Greind smit ekki daglegt brauð þegar sund og rækt fengu grænt ljós Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 11:18 Það er tómlegt í sundlaugum landsins þessa dagana, líkt og var í fyrstu bylgju faraldursins. Yfirlögregluþjónn almannavarna telur ólíklegt að sundlaugarnar opni á næstunni. Vísir/Vilhelm Á tímabilinu 4.-25. maí í vor greindust aðeins fimm einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is. Á þessu þriggja vikna tímabili var farið í þó nokkrar tilslakanir á hörðum sóttvarnaaðgerðum sem verið höfðu í gildi frá því í lok mars. Þann 4. maí fóru fjöldatakmörk þeirra sem máttu koma saman úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá var meðal annars opnað fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum auk þess sem til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara var leyfð á ný. Tveimur vikum síðar, þann 18. maí, fengu sundlaugar svo að opna á ný og viku síðar, 25. maí, var líkamsræktarstöðvum einnig heimilt að opna. Vert er að rifja upp tölfræðina í aðdraganda þessara tilslakana í ljósi orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, í Reykjavík síðdegis í gær þar sem hann sagðist telja það ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opnuðu á næstunni. Vísaði hann í að enn væru töluvert fleiri að smitast nú en þegar opnað var fyrir starfsemi sundlauga og líkamsræktarstöðva í vor. Eins og áður segir voru smitin á því þriggja vikna tímabili sem farið var í tilslakanir í vor teljandi á fingrum annarrar handar; þann 6. maí greindust tveir, 12. maí greindist einn líkt og 19. maí og 22. maí. Aðra daga á þessu þriggja vikna tímabili í maí greindist enginn með veiruna. „Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ sagði Víðir í gær spurður út í opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga vegna fækkunar smita innanlands síðustu daga. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda til 2. desember. Í þeim er ekki kveðið á um að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar megi opna aftur. Yfir 300 manns greinst með veiruna undanfarnar vikur Líkamsræktarstöðvum um land allt var gert að loka þann 5. október síðastliðinn og tveimur dögum síðar var sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu gert að loka. Annars staðar á landinu máttu sundlaugar hafa opið en leyfilegur fjöldi gesta var helmingur af leyfilegum hámarksfjölda venjulega. Þann 20. október var líkamsræktarstöðvum síðan leyft að bjóða upp á hóptíma, að uppfylltum skilyrðum um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra regluna og ítrustu sóttvarnaráðstafanir. Ellefu dögum síðar, eða þann 31. október, var líkamsræktarstöðvum hins vegar gert að loka aftur og þá var sundlaugum annars staðar á landinu en höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið og eru enn lokaðar, líka gert að skella í lás. Frá því að nýjar reglur tóku gildi 31. október hefur innanlandssmitum fækkað töluvert. Þau eru hins vegar ekki nándar nærri eins og fá og þau voru í vor, vikurnar áður en aftur var opnað í sund og rækt, heldur eru smitin komin yfir 300 talsins síðustu þrjár vikur. Hvort miðað verði við sömu tölur og þróun og gert var í vor þegar kemur að opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga liggur ekki fyrir, og líkt og Víðir sagði í gær hafa yfirvöld ekki viljað miða við einhverjar fastar tölur sem alltaf eigi við. Hann kvaðst binda vonir við að 2. desember verðum við á betri stað en núna. „Þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Á tímabilinu 4.-25. maí í vor greindust aðeins fimm einstaklingar með kórónuveiruna hér á landi samkvæmt tölfræðiupplýsingum á covid.is. Á þessu þriggja vikna tímabili var farið í þó nokkrar tilslakanir á hörðum sóttvarnaaðgerðum sem verið höfðu í gildi frá því í lok mars. Þann 4. maí fóru fjöldatakmörk þeirra sem máttu koma saman úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá var meðal annars opnað fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum auk þess sem til dæmis starfsemi hárgreiðslustofa og nuddara var leyfð á ný. Tveimur vikum síðar, þann 18. maí, fengu sundlaugar svo að opna á ný og viku síðar, 25. maí, var líkamsræktarstöðvum einnig heimilt að opna. Vert er að rifja upp tölfræðina í aðdraganda þessara tilslakana í ljósi orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, í Reykjavík síðdegis í gær þar sem hann sagðist telja það ólíklegt að sundlaugar og líkamsræktarstöðvar opnuðu á næstunni. Vísaði hann í að enn væru töluvert fleiri að smitast nú en þegar opnað var fyrir starfsemi sundlauga og líkamsræktarstöðva í vor. Eins og áður segir voru smitin á því þriggja vikna tímabili sem farið var í tilslakanir í vor teljandi á fingrum annarrar handar; þann 6. maí greindust tveir, 12. maí greindist einn líkt og 19. maí og 22. maí. Aðra daga á þessu þriggja vikna tímabili í maí greindist enginn með veiruna. „Við höfum aldrei verið með neinar fastar tölur í þessu. Við erum enn þá með töluvert hærri tölur en var þegar við opnuðum fyrir þessar starfsemi í vor. Ég myndi halda að það væri enn þá svolítið í það,“ sagði Víðir í gær spurður út í opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga vegna fækkunar smita innanlands síðustu daga. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld og gilda til 2. desember. Í þeim er ekki kveðið á um að líkamsræktarstöðvar og sundlaugar megi opna aftur. Yfir 300 manns greinst með veiruna undanfarnar vikur Líkamsræktarstöðvum um land allt var gert að loka þann 5. október síðastliðinn og tveimur dögum síðar var sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu gert að loka. Annars staðar á landinu máttu sundlaugar hafa opið en leyfilegur fjöldi gesta var helmingur af leyfilegum hámarksfjölda venjulega. Þann 20. október var líkamsræktarstöðvum síðan leyft að bjóða upp á hóptíma, að uppfylltum skilyrðum um tuttugu manna samkomubann, tveggja metra regluna og ítrustu sóttvarnaráðstafanir. Ellefu dögum síðar, eða þann 31. október, var líkamsræktarstöðvum hins vegar gert að loka aftur og þá var sundlaugum annars staðar á landinu en höfuðborgarsvæðinu, sem höfðu verið og eru enn lokaðar, líka gert að skella í lás. Frá því að nýjar reglur tóku gildi 31. október hefur innanlandssmitum fækkað töluvert. Þau eru hins vegar ekki nándar nærri eins og fá og þau voru í vor, vikurnar áður en aftur var opnað í sund og rækt, heldur eru smitin komin yfir 300 talsins síðustu þrjár vikur. Hvort miðað verði við sömu tölur og þróun og gert var í vor þegar kemur að opnun líkamsræktarstöðva og sundlauga liggur ekki fyrir, og líkt og Víðir sagði í gær hafa yfirvöld ekki viljað miða við einhverjar fastar tölur sem alltaf eigi við. Hann kvaðst binda vonir við að 2. desember verðum við á betri stað en núna. „Þó það sé töluverður munur á því hvar við erum í dag og fyrir tveimur vikum,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Sundlaugar Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Samþykktu samhljóða að sparka ferðaþjónustufyrirtæki úr Bakkafirði Innlent Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Innlent Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð Erlent Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst Innlent Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Erlent Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira