Telur ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opni á næstunni Sylvía Hall skrifar 16. nóvember 2020 18:23 Víðir Reynisson ræddi stöðu mála í Reykjavík síðdegis í dag. Lögreglan „Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ segir Víðir Reynisson um hugsanlega opnun sundlauga og líkamsræktarstöðva vegna fækkunar nýrra smita innanlands. Næsta endurskoðun á reglunum sé fyrirhuguð í byrjun desember. Hann segir ljóst að fólk þurfi að bíða og sjá hvernig þróunin næstu daga og vikur verður. Hann finni mikinn hug í fólki og flestir vilji berjast og takast á við faraldurinn saman. „Þá bindur maður vonir við að við verðum 2. desember stödd á betri stað en við erum í dag, þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir allt benda til þess að baráttan sé á réttri leið. Smitum innanlands fær fækkandi, nýgengi smita lækkar og sífellt fleiri séu í sóttkví við greiningu. Á miðvikudag taka gildi nýjar reglur þar sem slakað er örlítið á aðgerðum en að sögn Víðis verður að fara varlega í slíkt. „Eins og Þórólfur hefur sagt og við munum öll eftir frá því í vor að þá þarf að gera þetta mjög hægt til að missa þetta ekki frá sér aftur. Eitt af því sem við ætluðum að gera með hertu aðgerðunum var að reyna að hafa það þannig að í kringum jólin værum við með betri stöðu og við stefnum enn þá að því.“ Skilur verslunareigendur vel Samkvæmt nýjum reglum munu þeir sem hafa smitast af kórónuveirunni og mælast með mótefni ekki þurfa að nota grímur á almannafæri þar sem grímuskylda er í gildi. Þeir sem mælast með mótefni fá því vottorð undirritað af sóttvarnalækni sem þyrfti að framvísa, hvort sem það væri á blaði eða mynd. Margar stærstu verslanir landsins tilkynntu þó í dag að þær hygðust hafa áfram grímuskyldu fyrir alla, enda væri það aukið álag á starfsmenn að ganga úr skugga um að fólk mætti í raun vera grímulaust. Þannig verða viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð tekur gildi á miðvikudag. „Ég skil það bara mjög vel. Við höfum verið að taka þessa umræðu og rætt einmitt við forsvarsmenn verslunarinnar og ýmissa aðila sem eru rekstraraðilar. Þeir hafa sagt að þetta sé svo erfitt í framkvæmd að þeir viltu bara vera með stífari línu í þessu og gerðu það. Það er bara allt í góðu lagi,“ segir Víðir um þá ákvörðun og bætir við að reglugerðin sé ákveðið lágmarksviðmið. „Það má alltaf horfa á þessar reglugerðir okkar sem lágmarksviðmið og menn geta þá gengið eitthvað aðeins lengra ef það hentar þeim, og ég skil bara mjög vel þessa afstöðu verslunarinnar. Þetta er bara gott mál – einfaldar málið fyrir mjög marga.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Verslun Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ segir Víðir Reynisson um hugsanlega opnun sundlauga og líkamsræktarstöðva vegna fækkunar nýrra smita innanlands. Næsta endurskoðun á reglunum sé fyrirhuguð í byrjun desember. Hann segir ljóst að fólk þurfi að bíða og sjá hvernig þróunin næstu daga og vikur verður. Hann finni mikinn hug í fólki og flestir vilji berjast og takast á við faraldurinn saman. „Þá bindur maður vonir við að við verðum 2. desember stödd á betri stað en við erum í dag, þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir allt benda til þess að baráttan sé á réttri leið. Smitum innanlands fær fækkandi, nýgengi smita lækkar og sífellt fleiri séu í sóttkví við greiningu. Á miðvikudag taka gildi nýjar reglur þar sem slakað er örlítið á aðgerðum en að sögn Víðis verður að fara varlega í slíkt. „Eins og Þórólfur hefur sagt og við munum öll eftir frá því í vor að þá þarf að gera þetta mjög hægt til að missa þetta ekki frá sér aftur. Eitt af því sem við ætluðum að gera með hertu aðgerðunum var að reyna að hafa það þannig að í kringum jólin værum við með betri stöðu og við stefnum enn þá að því.“ Skilur verslunareigendur vel Samkvæmt nýjum reglum munu þeir sem hafa smitast af kórónuveirunni og mælast með mótefni ekki þurfa að nota grímur á almannafæri þar sem grímuskylda er í gildi. Þeir sem mælast með mótefni fá því vottorð undirritað af sóttvarnalækni sem þyrfti að framvísa, hvort sem það væri á blaði eða mynd. Margar stærstu verslanir landsins tilkynntu þó í dag að þær hygðust hafa áfram grímuskyldu fyrir alla, enda væri það aukið álag á starfsmenn að ganga úr skugga um að fólk mætti í raun vera grímulaust. Þannig verða viðskiptavinir í öllum verslunum Haga og Samkaupa, sem og verslunum Krónunnar og ELKO, áfram skyldaðir til að bera grímu, hvort sem þeir hafa fengið Covid-19 eða ekki, þegar ný reglugerð tekur gildi á miðvikudag. „Ég skil það bara mjög vel. Við höfum verið að taka þessa umræðu og rætt einmitt við forsvarsmenn verslunarinnar og ýmissa aðila sem eru rekstraraðilar. Þeir hafa sagt að þetta sé svo erfitt í framkvæmd að þeir viltu bara vera með stífari línu í þessu og gerðu það. Það er bara allt í góðu lagi,“ segir Víðir um þá ákvörðun og bætir við að reglugerðin sé ákveðið lágmarksviðmið. „Það má alltaf horfa á þessar reglugerðir okkar sem lágmarksviðmið og menn geta þá gengið eitthvað aðeins lengra ef það hentar þeim, og ég skil bara mjög vel þessa afstöðu verslunarinnar. Þetta er bara gott mál – einfaldar málið fyrir mjög marga.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Verslun Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira