Erlent

Biden segir að mótþrói Trumps geti leitt til dauðsfalla

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Joe Biden verðandi forseti hélt ræðu í heimaríki sínu Delaware í gærkvöldi. 
Joe Biden verðandi forseti hélt ræðu í heimaríki sínu Delaware í gærkvöldi.  Joe Raedle/Getty Images

Joe Biden verðandi Bandaríkjaforseti varaði við því í nótt að fólk gæti dáið ef Donald Trump fráfarandi forseti gefur sig ekki og hefur samstarf við Biden og hans lið, en Biden tekur formlega við stjórnartaumunum í janúar á næsta ári.

Trump hefur enn ekki viljað viðurkenna ósigur sinn og hefur neitað að vinna með fólki Bidens eins og venja er enda er í mörg horn að líta. Biden áréttaði í ræðu í Delaware í gærkvöldi að samstarf á milli aðila sé gríðarlega mikilvægt.

Kórónuveirufaraldurinn spilar síðan stóra rullu og óttast Biden að Bandaríkjamenn verði eftirbátar annarra þjóða þegar kemur að því að dreifa bóluefni, náist ekki samstaða á milli hans og Trumps um hvernig það skuli gert.

Biden gagnrýndi forsetann harðlega og sagði afstöðu hans algjörlega ábyrgðarlausa. Hann bætti því við að staðan  sé þó fyrst og fremst vandræðaleg fyrir Bandaríkin, fremur en að hún hefti hann í undirbúningi sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×