Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. nóvember 2020 19:00 Ný rannsókn Rannsóknar- og greiningar sýnir að 15 prósent nemenda í 10. bekk hafi notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. Niðurstöðurnar eru byggðar á könnun Rannsóknar- og greiningar sem lögð var fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í 8., 9., og 10. bekk í áttatíu og einum skóla í september og október. Rannsóknin var unnin í samvinnu við sveitarfélögin. Samkvæmt rannsókninni er ekki aukning á vímuefnanotkun nemenda samanborðið við könnun Rannsóknar og greiningar frá því í febrúar, samvera með foreldrum og vinum er meiri og hærra hlutfall nemenda nær átta síma svefni á nóttunni eða um 38 prósent. 14 prósent meta andlega heilsu sína slæma eða mjög slæma Svör barnanna við spurningum á svokölluðum vellíðunarkvarða voru hins vegar ekki eins jákvæð. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu. „Við sjáum þau lægri núna í október samanborið við það sem könnun okkar sýndi í febrúar. Þar inni eru spurningar eins og að líta bjartsýnum augum til framtíðar og að finnast maður vera að gera gagn. Við sjáum lægri tölur í öllum liðunum,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur. Hér sést munurinn á svörum barnanna frá febrúar og nú í október. Grafík/Rannsóknir- og greining Aðeins 27,7 prósent nemenda meta andlega heilsu sína mjög góða samkvæmt könnuninni og 14 prósent slæma eða mjög slæma. „Hlutfallið er lægra núna í október miðað við það sem við sáum í febrúar þannig að vissulega sjáum við ákveðnar vísbendingar um að andlega líðanin sé ekki eins góð og hún var þá,“ segir Margrét. Niðurstöður vellíðunarkvarðans gefi vísbendingar um að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif á andlega heilsu barnanna. „Og það er svo sem ekkert óeðliegt að börnin okkar, sem reyndar eru búin að standa sig eins og hetjur í þessum heimsfaraldri, séu að upplifa breytingar á sinni líðan vegna þess að líf okkar allra er bara gjörólíkt,“ segir Margrét. 15 % barna í tíunda bekk hafa notað nikótínpúða Fimmtán prósent barna í 10. bekk hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. grafík/Rannsóknir- og greining Eins og fyrr segir var ekki aukning á vímuefnanotkun meðal nemedna. Hins vegar var notkun nikótónpúða í fyrsta sinn könnuð. „Það er í raun og veru bara hægt að segja að við greinum neyslu. Við sjáum að það eru fimmtán prósent nemenda í 10. bekk sem hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Og ef við skoðum daglega neyslu þá er hlutfallið rúm níu prósent,“ segir Margrét. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. Niðurstöðurnar eru byggðar á könnun Rannsóknar- og greiningar sem lögð var fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í 8., 9., og 10. bekk í áttatíu og einum skóla í september og október. Rannsóknin var unnin í samvinnu við sveitarfélögin. Samkvæmt rannsókninni er ekki aukning á vímuefnanotkun nemenda samanborðið við könnun Rannsóknar og greiningar frá því í febrúar, samvera með foreldrum og vinum er meiri og hærra hlutfall nemenda nær átta síma svefni á nóttunni eða um 38 prósent. 14 prósent meta andlega heilsu sína slæma eða mjög slæma Svör barnanna við spurningum á svokölluðum vellíðunarkvarða voru hins vegar ekki eins jákvæð. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu. „Við sjáum þau lægri núna í október samanborið við það sem könnun okkar sýndi í febrúar. Þar inni eru spurningar eins og að líta bjartsýnum augum til framtíðar og að finnast maður vera að gera gagn. Við sjáum lægri tölur í öllum liðunum,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur. Hér sést munurinn á svörum barnanna frá febrúar og nú í október. Grafík/Rannsóknir- og greining Aðeins 27,7 prósent nemenda meta andlega heilsu sína mjög góða samkvæmt könnuninni og 14 prósent slæma eða mjög slæma. „Hlutfallið er lægra núna í október miðað við það sem við sáum í febrúar þannig að vissulega sjáum við ákveðnar vísbendingar um að andlega líðanin sé ekki eins góð og hún var þá,“ segir Margrét. Niðurstöður vellíðunarkvarðans gefi vísbendingar um að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif á andlega heilsu barnanna. „Og það er svo sem ekkert óeðliegt að börnin okkar, sem reyndar eru búin að standa sig eins og hetjur í þessum heimsfaraldri, séu að upplifa breytingar á sinni líðan vegna þess að líf okkar allra er bara gjörólíkt,“ segir Margrét. 15 % barna í tíunda bekk hafa notað nikótínpúða Fimmtán prósent barna í 10. bekk hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. grafík/Rannsóknir- og greining Eins og fyrr segir var ekki aukning á vímuefnanotkun meðal nemedna. Hins vegar var notkun nikótónpúða í fyrsta sinn könnuð. „Það er í raun og veru bara hægt að segja að við greinum neyslu. Við sjáum að það eru fimmtán prósent nemenda í 10. bekk sem hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Og ef við skoðum daglega neyslu þá er hlutfallið rúm níu prósent,“ segir Margrét.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira