Mun áfram stýra landinu næstu fimm árin Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2020 07:43 Aung San Suu Kyi hefur frá árinu 2016 stýrt landinu, en á þeim tíma sætt mikilli gagnrýni vegna meðferðar stjórnarhersins á Rohingjum í landinu. Getty Landskjörstjórn í Mjanmar staðfesti í morgun að Lýðræðislega þjóðarbandalagið, flokkur Aung San Suu Kyi, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að stýra landinu næstu fimm árin. Kosningar fóru fram í landinu síðasta sunnudag. AP segir frá því að flokkurinn hafi tryggt sér 346 þingsæti á þinginu hið minnsta, en 322 þarf til að ná meirihluta. Enn er verið að telja atkvæði og má telja líklegt að meirihlutinn verði enn meiri. Suu Kyi hefur frá árinu 2016 stýrt landinu eftir að samkomulag náðist við herforingjastjórn landsins. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir andóf sitt gegn herforingjastjórninni í Mjanmar, en hefur síðustu ár sætt gagnrýni um allan heim fyrir að koma ekki í veg fyrir ofbeldi stjórnarhersins sem hefur verið sakaður um þjóðernishreinsanir í tengslum við meðferð á Rohingjum í Rakhine-héraði. Viðurkenna ekki niðurstöðu kosninganna Kjörstjórn í Mjanmar segir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, USDP , sem nýtur stuðnings hersins, hafa tryggt sér 25 þingsæti og flokkur þjóðarbrotsins Shan fimmtán. USDP hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og segir þær hafa verið ósanngjarnar. Hefur flokkurinn farið fram á nýjar kosningar verði haldnar. Þrátt fyrir mikinn meirihluta flokks Suu Kyi verður það ekki raunin að flokkurinn muni alfarið stjórna landinu, en stjórnarskráin, sem leiðtogar hersins settu saman árið 2008, tryggir hernum sjálfkrafa fjórðung þingsæta. Hlutfallið er nægilega hátt til að koma í veg fyrir allar stjórnarskrárbreytingar og þá veitir stjórnarskráin hernum sömuleiðis rétt til að skipa sína menn í ákveðið mörg ráðherraembætti. Mjanmar Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira
Landskjörstjórn í Mjanmar staðfesti í morgun að Lýðræðislega þjóðarbandalagið, flokkur Aung San Suu Kyi, hafi tryggt sér nægilega mörg þingsæti til að stýra landinu næstu fimm árin. Kosningar fóru fram í landinu síðasta sunnudag. AP segir frá því að flokkurinn hafi tryggt sér 346 þingsæti á þinginu hið minnsta, en 322 þarf til að ná meirihluta. Enn er verið að telja atkvæði og má telja líklegt að meirihlutinn verði enn meiri. Suu Kyi hefur frá árinu 2016 stýrt landinu eftir að samkomulag náðist við herforingjastjórn landsins. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 fyrir andóf sitt gegn herforingjastjórninni í Mjanmar, en hefur síðustu ár sætt gagnrýni um allan heim fyrir að koma ekki í veg fyrir ofbeldi stjórnarhersins sem hefur verið sakaður um þjóðernishreinsanir í tengslum við meðferð á Rohingjum í Rakhine-héraði. Viðurkenna ekki niðurstöðu kosninganna Kjörstjórn í Mjanmar segir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, USDP , sem nýtur stuðnings hersins, hafa tryggt sér 25 þingsæti og flokkur þjóðarbrotsins Shan fimmtán. USDP hefur neitað að viðurkenna úrslit kosninganna og segir þær hafa verið ósanngjarnar. Hefur flokkurinn farið fram á nýjar kosningar verði haldnar. Þrátt fyrir mikinn meirihluta flokks Suu Kyi verður það ekki raunin að flokkurinn muni alfarið stjórna landinu, en stjórnarskráin, sem leiðtogar hersins settu saman árið 2008, tryggir hernum sjálfkrafa fjórðung þingsæta. Hlutfallið er nægilega hátt til að koma í veg fyrir allar stjórnarskrárbreytingar og þá veitir stjórnarskráin hernum sömuleiðis rétt til að skipa sína menn í ákveðið mörg ráðherraembætti.
Mjanmar Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira