Fótbolti

Ísak er heppinn að geta spilað fyrsta leikinn á Wembley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með 21 árs landsliðinu.
Ísak Bergmann Jóhannesson í leik með 21 árs landsliðinu. Vísir/Vilhelm

Erik Hamrén var spurður út í Ísak Bergmann Jóhannesson á blaðamannafundi landsliðsins í dag. Hann gaf ekki út hvort að strákurinn myndi spila.

Erik Hamrén kallaði á hinn sautján ára gamla Ísak Bergmann Jóhannesson inn í A-landsliðshópinn og strákurinn gæti spilað sinn fyrsta landsleik á móti Englandi á Wembley.

Hamrén var spurður út í það á blaðamannafundi í dag hvort hinn 17 ára Ísak Bergmann byrji leikinn annað kvöld.

„Hann er hér með fjórum öðrum úr U21-liðinu. Við höfum sent sex menn heim. Við sjáum hvað gerist á morgun,“ sagði Erik Hamrén.

Ísak Bergmann Jóhannesson hefur spilað stórt hlutverk með Norrköping í sænsku deildinni og er hefur einnig verið fastamaður í 21 árs landsliðinu.

„Hann er hæfileikaríkur eins og hinir, og mun að mínu mati spila fjölda landsleikja fyrir Ísland.

Þeir eru hérna fyrst og fremst til að fá reynslu af því að vera í A-landsliðinu, og það er auðvitað draumur margra stráka og stelpna að byrja landsliðsferilinn á Wembley svo Ísak er heppinn,“ sagði Erik Hamrén.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×