Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Birgir Olgeirsson skrifar 15. nóvember 2020 14:14 Pfizer bóluefnið þykir afar lofandi en einn af stofnendum BioNTech segir að það þurfi mikla útbreiðslu áður en lífið geti orðið eðlilegt á ný. EPA/BIONTECH SE Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. Pfizer-bóluefnið, eins og það er jafnan kallað, þykir afar lofandi en bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að það veiti vörn í 90 prósentum tilvika. Bóluefnið hefur verið prófað á 43.000 manns. Þegar hefur verið sótt um neyðarleyfi fyrir notkun þess sem gæti orðið til þess að forgangshópar yrðu bólusettir innan tíðar. Sahin segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að veturinn eigi enn eftir að reynast erfiður því bóluefnið verði ekki komið í næga dreifingu. Hann er afar bjartsýnn á að bóluefnið muni draga úr sýkingum og muni einnig draga úr einkennum þeirra sem kunni að sýkjast. „Ég er fullviss um að draga muni úr smitum á milli fólks. Ekki kannski um 90 prósent, en allavega helming. En við skulum ekki gleyma því að með því að draga úr smitum um helming myndi það draga verulega úr útbreiðslu veirunnar,“ er haft eftir Sahin. Einhverjir hafa sagt að lífið gæti orðið eðlilegt aftur strax næsta vor. Sahin er ekki svo viss um það. Ef allt gengur að óskum þá kemst Pfizer-bóluefnið á markað í árslok eða upphafi næsta árs. Markmiðið sé að dreifa 300 milljónum skammta um heiminn fyrir apríl. Það muni hafa áhrif en ekki nægjanleg. „Sumarið mun hjálpa okkur því þá dregur jafnan úr sýkingum. Það er því mjög mikilvægt að ná upp mikilli bólusetningu fyrir haustið á næsta ári.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33 Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Sjá meira
Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. Pfizer-bóluefnið, eins og það er jafnan kallað, þykir afar lofandi en bráðabirgðaniðurstöður gefa til kynna að það veiti vörn í 90 prósentum tilvika. Bóluefnið hefur verið prófað á 43.000 manns. Þegar hefur verið sótt um neyðarleyfi fyrir notkun þess sem gæti orðið til þess að forgangshópar yrðu bólusettir innan tíðar. Sahin segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC að veturinn eigi enn eftir að reynast erfiður því bóluefnið verði ekki komið í næga dreifingu. Hann er afar bjartsýnn á að bóluefnið muni draga úr sýkingum og muni einnig draga úr einkennum þeirra sem kunni að sýkjast. „Ég er fullviss um að draga muni úr smitum á milli fólks. Ekki kannski um 90 prósent, en allavega helming. En við skulum ekki gleyma því að með því að draga úr smitum um helming myndi það draga verulega úr útbreiðslu veirunnar,“ er haft eftir Sahin. Einhverjir hafa sagt að lífið gæti orðið eðlilegt aftur strax næsta vor. Sahin er ekki svo viss um það. Ef allt gengur að óskum þá kemst Pfizer-bóluefnið á markað í árslok eða upphafi næsta árs. Markmiðið sé að dreifa 300 milljónum skammta um heiminn fyrir apríl. Það muni hafa áhrif en ekki nægjanleg. „Sumarið mun hjálpa okkur því þá dregur jafnan úr sýkingum. Það er því mjög mikilvægt að ná upp mikilli bólusetningu fyrir haustið á næsta ári.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Tengdar fréttir Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33 Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16 Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Mest lesið Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Fleiri fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Sjá meira
Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19
Fyrsti Pfizer-skammturinn dugi fyrir fyrstu forgangshópa Börn verða ekki bólusett gegn kórónuveirunni til að byrja með og er ekki vissa um hvort hægt verði að bólusetja ófrískar konur. 12. nóvember 2020 16:33
Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. 11. nóvember 2020 20:16
Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent