfizer þróar svokallað RNA bóluefni en það gerir bandaríska fyrirtækið Moderna einnig í samstarfi við bandarísku heilbrigðisstofnunina. Anthony Fauci, sem leiðir sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, sagði í gær að hann eigi von á jafn góðum niðurstöðum frá Moderna. Þá hefur fyrirtækið AstraZenica, sem framleiðir sitt bóluefni við kórónuveirunni í samstarfi við Oxford-háskólann, þegar sótt um neyðarleyfi fyrir sitt bóluefni, sem gefur til kynna að fyrirtækið hafi nógu mikil gögn um virkni bóluefnisins. AstraZenica hefur boðað að fyrirtækið muni kynna sínar niðurstöður á næstu vikum. Allir þessir bóluefnaframleiðendur hafa gert samninga við Evrópusambandið sem tryggir Íslandi aðgengi að bóluefnum þeirra. Vísir greindi frá leiðbeiningum WHO í gær sem eru ítarlegar. Þar er forgangshópum skipt upp í þrjú stig, eftir því hversu mikið bóluefni verður til ráðstöfunar. Listann má sjá í heild hér. Heilbrigðisstarfsmenn, sem eru í mikilli hættu á að sýkjast og að smita aðra í sínu starfi, og fólk sem er í áhættuhópi vegna aldurs, er í fyrsta forgangshópnum. Er þá miðað við að ef bóluefni er aðeins tiltækt fyrir 1 til 10 prósent af þjóðinni. Í öðrum forgangshópi eru eldri einstaklingar sem ekki falla í fyrri hópinn. Einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma, sem eru í mikilli áhættu vegna Covid, eru í öðrum forgangshópi. Áhættuþættir eru hjarta- og æðasjúkdómar, lungnasjúkdómar, offita og sykursýki. Þar má einnig finna kennara í leik- og grunnskóla sem kenna ungum börnum sem geta ekki verið í fjarkennslu. Ófrískar konur teknar út fyrir sviga Í þriðja forgangshóp falla ófríska konur, en alþjóðaheilbrigðismálastofnunin setur þó ófrískar konur í ákveðinn sviga því mikil óvissa er um hvort hægt verði að bólusetja þær. Ingileif segir ástæðuna vera þá að ekkert af þeim bóluefnum sem nú eru í prófunum hefur verið prófað á ófrískum konum. Bóluefni við kórónuveirunni hefur ekki verið prófað á barnshafandi konum. „Það þarf að meta vel árangur bólusetninga með tilliti til þessa að koma í veg fyrir sjúkdóm, en það þarf líka að meta hvort það sé verið að setja móður og fóstur í hættu. Ófrískar konur eru ekki bólusettar nema menn hafi upplýsingar um öryggið sérstaklega hjá þeim hópi,“ segir Ingileif. Skoði hvort einhverjar hafi óafvitandi verið ófrískar Hún segir ráðgjafanefndina sem vann skýrsluna fyrir alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hafa hvatt lyfjaframleiðendur til að skoða alla þá tugþúsundir sem hafa fengið bóluefni við kórónuveirunni í prófunum til að sjá hvort þar kunni að vera konur sem voru ófrískar án þess að vita af því eða urðu ófrískar án þess að hafa ætlað sér það á meðan prófunum stóð. „Þannig væri hægt að fá vísbendingu um hvort það séu vandamál þar,“ segir Ingileif. Hún segir þó mikla hvatningu til að skoða sérstaklega virkni bóluefnis við kórónuveirunni á ófrískar konur. „Ekki síst vegna þess að það hafa komið fram nýlega vísbendingar um að þær fari verr út úr veikindum en konur sem eru ekki ófrískar á sama aldri. Það eru ekki sterkar vísbendingar en þær hafa komið fram. Ófrískar konur hafa einnig verið í meiri áhættu en gengur og gerist í sumum öðrum smitsjúkdómum.“ Hún segir að það reynist oft erfitt að prófa bóluefni á ófrískum konum. Meta þurfi hvort hættan af því að fá kórónuveiruna sé meiri en hugsanlegar aukaverkanir af bóluefninu á móður og fóstur. „Það hefur ekki verið sýnt fram á það en það er hvatt til að það sé skoðað sérstaklega.“ Börn hafi farið illa út úr faraldrinum félagslega Þá verða börn ekki bólusett gegn kórónuveirunni að svo stöddu. Ástæðan er sú að bóluefnið hefur ekki verið prófað á börnum. Ingileif segir þó að það sé huggun að vita af því að börn teljist ekki til áhættuhóps, þau sýkjast síður af veirunni og veikjast síður illa. Hins vegar séu börn að fara illa út úr faraldrinum því þau geta ekki mætt til skóla. Þess vegna eru kennarar í leik- og grunnskólum, sem kenna ungum börnum, í forgangshópi 2. Það að skólahald hefur raskast hefur ekki bara áhrif á börn námslega séð, heldur einnig félagslega. Þess vegna eru kennarar sem annast yngri börn í öðrum forgangshópi WHO. Vísir/Vilhelm „Börnin eru ekki bara að fara illa út úr því námslega að komast ekki í skóla, heldur einnig félagslega. Skólar eru ekki bara menntastofnun heldur tryggja þeir einnig félagslegt öryggi barna. Við höfum séð fregnir af því að heimilisofbeldi hefur aukist, ekki bara hér á landi heldur víða. Börn sem voru í erfiðri stöðu fyrir faraldurinn fara kannski verst út úr honum. Þess vegna er lagt upp með að bólusetja kennara sem annast yngri börn því fjarfundakennsla og félagsleg- og fjarlægðaraðgreining er mjög erfið, og mikilvægt að halda skólum opnum.“ Bóluefnin prófuð á eldri einstaklingum Það sem getur reynst erfiðast við þróun bóluefna er að ná upp mótefnasvari hjá eldra fólki. Ingileif segir þó að þúsundir eldri einstaklingar hafi tekið þá í þessum stóru rannsóknum við þróun á bóluefni gegn kórónuveirunni. Sum bóluefnanna eru einnig hönnuð sérstaklega til að auka ónæmissvar hjá eldra fólki og jafnvel ónæmisglæðir gefinn með prótínbóluefnum sem getur bætt ónæmissvar hjá eldra fólki. Meta hvaða áhættuþættir njóti forgangs umfram aðra Forgangslisti alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er ráðgefandi og hverri þjóð í sjálfsvald sett hvort hún muni fara eftir honum. Ingileif bendir á að forgangsröðunin geti orðið mismunandi eftir þjóðum. Til að mynda sé staðan ekki eins hjá öllum þjóðum. Listinn gæti reynst öðruvísi hjá þjóðum þar sem aldur er hár en hjá þjóðum þar sem aldurinn er ekki eins hár. Hvaða áhættuþættir munu njóta forgangs umfram aðra gæti orðið mismunandi milli landa. Vísir/Vilhelm Ráðgjafarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofunnarinnar telur að meta þurfi einnig hvaða áhættuþættir vegna kórónuveirunnar eigi að njóta forgangs umfram aðra, meðan bóluefni er takmarkað. Til að mynda hvort sé meiri áhætta af hjarta- og æðasjúkdómum eða lungnasjúkdómum, eða hvort þeir sem hafi fleiri en einn undirliggjandi sjúkdóm eða áhættuþátt eigi að njóta meiri forgangs. Ingileif segir leiðbeiningar WHO virkilega vandaðar og að það eigi eftir að vinna frekar í þeim. Ekki bóluefnaskylda á Íslandi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt að henni finnist ólíklegt að sett verði á bólusetningaskylda vegna kórónuveirunnar. Það hafi ekki tíðkast hér á landi að setja slíka skyldu á. Ingileif segir stjórnvöld hins vegar gefa út ráðleggingar og Íslendingar hafi í gegnum tíðina verið duglegir að fylgja þeim. Sóttvarnalæknir hefur sagt að gert sé ráð fyrir að fá bóluefni fyrir 78 – 80 prósent þjóðarinnar þegar upp er staðið. Ingileif segir það gert til að ná fram hjarðónæmi til að vernda þá sem ekki geta fengið bólusetningar, til að mynda þeir sem eru ónæmisbældir. Ekki standi til að skilja 20 til 30 prósent þjóðarinnar út undan, heldur þurfi oftast að bólusetja um 80 til 90 prósent þjóðar, eftir því um hvaða smitsjúkdóm er að ræða, til að ná fram hjarðónæmi. Dugir fyrir fyrstu forgangshópa Ingileif segist mjög bjartsýn eftir fregnir síðustu daga. Pfizer bóluefnið sé afar lofandi og von á fréttum frá Moderna og AstraZenica. „Við getum verið mjög bjartsýn,“ segir Ingileif. Evrópusambandið hefur samið við Pfizer um 200 milljónir skammta og með möguleika á 100 skömmtum til viðbótar. Ingileif er afar bjartsýn fyrir framhaldið vegna þess hve vel bóluefnaþróunin gengur. Vísir/Vilhelm „Í Evrópu eru um 750 milljónir og þá erum við að tala um að þessir 200 milljón skammtar duga fyrir meira en fyrsta forgangshópinn. Ef við tökum þá sem búa bara í Evrópusambandinu og eru á Evrópska efnahagssvæðinu þá eru ekki það ekki nema 450 milljónir. Þannig að þá erum við að tala um nægjanlegt bóluefni fyrir allt að 30 prósent íbúa Evrópulandanna. Það dugir alveg fyrir fyrsta forgangshópinn og langt inn í annan forgangshópinn, og kannski hann allan. Það er að segja bara bóluefnið frá Pfizer. Svo vitum við að fleiri eru á leiðinni“ Hún bendir á að Ísland sé í Covax bóluefnabandalaginu sem á að tryggja rúmlega 100 löndum bóluefni fyrir um 20 prósent þjóðar sinnar. Mikilvægt er að undanskilja enga þjóð því það auki einungis líkur á að faraldurinn blossi upp á ný. „Og það á eftir að dreifa bóluefnunum sem verða tiltæk í gegnum Covax og þetta kemur ekki allt í janúar. En ég geri ráð fyrir að stór hluti af áhættuhópum í heiminum verði hægt að bólusetja á fyrri hluta næsta árs eða fram á sumar. Þannig að ég er mjög bjartsýn.“
Bólusetningar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16
Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01
Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28
Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51