Bandsjóðandi reið út í rektor sem geri lítið úr stúdentum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2020 16:18 Helga Lind Mar er framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hún segir rektor gera lítið úr áhyggjum stúdenta. „Rétt í þessu ákvað rektor að tala niður til allra stúdenta Háskóla Íslands með því að segja þeim að hætta að vera dramatísk og hugsa bara aðeins. Án djóks hvað er þetta annað en að gera lítið úr raunverulegum áhyggjum einstaklinga?“ Þetta segir Helga Lind Mar, framkvæmdastýra Stúdentaráðs Háskóla Íslands, og vísar til tölvupósts sem Jón Atli Benediktsson, rektor háskólans, sendi á nemendur og starfsfólk í dag. Titill póstsins er „Leyfum stundum tilfinningum að ráða en verum rökföst.“ Tilefni póstsins virðist vera óánægja meðal stúdenta við HÍ sökum þess að hluti af jólaprófunum sem framundan eru fara fram í skólanum. Próftafla var birt á miðvikudag og lýsti Stúdentaráð HÍ um leið yfir verulegum vonbrigðum með fyrirkomulagið. Helga Lind segir í samtali við Vísi að krafan um staðpróf sé að stærstu leyti vegna gamaldagshugmynda um prófahald. Það sé svo mikil áhersla á páfagaukalærdóm og að eitt próf án gagna sé eina mælitækið á þekkingu. Hræðslan við svindl sé drifkraftur þess að haldin eru staðpróf. Safna sögum „Þú getur aldrei komið 100% í veg fyrir svindl, sama þótt um sé að ræða staðpróf. Ef fólk vill svindla er það á þeirra ábyrgð því þú ert að sækja þér menntun á eigin forsendum,“ segir Helga. Þá séu lausnir til að minnka möguleika á svindli í netprófum sem nýta mætti ef hræslan er svona mikil. „Það er verið að stefna öryggi fólks í hættu því það er einhver hræðsla um lítið prósent af svindli.“ Helga segir verulega óánægju meðal stúdenta og verið sé að safna raunverulegum sögum af fólki. Gangarnir hafa verið tómir í byggingum Háskóla Íslands undanfarnar vikur þótt skólinn sé opinn. Litla þjónustu og aðstöðu hefur verið þangað að sækja.Vísir/Vilhelm „Þetta er fólk með alls konar sögur sem vill ekki þurfa að mæta í húsnæði skólans í desember til að taka próf. Fólk sem hefur ekki farið út úr húsi í allt haust, kannski með mjög alvarlega lungnasjúkdóma. Þetta er fólk sem býr á heimilum með háöldruðum foreldrum sínum sem eru mjög lasnir. Þarna er verið að skylda þau til að taka áhættur sem eru ekki nauðsynlegar“ Þá skilji hún ekki hvers vegna lögð sé svo mikil áhersla á að halda skólunum opnum það sem af er hausti. Menntamálaráðherra leggi mikla áherslu á að skólar séu opnir svo skólastarf skerðist ekki. Staðan sé samt sú að byggingar séu bara opnar að nafninu til en engin þjónusta innan þeirra. Kaffistofur og lesstofur lokaðar, ekki megi setjast við nein borð og fleira í þeim dúr. Þessi „sýndaropnun“ gefi kennslusviðunum við skólann möguleika á að halda staðpróf, eitthvað sem sviðin hafi ekki getað gert í vor þegar skólanum var formlega lokað. Sagði undantekningu ef próf færu ekki fram á netinu Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum póst þann 2. nóvember þar sem segir að próf muni fara fram á netinu nema í undantekningatilvikum, svo sem svokölluð samkeppnispróf og „tiltekin próf þar sem gæði námsmats og jafnræði nemenda verða ekki tryggð á netinu,“ líkt og það er orðað í bréfi rektors. Heimilt sé að halda „samkeppnispróf, þýðingarmikil lokapróf og staðbundnar námslotur fyrir allt að 30 manns í vel loftræstum rýmum,“ en það verði undir hverju fræðasviði og deildum komið að ákveða í samráði við kennslusvið hvaða próf falla undir undanþáguákvæðið. Fréttastofa leitaði viðbragða á skrifstofu rektors í gær og var vísað á Dr. Ingu Þórsdóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs. „Veruleikinn er sá að á heilbrigðisvísindasviði eru þetta vissulega 25% prófa sem verða staðpróf í desember en það þýðir að 75% eru annað námsmat.“ Ákveðins misskilnings gæti í umræðunni. Leggja mikið upp úr öryggi Inga sagðist ekki eiga von á öðru en að prófin muni ganga vel. Hún hafi aðeins fengið tvö kvörtuna- eða fyrirspurnabréf og hún muni svara þeim í dag. Þá sagði hún ákveðinn kost hversu fá próf annarra sviða verða staðpróf. „Við erum þakklát fyrir það því þá er meira pláss fyrir þá sem verða að taka próf í skólanum. Við munum reyna að tryggja að það verði ekki hópamyndun við inngöngu og útgöngu, að það séu tveir metrar á milli og svo verður hreinsað vel á milli nemendahópa. Það verða maskar til staðar en ef það eru tveir metrar á milli þarf ekki að nota þá allan tímann. Og það verður ákveðinn hámarksfjöldi í stofu og allt skipulagt útfrá fjölda nemenda.“ Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs.Háskóli Íslands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í fyrirhuguð jólapróf á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þórólfur svaraði spurningunni á almennum nótum sem sagði mikilvægt að forðast hópamyndanir eins og hægt sé. Segir rektor gera lítið úr nemendum Tölvupóst Jóns Atla rektors má sjá í heild sinni hér að neðan. Helga Lind segist á Twitter vera „fuming“, bandsjóðandi reið. „Það er fátt sem ég hef minna tolerance fyrir heldur en þegar gert er lítið úr fólki og áhyggjur þeirra eru smækkaðar í drama eða óþarfa tilfinningasemi,“ segir Helga Lind og varar fólk við því að hún sé verulega pirruð. „Alla þessa önn hef ég haft á tilfinningunni að Lilja Alfreðsdóttir sé að þrýsta óvenju mikið á HÍ að halda opnu. Þrátt fyrir að það væri ekki nein þjónusta innan veggja skólans, engin borð sem hægt væri að sitja á, les- og kaffistofur lokaðar EN OPIÐ SKAL VERA AFÞVÍ AÐ MÁ EKKI SKERÐA!“ Rétt í þessu ákvað rektor að tala niður til allra stúdenta @Haskoli_Islands með því að SEGJA ÞEIM AÐ HÆTTA VERA DRAMATÍSK OG HUGSA BARA AÐEINS. Án djóks hvað er þetta annað en að gera lítið úr raunverulegum áhyggjum einstaklinga? pic.twitter.com/ew6hOLriPW— Helga Lind Mar (@helgalindmar) November 13, 2020 Á meðan skapist einkennilegt limbo stjórnsýslunnar, sóttvarnaryfirvalda, kennara námskeiða og nemendur sitji uppi með óvissuna. „Ekki má mæta í skólann en mætum samt í skólann til að taka próf. Forðast skal allar hópamyndanir en hópumst samt saman í stofu til að taka próf. Sniðugt.“ Mikil ábyrgð fylgi orðum Alla önnina hafi Stúdentaráð barist fyrir því að hlustað sé á áhyggjur nemenda. Nú síðustu daga hafi nemendur virkilega látið í sér heyra undir myllumerkinu #mittnámsmat á samfélagsmiðlum. Það sé augljóst að fólk veigri sér við því að mæta í stofu til að taka próf. Ástæður séu alls konar. Jón Atli á fundi menntamálaráðherra þar sem aðgerðir fyrir námsmenn vegna Covid-19 voru kynntar.Vísir/Vilhelm „Jón Atli rektor hefur síðan faraldurinn byrjaði stundað það að senda reglulega pósta á nemendur þar sem hann reynir að hvetja fólk áfram með misgáfulegum tilvitnunum í fræg bókmenntaverk og markar klisjur. Birtir alltaf til og allt það shit. Pirrar mig stundum, en mest fyndið.“ Helga segist mögulega láta stjórnast of mikið af tilfinningum og muni sjá eftir þessari reiði seinna, og vísar þannig kaldhæðnislega í tölvupósts rektors. „En það er bara svo mikill ábyrgð fólgin í því hvernig þú orðar hlutina. Þessi póstur ber ekki merki þess að það sé nokkur virðing borin fyrir áhyggjum nemenda.“ Tölvupóst rektors til nemenda og starfsmanna HÍ má sjá að neðan. Kæru nemendur og samstarfsfólk. Ótvíræð merki eru nú um árangur í baráttunni við COVID-19. Seigla okkar skilar árangri í að ná faraldrinum niður innanlands og erlendis frá berast langþráð tíðindi um bóluefni sem lofa mjög góðu. Þróun bóluefna er vitnisburður um mikilvægi menntunar, vísindarannsókna og samstöðu. Þegar verðmæt þekking margra er lögð saman í rannsóknum geta þær leitt af sér uppgötvanir sem gagnast öllu mannkyninu. Í vikunni var lokið við að endurskoða próftöflu vegna lokaprófa haustmisseris og eru niðurstöður aðgengilegar ykkur, kæru nemendur, í Uglu. Við blasir að skiptar skoðanir eru um þessa tilhögun en við endurskoðun próftöflu var fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda fylgt í hvívetna. Einnig var leitast við að taka tillit til sjónarmiða fræðasviða og nemenda eftir því sem kostur var. Höfuðáhersla Háskólans hefur og mun ávallt vera sú að tryggja gæði námsmats og jafnræðis nemenda. Þess vegna munu samkeppnispróf og önnur þýðingarmikil próf verða haldin í húsnæði Háskólans, sbr. reglugerð heilbrigðisyfirvalda. Námsmati í langflestum námskeiðum lýkur þó með öðrum hætti en staðprófum í desember, s.s. heimaprófum, hlutaprófum eða verkefnum. Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá nemendum um framkvæmd lokaprófa og höfum við leitast við að svara þeim á COVID-19 síðu skólans. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þau svör og ef þörf krefur leita frekari upplýsinga um tilhögun lokaprófa á fræðasviðum ykkar og í deildum. Í gær setti Háskóli Íslands af stað nýsköpunarhraðal undir merkjum Academy for Women Entrepreneurs (AWE) í samstarfi við bandarísk stjórnvöld til að efla konur hér til nýsköpunar. Ég hvet konur eindregið til að kynna sér hraðalinn og áhugasamar að sækja um þátttöku. Þá var líka tilkynnt að Háskólinn væri á meðal fyrirtækja og stofnana sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA á þessu ári. Jafnvægisvogin er verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu sem miðar að því að hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi verði a.m.k. fjörutíu prósent árið 2027. Þessi viðurkenning FKA er ánægjulegur vitnisburður um stöðu Háskólans. Jafnrétti er leiðarljós í öllu okkar starfi og grundvöllur þeirrar fjölbreytni sem hér ríkir. Háskóli Íslands er ábyrgur þátttakandi í samfélagi sem stuðlar að jafnrétti, velferð og fjölbreytni og jafnrétti er eitt af þremur gildum í núverandi stefnu skólans. Nú er hafin vinna við nýja stefnu sem unnin er í nánu samráði við allt háskólasamfélagið. Háskólaþing sem hófst í dag er einmitt helgað nýrri stefnu. Að sjálfsögðu verður jafnrétti ein af meginstoðunum í vinnu við nýja stefnu. Við höfum hagnýtt tækni í rafrænni kennslu á þessu misseri vegna heimsfaraldurs en höfum líka haldið uppi takmörkuðu staðnámi í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda hverju sinni. Þannig höfum við náð að halda náminu í gangi þrátt fyrir gríðarlegar hömlur. Ljóst er að við munum þurfa að hafa sama háttinn á við skipulag kennslu á vormisseri 2021. Öll kennslan verður því í grunninn rafræn en takmarkað staðnám verður að vonum áfram heimilt, t.d. þegar um verklegt nám er að ræða. Fræðasvið og deildir munu á næstu dögum og vikum kynna nánari tilhögun kennslu á næsta vormsseri. Rafræn tækni hefur komið að gagni við margt annað í starfi skólans en kennslu. Þannig streymdum við frá Háskólatónleikum í vikunni sem tókust einkar vel og fengu mikla athygli. Það kemur ekki á óvart að tónlistin nái til okkar á þeim tímum sem við nú lifum enda segir Keith Richards, tónskáld í Rolling Stones, að tónlistin sé tungumál sem ekki verði tjáð með orðum heldur með tilfinningum. Leyfum stundum tilfinningum að ráða en verum rökföst og gætum okkar á reiðinni. Sá sem reiðist verður stundum feginn í andartak en eftirsjáin getur varað mjög lengi. Hugum að okkur sjálfum en líka að velferð allra í samfélaginu. Verum tillitssöm og fylgjum áfram reglum um sóttvarnir sem hafa fleytt okkur yfir hjallana sem stundum virtust ókleifir. Njótum helgarinnar sem best við megum. Jón Atli Benediktsson, rektor Sendu Lilju fyrirspurn Mikael Berg Steingrímsson, hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs, óskaði í gær formlega eftir rökstuðningi frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra og Háskóla Íslands á því hvers vegna þau 146 lokapróf sem verða haldin í húsakynnum háskólans falla undir undantekningarákvæðið úr reglugerð ráðherra frá 1.nóvember og tilkynningu rektors frá 2. nóvember. Að neðan má sjá yfirlit yfir komandi jólapróf í Háskóla Íslands. Þar kemur til dæmis fram að 1734 séu skráðir í staðpróf þann 11. desember. Hér má sjá fjölda þeirra sem eru skráðir í staðpróf í desember í Háskóla Íslands, skipt eftir fræðasviðum og prófdögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Ákveðins misskilnings gæti í umræðunni um jólaprófin í HÍ „Það gætir ákveðins misskilnings í þessu,“ segir Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um fréttir af óánægju nemenda með þá ákvörðun skólayfirvalda að halda staðpróf í desember. 12. nóvember 2020 15:34 Stúdentar við HÍ æfir vegna fyrirkomulags lokaprófa Fjöldi lokaprófa við Háskóla Íslands, einkum á heilbrigðisvísindasviði, mun fara fram í formi staðprófs sem krefst þess að nemendur mæti í persónu og sitji próf í kennslustofu. 11. nóvember 2020 18:33 Hefur heyrt óþægilega margar sögur af ósveigjanleika skólastjórnenda Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, var gestur á upplýsingafundi dagsins. 11. nóvember 2020 12:13 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
„Rétt í þessu ákvað rektor að tala niður til allra stúdenta Háskóla Íslands með því að segja þeim að hætta að vera dramatísk og hugsa bara aðeins. Án djóks hvað er þetta annað en að gera lítið úr raunverulegum áhyggjum einstaklinga?“ Þetta segir Helga Lind Mar, framkvæmdastýra Stúdentaráðs Háskóla Íslands, og vísar til tölvupósts sem Jón Atli Benediktsson, rektor háskólans, sendi á nemendur og starfsfólk í dag. Titill póstsins er „Leyfum stundum tilfinningum að ráða en verum rökföst.“ Tilefni póstsins virðist vera óánægja meðal stúdenta við HÍ sökum þess að hluti af jólaprófunum sem framundan eru fara fram í skólanum. Próftafla var birt á miðvikudag og lýsti Stúdentaráð HÍ um leið yfir verulegum vonbrigðum með fyrirkomulagið. Helga Lind segir í samtali við Vísi að krafan um staðpróf sé að stærstu leyti vegna gamaldagshugmynda um prófahald. Það sé svo mikil áhersla á páfagaukalærdóm og að eitt próf án gagna sé eina mælitækið á þekkingu. Hræðslan við svindl sé drifkraftur þess að haldin eru staðpróf. Safna sögum „Þú getur aldrei komið 100% í veg fyrir svindl, sama þótt um sé að ræða staðpróf. Ef fólk vill svindla er það á þeirra ábyrgð því þú ert að sækja þér menntun á eigin forsendum,“ segir Helga. Þá séu lausnir til að minnka möguleika á svindli í netprófum sem nýta mætti ef hræslan er svona mikil. „Það er verið að stefna öryggi fólks í hættu því það er einhver hræðsla um lítið prósent af svindli.“ Helga segir verulega óánægju meðal stúdenta og verið sé að safna raunverulegum sögum af fólki. Gangarnir hafa verið tómir í byggingum Háskóla Íslands undanfarnar vikur þótt skólinn sé opinn. Litla þjónustu og aðstöðu hefur verið þangað að sækja.Vísir/Vilhelm „Þetta er fólk með alls konar sögur sem vill ekki þurfa að mæta í húsnæði skólans í desember til að taka próf. Fólk sem hefur ekki farið út úr húsi í allt haust, kannski með mjög alvarlega lungnasjúkdóma. Þetta er fólk sem býr á heimilum með háöldruðum foreldrum sínum sem eru mjög lasnir. Þarna er verið að skylda þau til að taka áhættur sem eru ekki nauðsynlegar“ Þá skilji hún ekki hvers vegna lögð sé svo mikil áhersla á að halda skólunum opnum það sem af er hausti. Menntamálaráðherra leggi mikla áherslu á að skólar séu opnir svo skólastarf skerðist ekki. Staðan sé samt sú að byggingar séu bara opnar að nafninu til en engin þjónusta innan þeirra. Kaffistofur og lesstofur lokaðar, ekki megi setjast við nein borð og fleira í þeim dúr. Þessi „sýndaropnun“ gefi kennslusviðunum við skólann möguleika á að halda staðpróf, eitthvað sem sviðin hafi ekki getað gert í vor þegar skólanum var formlega lokað. Sagði undantekningu ef próf færu ekki fram á netinu Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum póst þann 2. nóvember þar sem segir að próf muni fara fram á netinu nema í undantekningatilvikum, svo sem svokölluð samkeppnispróf og „tiltekin próf þar sem gæði námsmats og jafnræði nemenda verða ekki tryggð á netinu,“ líkt og það er orðað í bréfi rektors. Heimilt sé að halda „samkeppnispróf, þýðingarmikil lokapróf og staðbundnar námslotur fyrir allt að 30 manns í vel loftræstum rýmum,“ en það verði undir hverju fræðasviði og deildum komið að ákveða í samráði við kennslusvið hvaða próf falla undir undanþáguákvæðið. Fréttastofa leitaði viðbragða á skrifstofu rektors í gær og var vísað á Dr. Ingu Þórsdóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs. „Veruleikinn er sá að á heilbrigðisvísindasviði eru þetta vissulega 25% prófa sem verða staðpróf í desember en það þýðir að 75% eru annað námsmat.“ Ákveðins misskilnings gæti í umræðunni. Leggja mikið upp úr öryggi Inga sagðist ekki eiga von á öðru en að prófin muni ganga vel. Hún hafi aðeins fengið tvö kvörtuna- eða fyrirspurnabréf og hún muni svara þeim í dag. Þá sagði hún ákveðinn kost hversu fá próf annarra sviða verða staðpróf. „Við erum þakklát fyrir það því þá er meira pláss fyrir þá sem verða að taka próf í skólanum. Við munum reyna að tryggja að það verði ekki hópamyndun við inngöngu og útgöngu, að það séu tveir metrar á milli og svo verður hreinsað vel á milli nemendahópa. Það verða maskar til staðar en ef það eru tveir metrar á milli þarf ekki að nota þá allan tímann. Og það verður ákveðinn hámarksfjöldi í stofu og allt skipulagt útfrá fjölda nemenda.“ Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs.Háskóli Íslands Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í fyrirhuguð jólapróf á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þórólfur svaraði spurningunni á almennum nótum sem sagði mikilvægt að forðast hópamyndanir eins og hægt sé. Segir rektor gera lítið úr nemendum Tölvupóst Jóns Atla rektors má sjá í heild sinni hér að neðan. Helga Lind segist á Twitter vera „fuming“, bandsjóðandi reið. „Það er fátt sem ég hef minna tolerance fyrir heldur en þegar gert er lítið úr fólki og áhyggjur þeirra eru smækkaðar í drama eða óþarfa tilfinningasemi,“ segir Helga Lind og varar fólk við því að hún sé verulega pirruð. „Alla þessa önn hef ég haft á tilfinningunni að Lilja Alfreðsdóttir sé að þrýsta óvenju mikið á HÍ að halda opnu. Þrátt fyrir að það væri ekki nein þjónusta innan veggja skólans, engin borð sem hægt væri að sitja á, les- og kaffistofur lokaðar EN OPIÐ SKAL VERA AFÞVÍ AÐ MÁ EKKI SKERÐA!“ Rétt í þessu ákvað rektor að tala niður til allra stúdenta @Haskoli_Islands með því að SEGJA ÞEIM AÐ HÆTTA VERA DRAMATÍSK OG HUGSA BARA AÐEINS. Án djóks hvað er þetta annað en að gera lítið úr raunverulegum áhyggjum einstaklinga? pic.twitter.com/ew6hOLriPW— Helga Lind Mar (@helgalindmar) November 13, 2020 Á meðan skapist einkennilegt limbo stjórnsýslunnar, sóttvarnaryfirvalda, kennara námskeiða og nemendur sitji uppi með óvissuna. „Ekki má mæta í skólann en mætum samt í skólann til að taka próf. Forðast skal allar hópamyndanir en hópumst samt saman í stofu til að taka próf. Sniðugt.“ Mikil ábyrgð fylgi orðum Alla önnina hafi Stúdentaráð barist fyrir því að hlustað sé á áhyggjur nemenda. Nú síðustu daga hafi nemendur virkilega látið í sér heyra undir myllumerkinu #mittnámsmat á samfélagsmiðlum. Það sé augljóst að fólk veigri sér við því að mæta í stofu til að taka próf. Ástæður séu alls konar. Jón Atli á fundi menntamálaráðherra þar sem aðgerðir fyrir námsmenn vegna Covid-19 voru kynntar.Vísir/Vilhelm „Jón Atli rektor hefur síðan faraldurinn byrjaði stundað það að senda reglulega pósta á nemendur þar sem hann reynir að hvetja fólk áfram með misgáfulegum tilvitnunum í fræg bókmenntaverk og markar klisjur. Birtir alltaf til og allt það shit. Pirrar mig stundum, en mest fyndið.“ Helga segist mögulega láta stjórnast of mikið af tilfinningum og muni sjá eftir þessari reiði seinna, og vísar þannig kaldhæðnislega í tölvupósts rektors. „En það er bara svo mikill ábyrgð fólgin í því hvernig þú orðar hlutina. Þessi póstur ber ekki merki þess að það sé nokkur virðing borin fyrir áhyggjum nemenda.“ Tölvupóst rektors til nemenda og starfsmanna HÍ má sjá að neðan. Kæru nemendur og samstarfsfólk. Ótvíræð merki eru nú um árangur í baráttunni við COVID-19. Seigla okkar skilar árangri í að ná faraldrinum niður innanlands og erlendis frá berast langþráð tíðindi um bóluefni sem lofa mjög góðu. Þróun bóluefna er vitnisburður um mikilvægi menntunar, vísindarannsókna og samstöðu. Þegar verðmæt þekking margra er lögð saman í rannsóknum geta þær leitt af sér uppgötvanir sem gagnast öllu mannkyninu. Í vikunni var lokið við að endurskoða próftöflu vegna lokaprófa haustmisseris og eru niðurstöður aðgengilegar ykkur, kæru nemendur, í Uglu. Við blasir að skiptar skoðanir eru um þessa tilhögun en við endurskoðun próftöflu var fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda fylgt í hvívetna. Einnig var leitast við að taka tillit til sjónarmiða fræðasviða og nemenda eftir því sem kostur var. Höfuðáhersla Háskólans hefur og mun ávallt vera sú að tryggja gæði námsmats og jafnræðis nemenda. Þess vegna munu samkeppnispróf og önnur þýðingarmikil próf verða haldin í húsnæði Háskólans, sbr. reglugerð heilbrigðisyfirvalda. Námsmati í langflestum námskeiðum lýkur þó með öðrum hætti en staðprófum í desember, s.s. heimaprófum, hlutaprófum eða verkefnum. Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá nemendum um framkvæmd lokaprófa og höfum við leitast við að svara þeim á COVID-19 síðu skólans. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þau svör og ef þörf krefur leita frekari upplýsinga um tilhögun lokaprófa á fræðasviðum ykkar og í deildum. Í gær setti Háskóli Íslands af stað nýsköpunarhraðal undir merkjum Academy for Women Entrepreneurs (AWE) í samstarfi við bandarísk stjórnvöld til að efla konur hér til nýsköpunar. Ég hvet konur eindregið til að kynna sér hraðalinn og áhugasamar að sækja um þátttöku. Þá var líka tilkynnt að Háskólinn væri á meðal fyrirtækja og stofnana sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA á þessu ári. Jafnvægisvogin er verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu sem miðar að því að hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi verði a.m.k. fjörutíu prósent árið 2027. Þessi viðurkenning FKA er ánægjulegur vitnisburður um stöðu Háskólans. Jafnrétti er leiðarljós í öllu okkar starfi og grundvöllur þeirrar fjölbreytni sem hér ríkir. Háskóli Íslands er ábyrgur þátttakandi í samfélagi sem stuðlar að jafnrétti, velferð og fjölbreytni og jafnrétti er eitt af þremur gildum í núverandi stefnu skólans. Nú er hafin vinna við nýja stefnu sem unnin er í nánu samráði við allt háskólasamfélagið. Háskólaþing sem hófst í dag er einmitt helgað nýrri stefnu. Að sjálfsögðu verður jafnrétti ein af meginstoðunum í vinnu við nýja stefnu. Við höfum hagnýtt tækni í rafrænni kennslu á þessu misseri vegna heimsfaraldurs en höfum líka haldið uppi takmörkuðu staðnámi í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda hverju sinni. Þannig höfum við náð að halda náminu í gangi þrátt fyrir gríðarlegar hömlur. Ljóst er að við munum þurfa að hafa sama háttinn á við skipulag kennslu á vormisseri 2021. Öll kennslan verður því í grunninn rafræn en takmarkað staðnám verður að vonum áfram heimilt, t.d. þegar um verklegt nám er að ræða. Fræðasvið og deildir munu á næstu dögum og vikum kynna nánari tilhögun kennslu á næsta vormsseri. Rafræn tækni hefur komið að gagni við margt annað í starfi skólans en kennslu. Þannig streymdum við frá Háskólatónleikum í vikunni sem tókust einkar vel og fengu mikla athygli. Það kemur ekki á óvart að tónlistin nái til okkar á þeim tímum sem við nú lifum enda segir Keith Richards, tónskáld í Rolling Stones, að tónlistin sé tungumál sem ekki verði tjáð með orðum heldur með tilfinningum. Leyfum stundum tilfinningum að ráða en verum rökföst og gætum okkar á reiðinni. Sá sem reiðist verður stundum feginn í andartak en eftirsjáin getur varað mjög lengi. Hugum að okkur sjálfum en líka að velferð allra í samfélaginu. Verum tillitssöm og fylgjum áfram reglum um sóttvarnir sem hafa fleytt okkur yfir hjallana sem stundum virtust ókleifir. Njótum helgarinnar sem best við megum. Jón Atli Benediktsson, rektor Sendu Lilju fyrirspurn Mikael Berg Steingrímsson, hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs, óskaði í gær formlega eftir rökstuðningi frá Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra og Háskóla Íslands á því hvers vegna þau 146 lokapróf sem verða haldin í húsakynnum háskólans falla undir undantekningarákvæðið úr reglugerð ráðherra frá 1.nóvember og tilkynningu rektors frá 2. nóvember. Að neðan má sjá yfirlit yfir komandi jólapróf í Háskóla Íslands. Þar kemur til dæmis fram að 1734 séu skráðir í staðpróf þann 11. desember. Hér má sjá fjölda þeirra sem eru skráðir í staðpróf í desember í Háskóla Íslands, skipt eftir fræðasviðum og prófdögum.
Kæru nemendur og samstarfsfólk. Ótvíræð merki eru nú um árangur í baráttunni við COVID-19. Seigla okkar skilar árangri í að ná faraldrinum niður innanlands og erlendis frá berast langþráð tíðindi um bóluefni sem lofa mjög góðu. Þróun bóluefna er vitnisburður um mikilvægi menntunar, vísindarannsókna og samstöðu. Þegar verðmæt þekking margra er lögð saman í rannsóknum geta þær leitt af sér uppgötvanir sem gagnast öllu mannkyninu. Í vikunni var lokið við að endurskoða próftöflu vegna lokaprófa haustmisseris og eru niðurstöður aðgengilegar ykkur, kæru nemendur, í Uglu. Við blasir að skiptar skoðanir eru um þessa tilhögun en við endurskoðun próftöflu var fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda fylgt í hvívetna. Einnig var leitast við að taka tillit til sjónarmiða fræðasviða og nemenda eftir því sem kostur var. Höfuðáhersla Háskólans hefur og mun ávallt vera sú að tryggja gæði námsmats og jafnræðis nemenda. Þess vegna munu samkeppnispróf og önnur þýðingarmikil próf verða haldin í húsnæði Háskólans, sbr. reglugerð heilbrigðisyfirvalda. Námsmati í langflestum námskeiðum lýkur þó með öðrum hætti en staðprófum í desember, s.s. heimaprófum, hlutaprófum eða verkefnum. Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá nemendum um framkvæmd lokaprófa og höfum við leitast við að svara þeim á COVID-19 síðu skólans. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur þau svör og ef þörf krefur leita frekari upplýsinga um tilhögun lokaprófa á fræðasviðum ykkar og í deildum. Í gær setti Háskóli Íslands af stað nýsköpunarhraðal undir merkjum Academy for Women Entrepreneurs (AWE) í samstarfi við bandarísk stjórnvöld til að efla konur hér til nýsköpunar. Ég hvet konur eindregið til að kynna sér hraðalinn og áhugasamar að sækja um þátttöku. Þá var líka tilkynnt að Háskólinn væri á meðal fyrirtækja og stofnana sem hljóta viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA á þessu ári. Jafnvægisvogin er verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu sem miðar að því að hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi verði a.m.k. fjörutíu prósent árið 2027. Þessi viðurkenning FKA er ánægjulegur vitnisburður um stöðu Háskólans. Jafnrétti er leiðarljós í öllu okkar starfi og grundvöllur þeirrar fjölbreytni sem hér ríkir. Háskóli Íslands er ábyrgur þátttakandi í samfélagi sem stuðlar að jafnrétti, velferð og fjölbreytni og jafnrétti er eitt af þremur gildum í núverandi stefnu skólans. Nú er hafin vinna við nýja stefnu sem unnin er í nánu samráði við allt háskólasamfélagið. Háskólaþing sem hófst í dag er einmitt helgað nýrri stefnu. Að sjálfsögðu verður jafnrétti ein af meginstoðunum í vinnu við nýja stefnu. Við höfum hagnýtt tækni í rafrænni kennslu á þessu misseri vegna heimsfaraldurs en höfum líka haldið uppi takmörkuðu staðnámi í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda hverju sinni. Þannig höfum við náð að halda náminu í gangi þrátt fyrir gríðarlegar hömlur. Ljóst er að við munum þurfa að hafa sama háttinn á við skipulag kennslu á vormisseri 2021. Öll kennslan verður því í grunninn rafræn en takmarkað staðnám verður að vonum áfram heimilt, t.d. þegar um verklegt nám er að ræða. Fræðasvið og deildir munu á næstu dögum og vikum kynna nánari tilhögun kennslu á næsta vormsseri. Rafræn tækni hefur komið að gagni við margt annað í starfi skólans en kennslu. Þannig streymdum við frá Háskólatónleikum í vikunni sem tókust einkar vel og fengu mikla athygli. Það kemur ekki á óvart að tónlistin nái til okkar á þeim tímum sem við nú lifum enda segir Keith Richards, tónskáld í Rolling Stones, að tónlistin sé tungumál sem ekki verði tjáð með orðum heldur með tilfinningum. Leyfum stundum tilfinningum að ráða en verum rökföst og gætum okkar á reiðinni. Sá sem reiðist verður stundum feginn í andartak en eftirsjáin getur varað mjög lengi. Hugum að okkur sjálfum en líka að velferð allra í samfélaginu. Verum tillitssöm og fylgjum áfram reglum um sóttvarnir sem hafa fleytt okkur yfir hjallana sem stundum virtust ókleifir. Njótum helgarinnar sem best við megum. Jón Atli Benediktsson, rektor
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Ákveðins misskilnings gæti í umræðunni um jólaprófin í HÍ „Það gætir ákveðins misskilnings í þessu,“ segir Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um fréttir af óánægju nemenda með þá ákvörðun skólayfirvalda að halda staðpróf í desember. 12. nóvember 2020 15:34 Stúdentar við HÍ æfir vegna fyrirkomulags lokaprófa Fjöldi lokaprófa við Háskóla Íslands, einkum á heilbrigðisvísindasviði, mun fara fram í formi staðprófs sem krefst þess að nemendur mæti í persónu og sitji próf í kennslustofu. 11. nóvember 2020 18:33 Hefur heyrt óþægilega margar sögur af ósveigjanleika skólastjórnenda Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, var gestur á upplýsingafundi dagsins. 11. nóvember 2020 12:13 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Ákveðins misskilnings gæti í umræðunni um jólaprófin í HÍ „Það gætir ákveðins misskilnings í þessu,“ segir Dr. Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, um fréttir af óánægju nemenda með þá ákvörðun skólayfirvalda að halda staðpróf í desember. 12. nóvember 2020 15:34
Stúdentar við HÍ æfir vegna fyrirkomulags lokaprófa Fjöldi lokaprófa við Háskóla Íslands, einkum á heilbrigðisvísindasviði, mun fara fram í formi staðprófs sem krefst þess að nemendur mæti í persónu og sitji próf í kennslustofu. 11. nóvember 2020 18:33
Hefur heyrt óþægilega margar sögur af ósveigjanleika skólastjórnenda Una Hildardóttir, forseti Landssambands ungmennafélaga, var gestur á upplýsingafundi dagsins. 11. nóvember 2020 12:13