Harden hafnaði 6,8 milljörðum á ári og vill komast til Brooklyn Nets Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 11:30 James Harden vill komast í burtu frá Houston Rockets. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Framtíð körfuboltamannsins James Harden hjá Houston Rockets er í uppnámi ef marka má fréttir frá Bandaríkjunum. James Harden ætlar ekki að framlengja samning sinn við Houston Rockets þrátt fyrir að það séu miklir peningar í boði fyrir hann. ESPN hefur heimildir fyrir því að Harden hafi hafnað því að framlengja samning sinn við Houston Rockets sem hefði þýtt að hann hefði orðið fyrsti leikmaðurinn til að fá 50 milljónir dollara á ári í laun eða meira 6,8 milljarða íslenskra króna. James Harden turns down Rockets' $103 million extension, urging trade to Nets https://t.co/Ny817RYif3— Houston Chronicle (@HoustonChron) November 17, 2020 Heimildarmenn ESPN segja að James Harden vilji losna frá Houston Rockets og þá komast til Brooklyn Nets. Harden á eftir þrjú ár af samningi sínum við Houston Rockets og á að fá 133 milljónir dollara fyrir þau. Houston Rockets er búið að bjóða honum 103 milljónir í viðbót fyrir tvö ár ofan á þessi þrjú ár. Harden virðist hins vegar ekki sjá framtíð sína hjá Houston Rockets og er að reyna að pressa á það að vera skipt til Brooklyn Nets. Sources: After turning down an extension offer to become the first $50M a year player in league history, James Harden s message to Houston is clear: Get me to Brooklyn. Rockets and Nets have been in contact, but there s been no meaningful dialogue. https://t.co/qwJOQOxz5U— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 17, 2020 James Harden hefur verið í sambandi við þá Kevin Durant og Kyrie Irving sem eru að fara að hefja sitt fyrsta tímabil saman hjá Brooklyn Nets. Það er ljóst að lið með Kevin Durant, Kyrie Irving og James Harden yrði líklegt til afreka í NBA-deildinni. Brooklyn Nets og Houston Rockets hafa rætt málin en ekkert hefur ennþá komið út úr því samkvæmt frétt ESPN. Houston Rockets vill auðvitað fá mikið fyrir sinn besta mann og félagið er líka í góðri stöðu og með tímann með sér í liði af því að James Harden á enn eftir þrjú ár af samningi sínum. James Harden hefur verið stigakóngur NBA-deildarinnar undanfarin þrjú tímabil en á því síðasta þá skoraði hann 34,3 stig í leik auk þess að gefa 7,5 stoðsendingar og taka 6,6 fráköst. Hann hefur skorað meira en 30 stig í leik á þessum þremur síðustu tímabilum NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Framtíð körfuboltamannsins James Harden hjá Houston Rockets er í uppnámi ef marka má fréttir frá Bandaríkjunum. James Harden ætlar ekki að framlengja samning sinn við Houston Rockets þrátt fyrir að það séu miklir peningar í boði fyrir hann. ESPN hefur heimildir fyrir því að Harden hafi hafnað því að framlengja samning sinn við Houston Rockets sem hefði þýtt að hann hefði orðið fyrsti leikmaðurinn til að fá 50 milljónir dollara á ári í laun eða meira 6,8 milljarða íslenskra króna. James Harden turns down Rockets' $103 million extension, urging trade to Nets https://t.co/Ny817RYif3— Houston Chronicle (@HoustonChron) November 17, 2020 Heimildarmenn ESPN segja að James Harden vilji losna frá Houston Rockets og þá komast til Brooklyn Nets. Harden á eftir þrjú ár af samningi sínum við Houston Rockets og á að fá 133 milljónir dollara fyrir þau. Houston Rockets er búið að bjóða honum 103 milljónir í viðbót fyrir tvö ár ofan á þessi þrjú ár. Harden virðist hins vegar ekki sjá framtíð sína hjá Houston Rockets og er að reyna að pressa á það að vera skipt til Brooklyn Nets. Sources: After turning down an extension offer to become the first $50M a year player in league history, James Harden s message to Houston is clear: Get me to Brooklyn. Rockets and Nets have been in contact, but there s been no meaningful dialogue. https://t.co/qwJOQOxz5U— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 17, 2020 James Harden hefur verið í sambandi við þá Kevin Durant og Kyrie Irving sem eru að fara að hefja sitt fyrsta tímabil saman hjá Brooklyn Nets. Það er ljóst að lið með Kevin Durant, Kyrie Irving og James Harden yrði líklegt til afreka í NBA-deildinni. Brooklyn Nets og Houston Rockets hafa rætt málin en ekkert hefur ennþá komið út úr því samkvæmt frétt ESPN. Houston Rockets vill auðvitað fá mikið fyrir sinn besta mann og félagið er líka í góðri stöðu og með tímann með sér í liði af því að James Harden á enn eftir þrjú ár af samningi sínum. James Harden hefur verið stigakóngur NBA-deildarinnar undanfarin þrjú tímabil en á því síðasta þá skoraði hann 34,3 stig í leik auk þess að gefa 7,5 stoðsendingar og taka 6,6 fráköst. Hann hefur skorað meira en 30 stig í leik á þessum þremur síðustu tímabilum
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn