Liverpool maðurinn endaði 30 ára og 23 ára bið á sama árinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2020 15:41 Andy Robertson og félagar í skoska landsliðinu fagna hér EM-sætinu í Belgrad í gærkvöldi. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Andy Robertson og félagar í skoska landsliðinu tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu i gærkvöldi eftir sigur á Serbíu í vítakeppni í einum af umspilsleikjunum. Liverpool bakvörðurinn hefur því átt stóran þátt í því að enda tvær langar eyðimerkurgöngur á árinu 2020. Kórónuveiruárið 2020 verður ekki bara sögulegt fyrir veiruna hjá skoska bakverðinum Andy Robertson. Á þessu ári tókst honum að enda bæði 30 ára og 23 ára bið með liðum sinum. Fyrr í sumar varð Andy Robertson enskur meistari með Liverpool en hann spilaði risahlutverk með liðinu og var með 12 stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni í ensku úrvalsdeildinni auk þess að skora tvö mörk. Liverpool hafði ekki orðið enskur meistari síðan 1990 eða í þrjátíu ár. Andy Robertson hefur spilað með Liverpool frá árinu 2017 eða síðan að hann var 23 ára gamall. Robertson er einnig fyrirliði skoska landsliðsins sem hafði fyrir gærkvöldið ekki tekist að tryggja sér sæti á stórmóti síðan á HM í Frakklandi 1998. Skotunum tókst hins vegar að enda þessa 23 ára bið með 5-4 sigri á Serbum í vítakeppni í Belgrad í gær. Sigurinn var í höfn eftir að markvörðurinn David Marshall varði víti frá Aleksandar Mitrovic. Andy Robertson átti að taka næstu vítaspyrnu Skota en þakkaði fyrir það eftir leikinn að hafa sloppið því hann var glíma við tognun aftan í læri. Andy Robertson setti þessa færslu hér fyrir neðan inn á Instagram reikning sinn. Þar segist hann ætla að skál fyrir látinni frænku sinni nú þegar báðar þessar eyðurmerkurgöngur heyra sögunni til. View this post on Instagram A post shared by Andrew Robertson (@andyrobertson94) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Andy Robertson og félagar í skoska landsliðinu tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í knattspyrnu i gærkvöldi eftir sigur á Serbíu í vítakeppni í einum af umspilsleikjunum. Liverpool bakvörðurinn hefur því átt stóran þátt í því að enda tvær langar eyðimerkurgöngur á árinu 2020. Kórónuveiruárið 2020 verður ekki bara sögulegt fyrir veiruna hjá skoska bakverðinum Andy Robertson. Á þessu ári tókst honum að enda bæði 30 ára og 23 ára bið með liðum sinum. Fyrr í sumar varð Andy Robertson enskur meistari með Liverpool en hann spilaði risahlutverk með liðinu og var með 12 stoðsendingar úr bakvarðarstöðunni í ensku úrvalsdeildinni auk þess að skora tvö mörk. Liverpool hafði ekki orðið enskur meistari síðan 1990 eða í þrjátíu ár. Andy Robertson hefur spilað með Liverpool frá árinu 2017 eða síðan að hann var 23 ára gamall. Robertson er einnig fyrirliði skoska landsliðsins sem hafði fyrir gærkvöldið ekki tekist að tryggja sér sæti á stórmóti síðan á HM í Frakklandi 1998. Skotunum tókst hins vegar að enda þessa 23 ára bið með 5-4 sigri á Serbum í vítakeppni í Belgrad í gær. Sigurinn var í höfn eftir að markvörðurinn David Marshall varði víti frá Aleksandar Mitrovic. Andy Robertson átti að taka næstu vítaspyrnu Skota en þakkaði fyrir það eftir leikinn að hafa sloppið því hann var glíma við tognun aftan í læri. Andy Robertson setti þessa færslu hér fyrir neðan inn á Instagram reikning sinn. Þar segist hann ætla að skál fyrir látinni frænku sinni nú þegar báðar þessar eyðurmerkurgöngur heyra sögunni til. View this post on Instagram A post shared by Andrew Robertson (@andyrobertson94)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira