Til ryskinga kom í mótmælum stuðningsmanna Trump Sylvía Hall skrifar 15. nóvember 2020 11:51 Til átaka kom á milli hópanna Proud Boys og Antifa. Getty/Samuel Corum Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og ásakanir hans um meint kosningasvindl. Um tuttugu voru handtekin í mótmælum stuðningsmannanna. Trump hefur sjálfur ekki viðurkennt ósigur í kosningunum, en Joe Biden var lýstur sigurvegari fyrir rúmri viku síðan. Biden hlaut 306 kjörmenn og er því langt yfir þeim fjölda kjörmanna sem þarf til að sigra, en 270 kjörmenn tryggja sigur í kosningunum. Mótmælendurnir söfnuðust saman um hádegisbil nærri Hvíta húsinu og héldu í átt að húsnæði Hæstaréttar landsins í borginni. Nokkrir öfgahægri hópar tóku þátt og lýstu yfir stuðningi við forsetann, þar á meðal hópurinn Proud boys, sem hefur verið skilgreindur sem öfgasamtök. Mótmælendur voru margir hverjir með fána sem skreyttir voru með stuðningsorðum til forsetans og sumir klæddir skotheldum vestum. Mótmælin voru að mestu friðsæl í upphafi, en þegar tók að líða á kvöldið fór að bera á látum og ryskingum í hópi mótmælendanna. Í það minnsta tuttugu voru handtekin á mótmælunum, meðal annars fyrir vopnaburð og líkamsárásir, og slösuðust tveir lögreglumenn við störf á vettvangi. Þá var ein stunguárás tilkynnt til lögreglu samkvæmt breska ríkisútvarpinu. Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Telja að 70 þúsund gætu dáið næstu mánuði í Bandaríkjunum Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði. 14. nóvember 2020 11:36 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann og ásakanir hans um meint kosningasvindl. Um tuttugu voru handtekin í mótmælum stuðningsmannanna. Trump hefur sjálfur ekki viðurkennt ósigur í kosningunum, en Joe Biden var lýstur sigurvegari fyrir rúmri viku síðan. Biden hlaut 306 kjörmenn og er því langt yfir þeim fjölda kjörmanna sem þarf til að sigra, en 270 kjörmenn tryggja sigur í kosningunum. Mótmælendurnir söfnuðust saman um hádegisbil nærri Hvíta húsinu og héldu í átt að húsnæði Hæstaréttar landsins í borginni. Nokkrir öfgahægri hópar tóku þátt og lýstu yfir stuðningi við forsetann, þar á meðal hópurinn Proud boys, sem hefur verið skilgreindur sem öfgasamtök. Mótmælendur voru margir hverjir með fána sem skreyttir voru með stuðningsorðum til forsetans og sumir klæddir skotheldum vestum. Mótmælin voru að mestu friðsæl í upphafi, en þegar tók að líða á kvöldið fór að bera á látum og ryskingum í hópi mótmælendanna. Í það minnsta tuttugu voru handtekin á mótmælunum, meðal annars fyrir vopnaburð og líkamsárásir, og slösuðust tveir lögreglumenn við störf á vettvangi. Þá var ein stunguárás tilkynnt til lögreglu samkvæmt breska ríkisútvarpinu.
Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31 Telja að 70 þúsund gætu dáið næstu mánuði í Bandaríkjunum Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði. 14. nóvember 2020 11:36 Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Eiga Ivanka og Jared afturkvæmt til New York? „[Forsetinn] var svo hræðilegur og ól á svo mikilli sundrung varðandi New York; sagði að borgin væri „martröð“ og að hún væri „tóm“ og búin að vera. Engin hérna mun gleyma því. Að snúa aftur eftir allt sem hann hefur sagt, það á ekki eftir að ganga.“ 14. nóvember 2020 23:31
Telja að 70 þúsund gætu dáið næstu mánuði í Bandaríkjunum Mikill vöxtur í kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum gæti leitt til átta milljón staðfestra smita til viðbótar og 70 þúsund dauðsfalla næstu tvo mánuði. 14. nóvember 2020 11:36
Hægriöfgahópar stefna á Washington til að sýna samstöðu með Trump Samstöðufundir hægriöfgahópa og annarra stuðningsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta með ásökunum hans um víðtæk kosningasvik eru áformaðir í Washington-borg á laugardag. 13. nóvember 2020 23:51