70% fólks með „langvarandi Covid“ greinist með virknirýrnun líffæra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2020 23:34 1,37 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 í Bretlandi og tæp 52 þúsund látist. epa/Steve Parsons Bráðabirgðaniðurstöður breskrar rannsóknar benda til þess að næstum 70% áður heilbrigðra einstaklinga sem glíma við langvarandi eftirköst vegna Covid-19, þjáist af einhvers konar rýrnun á virkni eins eða fleiri líffæra. „Góðu fréttirnar eru að virknirýrnunin er væg en jafnvel þótt þú horfir á þetta gegnum íhaldssöm gleraugu þá er engu að síður um rýrnun að ræða og hjá 25% einstaklinga er um að ræða tvö eða fleiri líffæri,“ hefur Guardian eftir Amitava Banerjee, hjartasérfræðingi og prófessor við University College London. Hann segir niðurstöðurnar mikilvægar; nauðsynlegt sé að fylgjast með viðkomandi einstaklingum til að athuga hvort virknirýrnunin gangi til baka eða hvort einhverjum fjölda kunni að versna. Ungt og áður hraust fólk glímir ekki síður við eftirköst Covid-19 en fólk í áhættuhópum.epa/Andy Rain Koma á fót 40 miðstöðvum til að taka á „langvarandi Covid“ Niðurstöðurnar ná til 200 ungra og heilbrigðra einstaklinga sem glímdu við eftirköst Covid-19 í að minnsta kosti fjóra mánuði eftir greiningu. Tilgangur rannsóknarinnar er meðal annars þróun lyfja og/eða meðferðar við eftirköstunum, sem eru margvísleg. Flestir sem glíma við það sem hefur verið kallað „langvarandi Covid“ tala um þreytu, heilaþoku, öndunarerfiðleika og verki. Í Bretlandi eru um 60 þúsund einstaklingar taldir þjást af langvarandi Covid; þ.e.a.s. þeir greinast ekki lengur með sjúkdóminn en glíma enn við fylgikvilla. Breska heilbrigðisþjónustan hefur greint frá því að til standi að koma á fót neti 40 miðstöðva þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og ýmsir meðferðaraðilar munu vinna með fólki sem glímir við líkamleg eða andleg eftirköst Covid-19. epa/Steve Parsons Setja ákveðna fyrirvara við niðurstöðurnar Í sumum, en ekki öllum, tilvikum fundust tengsl milli einkenna Covid-19 og þeirra líffæra sem reyndust minna virk en hjá heilbrigðum einstakling. Öndunarerfiðleikar tengdust til dæmis rýrnun í hjarta og lungum. Rannsakendurnir benda hins vegar á að ekki hafi verið sýnt fram á að virknirýrnun ákveðinna líffæra sé orsök langvarandi einkenna. Þá ítreka þeir að þrátt fyrir að fólkið hafi upplifað sig sem heilbrigt áður en það fékk Covid-19, sé ekki hægt að fullyrða um ástand innri líffæra. Umfjöllun Guardian. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstöður breskrar rannsóknar benda til þess að næstum 70% áður heilbrigðra einstaklinga sem glíma við langvarandi eftirköst vegna Covid-19, þjáist af einhvers konar rýrnun á virkni eins eða fleiri líffæra. „Góðu fréttirnar eru að virknirýrnunin er væg en jafnvel þótt þú horfir á þetta gegnum íhaldssöm gleraugu þá er engu að síður um rýrnun að ræða og hjá 25% einstaklinga er um að ræða tvö eða fleiri líffæri,“ hefur Guardian eftir Amitava Banerjee, hjartasérfræðingi og prófessor við University College London. Hann segir niðurstöðurnar mikilvægar; nauðsynlegt sé að fylgjast með viðkomandi einstaklingum til að athuga hvort virknirýrnunin gangi til baka eða hvort einhverjum fjölda kunni að versna. Ungt og áður hraust fólk glímir ekki síður við eftirköst Covid-19 en fólk í áhættuhópum.epa/Andy Rain Koma á fót 40 miðstöðvum til að taka á „langvarandi Covid“ Niðurstöðurnar ná til 200 ungra og heilbrigðra einstaklinga sem glímdu við eftirköst Covid-19 í að minnsta kosti fjóra mánuði eftir greiningu. Tilgangur rannsóknarinnar er meðal annars þróun lyfja og/eða meðferðar við eftirköstunum, sem eru margvísleg. Flestir sem glíma við það sem hefur verið kallað „langvarandi Covid“ tala um þreytu, heilaþoku, öndunarerfiðleika og verki. Í Bretlandi eru um 60 þúsund einstaklingar taldir þjást af langvarandi Covid; þ.e.a.s. þeir greinast ekki lengur með sjúkdóminn en glíma enn við fylgikvilla. Breska heilbrigðisþjónustan hefur greint frá því að til standi að koma á fót neti 40 miðstöðva þar sem læknar, hjúkrunarfræðingar og ýmsir meðferðaraðilar munu vinna með fólki sem glímir við líkamleg eða andleg eftirköst Covid-19. epa/Steve Parsons Setja ákveðna fyrirvara við niðurstöðurnar Í sumum, en ekki öllum, tilvikum fundust tengsl milli einkenna Covid-19 og þeirra líffæra sem reyndust minna virk en hjá heilbrigðum einstakling. Öndunarerfiðleikar tengdust til dæmis rýrnun í hjarta og lungum. Rannsakendurnir benda hins vegar á að ekki hafi verið sýnt fram á að virknirýrnun ákveðinna líffæra sé orsök langvarandi einkenna. Þá ítreka þeir að þrátt fyrir að fólkið hafi upplifað sig sem heilbrigt áður en það fékk Covid-19, sé ekki hægt að fullyrða um ástand innri líffæra. Umfjöllun Guardian.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Sjá meira