Hvetur stjórnvöld til að gyrða sig í brók og fara að girða Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2020 12:18 Kolbeinn hvetur stjórvöld, sem bera ábyrgð á girðingarmálum þegar varnarlínur eru annars vegar að girða sig í brók og auka fjármagn til málaflokksins til að halda íslensku sauðkindinni innan þess svæðis, sem henni er ætlað að vera í viðkomandi varnarhólfi upp á riðuveikivarnir að gera. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændur og sveitarstjórnarmenn í uppsveitum Árnessýslu hafa miklar áhyggjur af lélegum girðingum og viðhaldi þeirra, sem eiga að þjóna hlutverki varnarlína á milli varnarhólfa vegna riðuveiku. Matvælastofnun, sem á að sinna viðhaldi girðinganna og sjá til þess að þær séu í lagi fær ekki fjármagn til verksins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar sendi nýlega frá sér ályktun vegna búfjársjúkdóma í kjölfar riðuveikinnar, sem kom upp í Skagafirði en fulltrúar sveitarstjórnar ítreka mikilvægi þess að Matvælastofnun, sem sér um viðhald og eftirlit varnarlína verði tryggt nægt fjármagn. Kolbeinn Sveinbjörnsson á sæti í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Það virðist vera óstand á því hvernig staðið er að viðhaldi þessara girðinga, búið að vera í mörg ár, við erum bara að hnykkja á því, þannig að ríkið fari kannski eftir lögum og reglum eins og aðrir eiga að gera,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn Sveinbjörnsson, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð, sem gagnrýnir stjórnvöld fyrir að leggja ekki fjármagn í viðhald á varðargirðingum víða um land.Einkasafn Kolbeinn segir að allt of víða, sé ástand girðinga, sem eiga að gegna hlutverki varnarlína á milli beitihólfa mjög slæmt og það hafi ekki verið farið með þeim til að sinna viðhaldi í fjölda ár. „Það er allavega mikill misskilningur að halda að það sé einhvern gagn í einhverjum girðingum, sem að ná bara hluta af einhverri leið, sem þær eiga að verja. Þetta þarf bara að ná frá byrjun og til enda og fara með þeim á hverju vori ef það á að vera eitthvað gagn í þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun býr stofnunin ekki yfir fjárheimildum til viðhalds varnargirðinga. Kolbeinn segist heyra á bændum að þeir hafi áhyggjur af stöðu mála vegna lélegra girðinga. „Já, bændur vilja fara eftir því að ef fé fer á milli hólfa á að farga því og það náttúrulega bara tjón, þannig að sjálfsögðu hafa menn áhyggjur af því.“ Kolbeinn leggur til að þeir sem ábyrgð bera á þessum málum girði sig í brók , fjármagn til þessa málaflokks verði aukið og það notað til að standa búmannlega að þessum málum en ekki til skýrsluskrifa „Nú þarf að fara út og drífa sig að girða, kaupa svolítið af naglbítum og laga þetta dót. Það er líka mjög leiðinlegt að sjá girðingar út um allt land, sem er ekki hugsað um. Það þarf allavega að rífa þær upp ef það er búið að afleggja þær, það er nú skömm af því víða,“ segir Kolbeinn. Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Bændur og sveitarstjórnarmenn í uppsveitum Árnessýslu hafa miklar áhyggjur af lélegum girðingum og viðhaldi þeirra, sem eiga að þjóna hlutverki varnarlína á milli varnarhólfa vegna riðuveiku. Matvælastofnun, sem á að sinna viðhaldi girðinganna og sjá til þess að þær séu í lagi fær ekki fjármagn til verksins. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar sendi nýlega frá sér ályktun vegna búfjársjúkdóma í kjölfar riðuveikinnar, sem kom upp í Skagafirði en fulltrúar sveitarstjórnar ítreka mikilvægi þess að Matvælastofnun, sem sér um viðhald og eftirlit varnarlína verði tryggt nægt fjármagn. Kolbeinn Sveinbjörnsson á sæti í sveitarstjórn Bláskógabyggðar. „Það virðist vera óstand á því hvernig staðið er að viðhaldi þessara girðinga, búið að vera í mörg ár, við erum bara að hnykkja á því, þannig að ríkið fari kannski eftir lögum og reglum eins og aðrir eiga að gera,“ segir Kolbeinn. Kolbeinn Sveinbjörnsson, sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð, sem gagnrýnir stjórnvöld fyrir að leggja ekki fjármagn í viðhald á varðargirðingum víða um land.Einkasafn Kolbeinn segir að allt of víða, sé ástand girðinga, sem eiga að gegna hlutverki varnarlína á milli beitihólfa mjög slæmt og það hafi ekki verið farið með þeim til að sinna viðhaldi í fjölda ár. „Það er allavega mikill misskilningur að halda að það sé einhvern gagn í einhverjum girðingum, sem að ná bara hluta af einhverri leið, sem þær eiga að verja. Þetta þarf bara að ná frá byrjun og til enda og fara með þeim á hverju vori ef það á að vera eitthvað gagn í þeim.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun býr stofnunin ekki yfir fjárheimildum til viðhalds varnargirðinga. Kolbeinn segist heyra á bændum að þeir hafi áhyggjur af stöðu mála vegna lélegra girðinga. „Já, bændur vilja fara eftir því að ef fé fer á milli hólfa á að farga því og það náttúrulega bara tjón, þannig að sjálfsögðu hafa menn áhyggjur af því.“ Kolbeinn leggur til að þeir sem ábyrgð bera á þessum málum girði sig í brók , fjármagn til þessa málaflokks verði aukið og það notað til að standa búmannlega að þessum málum en ekki til skýrsluskrifa „Nú þarf að fara út og drífa sig að girða, kaupa svolítið af naglbítum og laga þetta dót. Það er líka mjög leiðinlegt að sjá girðingar út um allt land, sem er ekki hugsað um. Það þarf allavega að rífa þær upp ef það er búið að afleggja þær, það er nú skömm af því víða,“ segir Kolbeinn.
Bláskógabyggð Landbúnaður Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent