Skoðun

Er­lendir nemar einir á báti

Derek T. Allen og Björgvin Viktor Færseth skrifa

Síðustu tvær annir hafa verið öllum krefjandi og erfiðar. Nemendur finna fyrir auknu álagi, stressi og kvíða. Flestir eru orðnir langþreyttir á kennslu í gegnum samskiptaforritið ZOOM og að fá ekki að hitta fólk upp í skóla, en nærri því öll þessi önn hefur verið kennd á rafrænan máta. En þótt við finnum öll fyrir þessum erfiðleikum þá gleymist oft að hér á landi býr hópur fólks sem er líklega undir enn meira stressi og kvíða heldur en við flest og það er hinn gríðarlega stóri hópur erlendra nema sem stunda nám við Háskóla Íslands. Þessi hópur nýtur ekki þeirra forréttinda að hafa öryggisnet fjölskyldunnar sér við hlið. Hvað gerist ef fólk í þessum hóp er útsett fyrir smiti og þarf að fara í sóttkví eða veikist af kórónaveirunni?

Okkur þykir ákvörðun Háskóla Íslands um að ,,þýðingarmikil” lokapróf verði haldin innan veggja Háskólans mjög undarleg. Maður hefði haldið að öll lokapróf væru þýðingamikil og er sérstakt að það sé gert upp á milli einstakra lokaprófa. Einnig er ákvörðunin um að halda staðpróf sérstaklega slæm fyrir þá skiptinema sem þurfa að hanga hér á landi í stað þess að fara fyrr heim til fjölskyldu sinnar og geta þá tekið lokaprófin sín rafrænt, eins og önnin hefur verið kennd.

Afleiðingar staðprófa geta verið alvarlegar. Ef að skiptinemar mæta í lokapróf upp í skóla með öllum þessum nemendum sem þar verða er möguleiki á að skiptinemar sem þurfa að mæta í staðpróf smitist eða þurfa að fara í sóttkví og ná því ekki að eyða jólunum með sínum nánustu. Raunveruleg áhrif þess fyrirkomulags gætu verið þau að skiptineminn, ásamt alþjóðlegum nemendum á eigin vegum, myndu lenda í gríðarlegum vandræðum í landi þar sem þau eru með skert réttindi og vita hugsanlega ekki um öll úrræði sem standa þeim til boða. Nemendur sem koma frá landsbyggðinni eru sennilega ekki glaðir með það að þurfa hanga í Reykjavík vegna lokaprófa þá getum rétt ímyndað okkur hvernig það er fyrir erlenda nema þegar það er heilt haf sem stendur á milli þeirra og fjölskyldunnar og kunnuglegra úrræða. Þessi önn er með engu móti hefðbundin. Kennslan hefur ekki verið með hefðbundnum máta og þá er galið að lokapróf eigi að fara fram með hefðbundnum máta.

Við hvetjum Háskóla Íslands til að endurskoða ákvarðanir sínar varðandi staðpróf og hugsa um hag hópsins sem gleymist hvað oftast.

Höfundar eru alþjóðafulltrúi og ritstjóri Vöku - hagsmunafélags stúdenta.

---

International students cast aside

These past two semesters have been demanding and difficult for everyone. Students are under increased pressure and are experiencing more stress and anxiety. Most students are fed up with ZOOM classes and not being able to meet up in school due to the entire semester having taken electronic form. Although everyone is having a hard time, we often forget that there is a group of people in this country that are dealing with even more stress and anxiety than most. This group is the massive group of international students that study at the University of Iceland. International students do not enjoy the privilege of having a family right next door. What happens if people in this group are exposed to the virus, have to go into quarantine, or even contract the virus?

We believe the University’s decision for “meaningful” final exams to take place within the walls of the University to be very odd. One would think that all final exams were meaningful, so it is peculiar to differentiate between them. This decision is also particularly detrimental to exchange students that have to stay here instead of returning to their home country and taking their final exams electronically, the way the semester has been taught.

The outcome of this decision could be serious. If exchange students go to the University to sit exams, they could contract the virus or have to go into quarantine, thereby making them unable to spend the holidays with their loved ones. This could result in exchange students, as well as international students on their own accord, having enormous problems in a country in which they have fewer rights and might not know about all of the resources at their disposal. Just like students that come from outside of the Capital Region are not pleased with being stuck in Reykjavík due to their final exams, international students do not like there being a whole sea between them and everyone and everything that they know. This semester has not at all been normal, so it makes no sense for these final exams to be carried out in the normal fashion.

We urge the University of Iceland to rethink their decisions regarding final exams and keep the interests of this often-forgotten group in mind.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×