„Erfiðustu sambandsslit sem ég hef farið í gegnum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 08:01 Klara Elias kom fyrst fram í sviðsljósið hér á landi með hljómsveitinni NYLON. Hún er nú byrjuð að gefa út eigin tónlist og er Champagne hennar önnur smáskífa. Iceland Sync Klara Elias eða Klara Ósk Elíasdóttir gaf á miðnætti út sína aðra smáskífu sem ber nafnið Champagne. Fyrsta smáskífan hennar Paralyzed kom út í síðasta mánuði við góðar undirtektir eins og fjallað var um hér á Vísi. Bæði lögin er af væntanlegri plötu söngkonunnar sem kemur út á næsta ári. Lagið Champagne samdi Klara með Ölmu Guðmundsdóttur og danska pródúsentinum David „Dehiro“ Morup sem sá einnig um að útsetja. „Þetta er uppáhaldslagið mitt af plötunni,“ segir Klara um nýja lagið. „Lagið var samið tveimur dögum eftir erfiðustu sambandsslit sem ég hef farið í gegnum. Ég áttaði mig á því í miðju partý, með glas á lofti og tárin í augunum að skála við vini mína að þetta væri búið og ég væri loksins tilbúin til að hætta pína mig í að reyna láta eitthvað ónýtt virka. Þetta er persónulegasta og einlægasta lag sem ég hef samið og er svo stolt og glöð að geta gefið það frá mér og lokað þessum kafla á þennan hátt fallega hátt.“ Hún segir að Champagne sé ljúfsár ballaða sem skálar fyrir því að finna kjark til að ganga í burtu frá því sem er ekki rétt fyrir mann, jafnvel þegar það er „f***ing sárt.“ Hægt er að hlusta á lagið Champagne á Spotify og öllum helstu efnisveitum og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Klara Elias - Champagne Tónlist Tengdar fréttir Klara gefur út eigin tónlist: „Endaði með að gera heila plötu um þetta misheppnaða samband“ Söngkonan Klara Elíasdóttir gaf út nýtt lag í dag. Lagið Paralyzed gefur hún út undir nafninu Klara Elias og er myndbandið við lagið væntanlegt í kvöld. Þetta er fyrsta sólólag söngkonunnar og er plata væntanleg frá henni á næstu mánuðum. 7. október 2020 09:16 Klara Elías með fallega Presley ábreiðu Söngkonan og lagahöfundurinn Klara Elías birti á samfélagsmiðlum fallega ábreiðu af Elvis Presley laginu . Lagið er í miklu uppáhaldi hjá Klöru, sem býr í Los Angeles í Bandaríkjunum. Myndband Klöru má finna í spilaranum hér fyrir neðan. 14. ágúst 2020 13:01 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Klara Elias eða Klara Ósk Elíasdóttir gaf á miðnætti út sína aðra smáskífu sem ber nafnið Champagne. Fyrsta smáskífan hennar Paralyzed kom út í síðasta mánuði við góðar undirtektir eins og fjallað var um hér á Vísi. Bæði lögin er af væntanlegri plötu söngkonunnar sem kemur út á næsta ári. Lagið Champagne samdi Klara með Ölmu Guðmundsdóttur og danska pródúsentinum David „Dehiro“ Morup sem sá einnig um að útsetja. „Þetta er uppáhaldslagið mitt af plötunni,“ segir Klara um nýja lagið. „Lagið var samið tveimur dögum eftir erfiðustu sambandsslit sem ég hef farið í gegnum. Ég áttaði mig á því í miðju partý, með glas á lofti og tárin í augunum að skála við vini mína að þetta væri búið og ég væri loksins tilbúin til að hætta pína mig í að reyna láta eitthvað ónýtt virka. Þetta er persónulegasta og einlægasta lag sem ég hef samið og er svo stolt og glöð að geta gefið það frá mér og lokað þessum kafla á þennan hátt fallega hátt.“ Hún segir að Champagne sé ljúfsár ballaða sem skálar fyrir því að finna kjark til að ganga í burtu frá því sem er ekki rétt fyrir mann, jafnvel þegar það er „f***ing sárt.“ Hægt er að hlusta á lagið Champagne á Spotify og öllum helstu efnisveitum og í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Klara Elias - Champagne
Tónlist Tengdar fréttir Klara gefur út eigin tónlist: „Endaði með að gera heila plötu um þetta misheppnaða samband“ Söngkonan Klara Elíasdóttir gaf út nýtt lag í dag. Lagið Paralyzed gefur hún út undir nafninu Klara Elias og er myndbandið við lagið væntanlegt í kvöld. Þetta er fyrsta sólólag söngkonunnar og er plata væntanleg frá henni á næstu mánuðum. 7. október 2020 09:16 Klara Elías með fallega Presley ábreiðu Söngkonan og lagahöfundurinn Klara Elías birti á samfélagsmiðlum fallega ábreiðu af Elvis Presley laginu . Lagið er í miklu uppáhaldi hjá Klöru, sem býr í Los Angeles í Bandaríkjunum. Myndband Klöru má finna í spilaranum hér fyrir neðan. 14. ágúst 2020 13:01 Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Klara gefur út eigin tónlist: „Endaði með að gera heila plötu um þetta misheppnaða samband“ Söngkonan Klara Elíasdóttir gaf út nýtt lag í dag. Lagið Paralyzed gefur hún út undir nafninu Klara Elias og er myndbandið við lagið væntanlegt í kvöld. Þetta er fyrsta sólólag söngkonunnar og er plata væntanleg frá henni á næstu mánuðum. 7. október 2020 09:16
Klara Elías með fallega Presley ábreiðu Söngkonan og lagahöfundurinn Klara Elías birti á samfélagsmiðlum fallega ábreiðu af Elvis Presley laginu . Lagið er í miklu uppáhaldi hjá Klöru, sem býr í Los Angeles í Bandaríkjunum. Myndband Klöru má finna í spilaranum hér fyrir neðan. 14. ágúst 2020 13:01