Innlent

Bein útsending: Skýrsla um hópsýkingu á Landakoti kynnt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hópsýkingin á Landakoti hefur leitt til tólf dauðsfalla og um tvö hundruð hafa smitast. 
Hópsýkingin á Landakoti hefur leitt til tólf dauðsfalla og um tvö hundruð hafa smitast.  Vísir/Vilhelm

Landspítali boðar til blaðamannafundar klukkan 15 en tilefnið er kynning á skýrslu um alvarlega hópsýkingu, sem kom upp á Landakoti í október. Tólf hafa látist hér á landi undanfarnar vikur í tengslum við smitið og um 200 smitast.

Fundurinn verður haldinn í fjarfundi í húsnæði upplýsingafunda almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis við Katrínartún og verður með sama sniði. Fundarlok eru áætluð um klukkan 16.

Á fundinum verða Páll Matthíasson forstjóri, Már Kristjánsson formaður farsóttarnefndar og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar og Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar.

Bein útsending hefst á Vísi klukkan 15, í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi auk þess sem textalýsing verður hér að neðan fyrir þá lesendur Vísis sem ekki eiga kost á því að hlusta.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×