Ferðaþjónustan og fólkið til framtíðar María Guðmundsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 17:29 Í kjölfar gríðarlegra áfalla í ferðaþjónustu undanfarið, einkum og sérílagi vegna Covid-19 faraldursins er ljóst að þorri starfsfólks í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir atvinnumissi. Mikilvægt er að þessi hópur nýti tímann til að styrkja sig á vinnumarkaði enda hefur sí- og endurmenntun sjaldan verið mikilvægari. Þegar fram líða stundir og viðspyrna hefst í greininni þarf hún á öflugu og vel þjálfuðu starfsfólki að halda, ekki síst til að koma til móts við auknar kröfur og væntingar viðskiptavina. Það er meginforsenda þess að þessi mikilvæga atvinnugrein nái að þroskast og blómstra á ný. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) láta sig mennta- og fræðslumál miklu varða og hafa á undanförnum árum lagt áherslu á hvatningu, samstarf og nýsköpun á þessu sviði. Þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur áunnist. Ferðaþjónustan er orðin heilsárs atvinnugrein þar sem góð þjálfun og menntun starfsfólks hefur hlotið aukið vægi. Enda hefur það sýnt sig að markviss fræðsla eykur samkeppnishæfni fyrirtækis. Fjöldi fyrirtækja hefur af þeim sökum fjárfest í aukinni fræðslu og menntun starfsfólks síns sem gerir það að verkum að margt framlínustarfsfólk í greininni býr yfir góðri þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum sem sífellt meiri krafa er gerð um í nútímasamfélagi. Auk þess er starfsfólkið með ýmiss konar sérhæfingu og víðtækt tengslanet. Slæmt væri að missa þá miklu reynslu og þekkingu sem býr í mannauðnum, en þekkingarleki í greininni gæti reynst þessari öflugu atvinnugrein dýrkeyptur. Í endurreisninni er mikilvægt að ungt fólk sjái möguleika á starfsframa innan þessarar víðfeðmu og fjölbreyttu atvinnugreinar þar sem fjöldi starfa í raun býðst. Innviðirnir skipta miklu máli, ekki einungis fjárfesting í fastafjármunum heldur verði fjárfest áfram í starfsfólki til að veita framúrskarandi þjónustu í þeirri hörðu samkeppni um ferðamanninn sem mun skapast þegar fram líða stundir. Ferðaþjónusta er fyrst og fremst þjónustugrein og því skiptir meginmáli að starfsfólk sé vel í stakk búið til að takast á við framtíðina. Stuðningur stjórnenda og markviss fræðsluáætlun gegnir lykilhlutverki í því að tryggja árangurinn af fræðslunni. Ýmis úrræði standa ferðaþjónustufyrirtækjum til að boða í fræðslumálum í dag en þörfin fyrir sveigjanleika í námi hefur aukist verulega með tilkomu Covid-19. Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, hæfni.is, má finna fjölbreytt verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja koma á fræðslu og fræðsluefni sem hefur verið þýtt á ensku og pólsku. Þá bjóða flestir fræðsluaðilar upp á stafræna fræðslu og er starfsfólki þannig gert kleift að læra hvar og hvenær sem er. Hægt er að sækja um styrki til fræðslu starfsfólks á sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóðanna, attin.is. Nýtum tímann til að vanda til verka og hugleiða hvernig við viljum sjá greinina þróast til næstu 10 ára með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Þá ætti framtíð íslenskrar ferðaþjónustu að vera björt og Ísland áfram eftirsóttur áfangastaður, jafnvel eftirsóttari en nokkru sinni fyrr vegna víðáttu landsins og náttúrufegurðar. Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og formaður Hæfniseturs ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í kjölfar gríðarlegra áfalla í ferðaþjónustu undanfarið, einkum og sérílagi vegna Covid-19 faraldursins er ljóst að þorri starfsfólks í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir atvinnumissi. Mikilvægt er að þessi hópur nýti tímann til að styrkja sig á vinnumarkaði enda hefur sí- og endurmenntun sjaldan verið mikilvægari. Þegar fram líða stundir og viðspyrna hefst í greininni þarf hún á öflugu og vel þjálfuðu starfsfólki að halda, ekki síst til að koma til móts við auknar kröfur og væntingar viðskiptavina. Það er meginforsenda þess að þessi mikilvæga atvinnugrein nái að þroskast og blómstra á ný. Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) láta sig mennta- og fræðslumál miklu varða og hafa á undanförnum árum lagt áherslu á hvatningu, samstarf og nýsköpun á þessu sviði. Þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur áunnist. Ferðaþjónustan er orðin heilsárs atvinnugrein þar sem góð þjálfun og menntun starfsfólks hefur hlotið aukið vægi. Enda hefur það sýnt sig að markviss fræðsla eykur samkeppnishæfni fyrirtækis. Fjöldi fyrirtækja hefur af þeim sökum fjárfest í aukinni fræðslu og menntun starfsfólks síns sem gerir það að verkum að margt framlínustarfsfólk í greininni býr yfir góðri þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum sem sífellt meiri krafa er gerð um í nútímasamfélagi. Auk þess er starfsfólkið með ýmiss konar sérhæfingu og víðtækt tengslanet. Slæmt væri að missa þá miklu reynslu og þekkingu sem býr í mannauðnum, en þekkingarleki í greininni gæti reynst þessari öflugu atvinnugrein dýrkeyptur. Í endurreisninni er mikilvægt að ungt fólk sjái möguleika á starfsframa innan þessarar víðfeðmu og fjölbreyttu atvinnugreinar þar sem fjöldi starfa í raun býðst. Innviðirnir skipta miklu máli, ekki einungis fjárfesting í fastafjármunum heldur verði fjárfest áfram í starfsfólki til að veita framúrskarandi þjónustu í þeirri hörðu samkeppni um ferðamanninn sem mun skapast þegar fram líða stundir. Ferðaþjónusta er fyrst og fremst þjónustugrein og því skiptir meginmáli að starfsfólk sé vel í stakk búið til að takast á við framtíðina. Stuðningur stjórnenda og markviss fræðsluáætlun gegnir lykilhlutverki í því að tryggja árangurinn af fræðslunni. Ýmis úrræði standa ferðaþjónustufyrirtækjum til að boða í fræðslumálum í dag en þörfin fyrir sveigjanleika í námi hefur aukist verulega með tilkomu Covid-19. Á heimasíðu Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, hæfni.is, má finna fjölbreytt verkfæri fyrir stjórnendur sem vilja koma á fræðslu og fræðsluefni sem hefur verið þýtt á ensku og pólsku. Þá bjóða flestir fræðsluaðilar upp á stafræna fræðslu og er starfsfólki þannig gert kleift að læra hvar og hvenær sem er. Hægt er að sækja um styrki til fræðslu starfsfólks á sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóðanna, attin.is. Nýtum tímann til að vanda til verka og hugleiða hvernig við viljum sjá greinina þróast til næstu 10 ára með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Þá ætti framtíð íslenskrar ferðaþjónustu að vera björt og Ísland áfram eftirsóttur áfangastaður, jafnvel eftirsóttari en nokkru sinni fyrr vegna víðáttu landsins og náttúrufegurðar. Höfundur er fræðslustjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og formaður Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar