Horfum á heildarmyndina Guðrún Hildur Ragnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 09:30 Mikið hefur verið ritað og talað um breytt landslag í ferðaþjónustu upp á síðkastið, bæði hvaða leiðir hægt er að fara til að sporna við kostnaði og mögulegu gjaldþroti, og einnig hvað við getum gert til þess að auka samkeppnishæfni okkar og sýnileika úti í hinum stóra heimi. Það er eðlilegt og sjálfsagt að eigendur ferðaþjónustufyrirtækja leiti allra leiða til að komast af í þessu árferði og er niðurskurður oftar en ekki ein af fáum eða jafnvel eina lausnin, hvort sem það sé gert í gegnum starfsmannahald eða fasta og breytilega kostnaðarliði. Það er erfitt að komast hjá föstum kostnaði og því er saxað á þá breytilegu sem markaðssetning fellur meðal annars undir. Markaðssetning til erlendra ferðamanna getur verið mjög kostnaðarsöm og krefst mikillar vinnu og það er því ekki á færi allra að ráða utanaðkomandi aðila til að sinna því verkefni. Hættulegt er þó að líta framhjá gríðarlegu vægi markaðssetningar á komandi misserum þar sem nauðsynlegt er að byggja okkur örugglega upp aftur eftir þann samdrátt sem hefur átt sér stað. En í hverju felst markaðssetning og hvaða tól getum við notað til þess að gera okkur sýnileg á innlendum sem og erlendum markaði? Leiðin liggur í loftinu Við viljum geta boðið upp á okkar þjónustu á réttu verði fyrir rétta gestinn á réttum tíma. Í markaðssetningu í dag eru nokkrar grunnstoðir og mikilvægt er að kynna sér vel hvaða leiðir hægt er að fara. Sem dæmi má nefna samfélagsmiðla, líkt og Instagram og Facebook, net- og fréttamiðla, eða samstarfsaðila, eins og ferðaskrifstofur og bókunarsíður. Margir hafa nýtt sér Instagram og Facebook til að auglýsa sig, sérstaklega í ár og þá helst á innanlandsmarkaði. Annað sem ekki er síður mikilvægt þegar kemur að markaðssetningu er heimasíða með uppfærðum upplýsingum og nýlegum myndum til að auka traust sem stuðlar að jákvæðum áhrifum á beinar bókanir. Það er þó ekki nóg að vinna með innlenda markaðinn heldur þarf einnig að leggja áherslu á ytri markaðssetningu í gegnum samstarfsaðila. Langflestir ferðaþjónustuaðilar nýta sér samstarf í gegnum ferðaskrifstofur sem fá bæði stafrænt og útprentað auglýsingaefni frá þessum aðilum. Það getur skilað stórum kúnnahópum, sérstaklega á sumrin, á meðan samstarf við bókunarsíður skilar miklum fjölda einstaklingsmiðaðra bókana sem dreifist betur yfir árið. Rétt eins og með ferðaskrifstofurnar eru allir með sína sérstöðu og sterkir á ákveðnum mörkuðum, til að mynda hefur Markaðsstofa Norðurlands náð miklum árangri með samstarfi við erlendar ferðaskrifstofur sem fljúga beint á Akureyri . Bókunarsíður leggja áherslu á að fjárfesta í markaðssetningu og markaður eins og Ísland getur haft mikil áhrif, til dæmis með því að taka þátt í stórum herferðum. Þessar herferðir hafa skilað íslenskri gistiþjónustu fleiri þúsundum gistinátta og þar með haft hliðaráhrif á aðra ferðatengda þjónustu. Vegna öflugrar markaðssetningar stóru bókunarsíðanna eru fleiri milljónir gesta sem skoða síðurnar á ári hverju. Það er óneitanlega hægt segja að íslensk ferðaþjónusta hafi hagnast mikið á samstarfi við ferðaskrifstofur og bókunarsíður, enda er hlutfallið af heildarbókunum þeirra mun hærra í samanburði við beinar bókanir. Ferðaþjónustufyrirtæki út um allan heim hafa valið að nýta sér markaðssetningu og þjónustu þessara aðila og því er í raun ekki skrítið að hlutfallið sé svo hátt. Komum Íslandi aftur á kortið Almenn markaðssetning verður einnig mikilvæg þegar markaðssetja á áfangastaðinn Ísland á ný eftir farsóttartíma. Íslandsstofa sem keyrir herferðir á hverju ári hefur fengið það stóra og mikilvæga verkefni að koma Íslandi á framfæri erlendis, með góðum styrk frá íslenska ríkinu. Það eru því margar hendur sem koma að markaðssetningu á Íslandi. Nú er einmitt tíminn til að horfa til framtíðar í markaðssetningu og dreifa henni á markaði sem hafa verið okkur mikilvægir hingað til, en einnig á þá markaði sem við teljum okkur eiga möguleika á að komast inn á. Við verðum að vera klár í slaginn þegar allt kemst í eðlilegra horf og líta til þeirra miðla sem eru skila mestum árangri. Í núverandi ástandi skiptir máli að Ísland sem áfangastaður sé sem sýnilegastur á arðbærum mörkuðum og hefur Íslandsstofa unnið með helstu alþjóðlegu auglýsingastofum til að koma okkur á framfæri. Ferðaskrifstofur setja fókusinn á hópa- og einstaklingsmiðaðar ferðir og bókunarsíður herja á breiðan markað með ýmsum leiðum. Mikilvægt er að horfa til þeirrar markaðssetningar sem hefur reynst okkur vel og treysta á að hún muni aðstoða okkur við að auka og efla eftirspurn þegar fram líða stundir. Það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina þegar fjallað er um áfangastaðinn Ísland. Nýtum þau tæki og tól sem við höfum og verum klár í slaginn um leið og færi gefst! Höfundur er viðskiptastjóri hjá Expedia Group. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið ritað og talað um breytt landslag í ferðaþjónustu upp á síðkastið, bæði hvaða leiðir hægt er að fara til að sporna við kostnaði og mögulegu gjaldþroti, og einnig hvað við getum gert til þess að auka samkeppnishæfni okkar og sýnileika úti í hinum stóra heimi. Það er eðlilegt og sjálfsagt að eigendur ferðaþjónustufyrirtækja leiti allra leiða til að komast af í þessu árferði og er niðurskurður oftar en ekki ein af fáum eða jafnvel eina lausnin, hvort sem það sé gert í gegnum starfsmannahald eða fasta og breytilega kostnaðarliði. Það er erfitt að komast hjá föstum kostnaði og því er saxað á þá breytilegu sem markaðssetning fellur meðal annars undir. Markaðssetning til erlendra ferðamanna getur verið mjög kostnaðarsöm og krefst mikillar vinnu og það er því ekki á færi allra að ráða utanaðkomandi aðila til að sinna því verkefni. Hættulegt er þó að líta framhjá gríðarlegu vægi markaðssetningar á komandi misserum þar sem nauðsynlegt er að byggja okkur örugglega upp aftur eftir þann samdrátt sem hefur átt sér stað. En í hverju felst markaðssetning og hvaða tól getum við notað til þess að gera okkur sýnileg á innlendum sem og erlendum markaði? Leiðin liggur í loftinu Við viljum geta boðið upp á okkar þjónustu á réttu verði fyrir rétta gestinn á réttum tíma. Í markaðssetningu í dag eru nokkrar grunnstoðir og mikilvægt er að kynna sér vel hvaða leiðir hægt er að fara. Sem dæmi má nefna samfélagsmiðla, líkt og Instagram og Facebook, net- og fréttamiðla, eða samstarfsaðila, eins og ferðaskrifstofur og bókunarsíður. Margir hafa nýtt sér Instagram og Facebook til að auglýsa sig, sérstaklega í ár og þá helst á innanlandsmarkaði. Annað sem ekki er síður mikilvægt þegar kemur að markaðssetningu er heimasíða með uppfærðum upplýsingum og nýlegum myndum til að auka traust sem stuðlar að jákvæðum áhrifum á beinar bókanir. Það er þó ekki nóg að vinna með innlenda markaðinn heldur þarf einnig að leggja áherslu á ytri markaðssetningu í gegnum samstarfsaðila. Langflestir ferðaþjónustuaðilar nýta sér samstarf í gegnum ferðaskrifstofur sem fá bæði stafrænt og útprentað auglýsingaefni frá þessum aðilum. Það getur skilað stórum kúnnahópum, sérstaklega á sumrin, á meðan samstarf við bókunarsíður skilar miklum fjölda einstaklingsmiðaðra bókana sem dreifist betur yfir árið. Rétt eins og með ferðaskrifstofurnar eru allir með sína sérstöðu og sterkir á ákveðnum mörkuðum, til að mynda hefur Markaðsstofa Norðurlands náð miklum árangri með samstarfi við erlendar ferðaskrifstofur sem fljúga beint á Akureyri . Bókunarsíður leggja áherslu á að fjárfesta í markaðssetningu og markaður eins og Ísland getur haft mikil áhrif, til dæmis með því að taka þátt í stórum herferðum. Þessar herferðir hafa skilað íslenskri gistiþjónustu fleiri þúsundum gistinátta og þar með haft hliðaráhrif á aðra ferðatengda þjónustu. Vegna öflugrar markaðssetningar stóru bókunarsíðanna eru fleiri milljónir gesta sem skoða síðurnar á ári hverju. Það er óneitanlega hægt segja að íslensk ferðaþjónusta hafi hagnast mikið á samstarfi við ferðaskrifstofur og bókunarsíður, enda er hlutfallið af heildarbókunum þeirra mun hærra í samanburði við beinar bókanir. Ferðaþjónustufyrirtæki út um allan heim hafa valið að nýta sér markaðssetningu og þjónustu þessara aðila og því er í raun ekki skrítið að hlutfallið sé svo hátt. Komum Íslandi aftur á kortið Almenn markaðssetning verður einnig mikilvæg þegar markaðssetja á áfangastaðinn Ísland á ný eftir farsóttartíma. Íslandsstofa sem keyrir herferðir á hverju ári hefur fengið það stóra og mikilvæga verkefni að koma Íslandi á framfæri erlendis, með góðum styrk frá íslenska ríkinu. Það eru því margar hendur sem koma að markaðssetningu á Íslandi. Nú er einmitt tíminn til að horfa til framtíðar í markaðssetningu og dreifa henni á markaði sem hafa verið okkur mikilvægir hingað til, en einnig á þá markaði sem við teljum okkur eiga möguleika á að komast inn á. Við verðum að vera klár í slaginn þegar allt kemst í eðlilegra horf og líta til þeirra miðla sem eru skila mestum árangri. Í núverandi ástandi skiptir máli að Ísland sem áfangastaður sé sem sýnilegastur á arðbærum mörkuðum og hefur Íslandsstofa unnið með helstu alþjóðlegu auglýsingastofum til að koma okkur á framfæri. Ferðaskrifstofur setja fókusinn á hópa- og einstaklingsmiðaðar ferðir og bókunarsíður herja á breiðan markað með ýmsum leiðum. Mikilvægt er að horfa til þeirrar markaðssetningar sem hefur reynst okkur vel og treysta á að hún muni aðstoða okkur við að auka og efla eftirspurn þegar fram líða stundir. Það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina þegar fjallað er um áfangastaðinn Ísland. Nýtum þau tæki og tól sem við höfum og verum klár í slaginn um leið og færi gefst! Höfundur er viðskiptastjóri hjá Expedia Group.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun