Góðkunningi íslenska landsliðsins frá Eurobasket er á leið til LA Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 16:00 Dennis Schröder í leiknum á móti Íslandi á Eurobasket í Berlín haustið 2015. EPA/LUKAS SCHULZE NBA-meistarar Los Angeles Lakers eru byrjaðir að setja saman lið fyrir titilvörnina sína og þeir hafa samkvæmt bandarískum fjölmiðlum sótt sér þýskan bakvörð. Los Angeles Lakers hefur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum samið um leikmannaskipti við Oklahoma City Thunder en meistararnir fá þá þýska bakvörðinn Dennis Schröder í skiptum fyrir 28. valrétt í nýliðavalinu á miðvikudagskvöldið. Dennis Schröder er 27 ára gamall og hefur verið eftirsóttur af liðum sem sóttust eftir skiptum við Oklahoma City Thunder. ESPN story on the Lakers acquiring guard Dennis Schroder in a deal with Oklahoma City: https://t.co/VlF4LYi3Mh— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 15, 2020 Lakers mun væntanlega missa bakverðina Rajon Rondo og Avery Bradley sem eru með lausa samninga og Lakers lagði því kapp á það að fá Schröder. Schröder á eitt ár eftir af samningi sínum og lokaárið gefur honum 15,5 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 2,1 milljarð íslenskra króna. Schröder átti mjög gott tímabil með Oklahoma City Thunder liðinu en hann var með 18,9 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Lakers and Thunder won't be able to formalize the framework of deal until NBA's transaction moratorium is lifted on Monday. https://t.co/ZdS2WMvCM8— Shams Charania (@ShamsCharania) November 15, 2020 Hann byrjaði NBA feril sinn í litlu hlutverki hjá Atlanta Hawks árið 2013 en hækkaði meðalskor sitt síðan á fjórum tímabilum í röð þar til að hann skoraði 19,4 stig og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik 2017-18 tímabilið. Það muna eflaust margir eftir Dennis Schröder frá Eurobasket árið 2015 þegar hann lék með þýska landsliðinu á móti því íslenska í fyrsta leik Íslands á stórmóti í körfubolta. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska landsliðinu ásamt Dirk Nowitzki með 15 stig í leiknum og það var líka gaman að fylgjast með einvígi hans og Harðar Axels Vilhjálmssonar í leiknum. NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
NBA-meistarar Los Angeles Lakers eru byrjaðir að setja saman lið fyrir titilvörnina sína og þeir hafa samkvæmt bandarískum fjölmiðlum sótt sér þýskan bakvörð. Los Angeles Lakers hefur samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum samið um leikmannaskipti við Oklahoma City Thunder en meistararnir fá þá þýska bakvörðinn Dennis Schröder í skiptum fyrir 28. valrétt í nýliðavalinu á miðvikudagskvöldið. Dennis Schröder er 27 ára gamall og hefur verið eftirsóttur af liðum sem sóttust eftir skiptum við Oklahoma City Thunder. ESPN story on the Lakers acquiring guard Dennis Schroder in a deal with Oklahoma City: https://t.co/VlF4LYi3Mh— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 15, 2020 Lakers mun væntanlega missa bakverðina Rajon Rondo og Avery Bradley sem eru með lausa samninga og Lakers lagði því kapp á það að fá Schröder. Schröder á eitt ár eftir af samningi sínum og lokaárið gefur honum 15,5 milljónir dollara í aðra hönd eða meira en 2,1 milljarð íslenskra króna. Schröder átti mjög gott tímabil með Oklahoma City Thunder liðinu en hann var með 18,9 stig og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Lakers and Thunder won't be able to formalize the framework of deal until NBA's transaction moratorium is lifted on Monday. https://t.co/ZdS2WMvCM8— Shams Charania (@ShamsCharania) November 15, 2020 Hann byrjaði NBA feril sinn í litlu hlutverki hjá Atlanta Hawks árið 2013 en hækkaði meðalskor sitt síðan á fjórum tímabilum í röð þar til að hann skoraði 19,4 stig og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik 2017-18 tímabilið. Það muna eflaust margir eftir Dennis Schröder frá Eurobasket árið 2015 þegar hann lék með þýska landsliðinu á móti því íslenska í fyrsta leik Íslands á stórmóti í körfubolta. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska landsliðinu ásamt Dirk Nowitzki með 15 stig í leiknum og það var líka gaman að fylgjast með einvígi hans og Harðar Axels Vilhjálmssonar í leiknum.
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum