Segja fréttir af aftöku al-Qaeda leiðtoga ekki á rökum reistar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 14:48 Saied Khatibzadeh, talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins, dró fréttaflutning af aftöku Abu Muhammad al-Marsi í efa á blaðamannafundi í Tehran í dag. EPA Írönsk stjórnvöld segja fréttir aftöku al-Qaeda leiðtoga í höfuðborginni Tehran ekki vera á rökum reistar. New York Times greindi frá því í gær að Abdullah Ahmed Abdullah, betur þekktur sem Abu Muhammad al-Marsi, næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hafi verið ráðinn af dögum í Tehran í ágúst. New York Times hafði eftir ónefndum heimildarmanni innan úr bandarísku leyniþjónustunni að al-Marsi hafi verið skotinn af ísraelskum leyniþjónustumönnum úti á götu í Tehran í sumar. Íranir segja þetta ekki vera rétt og að engir al-Qaeda „hryðjuverkamenn“ búi í landinu. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um árásir sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Afríku árið 1998. Samkvæmt frétt New York Times var hann skotinn til bana ásamt dóttur sinni af tveimur byssumönnum á mótorhjóli þann 7. ágúst. Samkvæmt fréttinni munu Íranar hafa reyna að hylma yfir málið en í fréttum íranskra og líbanskra fjölmiðla af málinu í sumar hafi fórnarlömb skotárásarinnar þann 7. ágúst verið sögð sagnfræðiprófessor og dóttir hans, en ekki alræmdur leiðtogi innan al-Qaeda. Íranska utanríkisráðuneytið vísar þessu á bug. „Annað slagið reyna Washington og Tel Aviv að bendla Íran við slík samtök með því að ljúga og leka fölskum upplýsingum til fjölmiðla til að reyna að komast undan ábyrgð vegna glæpa þessara samtaka og annarra hryðjuverkasamtaka á svæðinu,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Ísrael hafa enn sem komið er ekki brugðist við yfirlýsingunni að því er segir í frétt BBC af málinu. Al-Marsi var meðal þeirra sem stofnuðu al-Qaeda sem borið hefur ábyrgð á fjölda árásá í Miðausturlöndum og í Afríku auk hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að standa á bak við árásirnar sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998 þar sem 224 létu lífið. Íran Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Írönsk stjórnvöld segja fréttir aftöku al-Qaeda leiðtoga í höfuðborginni Tehran ekki vera á rökum reistar. New York Times greindi frá því í gær að Abdullah Ahmed Abdullah, betur þekktur sem Abu Muhammad al-Marsi, næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda, hafi verið ráðinn af dögum í Tehran í ágúst. New York Times hafði eftir ónefndum heimildarmanni innan úr bandarísku leyniþjónustunni að al-Marsi hafi verið skotinn af ísraelskum leyniþjónustumönnum úti á götu í Tehran í sumar. Íranir segja þetta ekki vera rétt og að engir al-Qaeda „hryðjuverkamenn“ búi í landinu. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að hafa lagt á ráðin um árásir sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Afríku árið 1998. Samkvæmt frétt New York Times var hann skotinn til bana ásamt dóttur sinni af tveimur byssumönnum á mótorhjóli þann 7. ágúst. Samkvæmt fréttinni munu Íranar hafa reyna að hylma yfir málið en í fréttum íranskra og líbanskra fjölmiðla af málinu í sumar hafi fórnarlömb skotárásarinnar þann 7. ágúst verið sögð sagnfræðiprófessor og dóttir hans, en ekki alræmdur leiðtogi innan al-Qaeda. Íranska utanríkisráðuneytið vísar þessu á bug. „Annað slagið reyna Washington og Tel Aviv að bendla Íran við slík samtök með því að ljúga og leka fölskum upplýsingum til fjölmiðla til að reyna að komast undan ábyrgð vegna glæpa þessara samtaka og annarra hryðjuverkasamtaka á svæðinu,“ segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytisins. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Ísrael hafa enn sem komið er ekki brugðist við yfirlýsingunni að því er segir í frétt BBC af málinu. Al-Marsi var meðal þeirra sem stofnuðu al-Qaeda sem borið hefur ábyrgð á fjölda árásá í Miðausturlöndum og í Afríku auk hryðjuverkaárásanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Al-Marsi er meðal annars sakaður um að standa á bak við árásirnar sem gerðar voru á sendiráð Bandaríkjanna í Kenía og Tansaníu árið 1998 þar sem 224 létu lífið.
Íran Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira