Yfirgengileg hræðsla við fæðingar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2020 21:00 Unnur Birna er haldin miklum fæðingagótta, sem er yfirgengileg hræðsla við fæðingu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fæðingarótti er algengari hjá barnshafandi konum en margir halda en talið er að um 14% kvenna í heiminum sé haldin slíkum ótta. Kona í Hveragerði getur ekki hugsað sér að eiga barnið sitt og hefur því fengið samþykki fyrir því að barnið verði tekið með keisaraskurði. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember en þá mun keisaraskurður fara fram. Þau glugga oft í nafnabókin til að fá hugmyndir að nafni á stelpuna þeirra. Unnur Birna er haldin miklum fæðingarótta. „Þetta heitir Tókófóbía eða fæðingarótti og er yfirgengileg hræðsla við fæðingar. Ég var búin að ákveða það að eiga aldrei börn, eiga bara ketti, svo gerist það í mars síðastliðnum að ég verð ólétt,“ segir Unnur Birna. Hún segir lítið talað um þessa fóbíu, hún sé feimnismál en samt séu um 14% af konum í heiminum með hana en vilja helst ekki ræða vandamálið. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði, sem eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember. Hér skoða þau nafnabókina en dóttir þeirra mun koma í heiminn 1. desember með keisaraskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil endilega opna á þessa umræðu, að finnast maður vera einn með eitthvað svona er bara ekki gott.“ Unnur Birna segist alls ekki geta fætt eðlilega fæðingu, það komi ekki til greina vegna óttans sem býr innra með henni um að eitthvað muni koma fyrir. „Mér finnst þetta bara hræðilegt, vægast sagt,“ segir hún. Læknir Unnar Birnu og teymið í kringum hana hefur samþykkt að barnið verið tekið með keisaraskurði. „Já, fóbían mín er það mikil. Ljósmæðurnar á Selfossi hafi sýnt 100 prósent skilning.“ En einhverjir kynnu að spyrja, hvernig datt Unni Birnu í hug að verða ólétt? „Ég var bara að nota app sem getnaðarvörn og ruglaðist bara. En ég hugsaði bara, ég er hvort sem er ekki svo frjó, þetta hlýtur að sleppa en fóstrið lifði og er þarna, ég hefði aldrei planað þetta, þetta hefði aldrei gerst nema að þetta átti að gerast óvart,“ segir Unnur Birna. Unnur Birna hefur samið lag til ófædda barnsins en mamma hennar samdi textann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Börn og uppeldi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Fæðingarótti er algengari hjá barnshafandi konum en margir halda en talið er að um 14% kvenna í heiminum sé haldin slíkum ótta. Kona í Hveragerði getur ekki hugsað sér að eiga barnið sitt og hefur því fengið samþykki fyrir því að barnið verði tekið með keisaraskurði. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember en þá mun keisaraskurður fara fram. Þau glugga oft í nafnabókin til að fá hugmyndir að nafni á stelpuna þeirra. Unnur Birna er haldin miklum fæðingarótta. „Þetta heitir Tókófóbía eða fæðingarótti og er yfirgengileg hræðsla við fæðingar. Ég var búin að ákveða það að eiga aldrei börn, eiga bara ketti, svo gerist það í mars síðastliðnum að ég verð ólétt,“ segir Unnur Birna. Hún segir lítið talað um þessa fóbíu, hún sé feimnismál en samt séu um 14% af konum í heiminum með hana en vilja helst ekki ræða vandamálið. Unnur Birna Bassadóttir og Sigurgeir Skafti Flosason, tónlistarfólk í Hveragerði, sem eiga von á sínu fyrsta barni 1. desember. Hér skoða þau nafnabókina en dóttir þeirra mun koma í heiminn 1. desember með keisaraskurði.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vil endilega opna á þessa umræðu, að finnast maður vera einn með eitthvað svona er bara ekki gott.“ Unnur Birna segist alls ekki geta fætt eðlilega fæðingu, það komi ekki til greina vegna óttans sem býr innra með henni um að eitthvað muni koma fyrir. „Mér finnst þetta bara hræðilegt, vægast sagt,“ segir hún. Læknir Unnar Birnu og teymið í kringum hana hefur samþykkt að barnið verið tekið með keisaraskurði. „Já, fóbían mín er það mikil. Ljósmæðurnar á Selfossi hafi sýnt 100 prósent skilning.“ En einhverjir kynnu að spyrja, hvernig datt Unni Birnu í hug að verða ólétt? „Ég var bara að nota app sem getnaðarvörn og ruglaðist bara. En ég hugsaði bara, ég er hvort sem er ekki svo frjó, þetta hlýtur að sleppa en fóstrið lifði og er þarna, ég hefði aldrei planað þetta, þetta hefði aldrei gerst nema að þetta átti að gerast óvart,“ segir Unnur Birna. Unnur Birna hefur samið lag til ófædda barnsins en mamma hennar samdi textann.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Börn og uppeldi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira