Lagði inn milljónir eða skipti þeim í evrur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 07:01 Alls voru keyptar evrur fyrir rúmlega tuttugu milljónir króna. Unsplash/Lena Balk Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum að fjárhæð rúmlega 27 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil. Þá sætir kona, fimm barna móðir um þrítugt, ákæru fyrir peningaþvætti sömuleiðis en henni er gefið að sök að hafa að beiðni mannsins keypt evrur fyrir milljónir íslenskra króna. Upp úr krafsinu virðist hún hafa haft um 25 þúsund krónur, þ.e. mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyris. Óútskýrðar innlagnir Málið er til meðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að annars vegar sé um að ræða óútskýrðar innlagnir karlmannsins á bankareikning hjá Íslandsbanka. Námu þær alls sex og hálfri milljón króna frá janúar 2017 til janúar 2020. Þá keypti karlmaðurinn 103 þúsund evrur í alls þrettán tilvikum fyrir rúmlega tólf milljónir króna í reiðufé. Auk þess er honum gefið að sök að hafa fengið konuna til að kaupa evrur fyrir rúmlega átta milljónir króna í reiðufé. Hún afhenti honum svo evrurnar. Með framangreindum hætti þvættaði karlmaðurinn ávinning af refsiverðum brotum upp á rétt rúmlega 27 milljónir króna. Eignastaða karlmannsins samkvæmt skattframtölum áranna 2017-2019 var neikvæð og framtaldar tekjur á þeim árum á bilinu tvær til 3,7 milljónir króna. Hafði 25 þúsund krónur upp úr krafsinu Konan er sömuleiðis ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tæplega eins árs tímabili frá júní 2018 til mars 2019 tekið við rúmlega átta milljónum króna í reiðufé og í kjölfarið umbreytt reiðufénu í fimm tilvikum yfir í tæplega 60 þúsund evrur. Segir í ákæru að konunni hafi ekki getað dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum karlmannsins. Konan afhenti karlmanninum evrurnar en lagði mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyrisins, tæplega 25 þúsund krónur, inn á eigin bankareikninga í Arion banka og Íslandsbanka. Þannig hafi hún líka aflað sér ávinnings af brotunum, segir í ákæru. Ekki kemur fram í ákæru hvernig karlmaðurinn aflaði sér peninganna með refsiverðum brotum. Ekki hvílir sönnunarbyrði á ákæruvaldinu að sýna fram á refsiverða háttsemi í tilfelli þess að fólk getur ekki útskýrt hvernig það aflar sér hárra fjármuna. Dómsmál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum að fjárhæð rúmlega 27 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil. Þá sætir kona, fimm barna móðir um þrítugt, ákæru fyrir peningaþvætti sömuleiðis en henni er gefið að sök að hafa að beiðni mannsins keypt evrur fyrir milljónir íslenskra króna. Upp úr krafsinu virðist hún hafa haft um 25 þúsund krónur, þ.e. mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyris. Óútskýrðar innlagnir Málið er til meðferðar við Héraðsdóm Reykjavíkur en í ákæru héraðssaksóknara kemur fram að annars vegar sé um að ræða óútskýrðar innlagnir karlmannsins á bankareikning hjá Íslandsbanka. Námu þær alls sex og hálfri milljón króna frá janúar 2017 til janúar 2020. Þá keypti karlmaðurinn 103 þúsund evrur í alls þrettán tilvikum fyrir rúmlega tólf milljónir króna í reiðufé. Auk þess er honum gefið að sök að hafa fengið konuna til að kaupa evrur fyrir rúmlega átta milljónir króna í reiðufé. Hún afhenti honum svo evrurnar. Með framangreindum hætti þvættaði karlmaðurinn ávinning af refsiverðum brotum upp á rétt rúmlega 27 milljónir króna. Eignastaða karlmannsins samkvæmt skattframtölum áranna 2017-2019 var neikvæð og framtaldar tekjur á þeim árum á bilinu tvær til 3,7 milljónir króna. Hafði 25 þúsund krónur upp úr krafsinu Konan er sömuleiðis ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa á tæplega eins árs tímabili frá júní 2018 til mars 2019 tekið við rúmlega átta milljónum króna í reiðufé og í kjölfarið umbreytt reiðufénu í fimm tilvikum yfir í tæplega 60 þúsund evrur. Segir í ákæru að konunni hafi ekki getað dulist að um væri að ræða ávinning af refsiverðum brotum karlmannsins. Konan afhenti karlmanninum evrurnar en lagði mismuninn af reiðufénu og kaupverði gjaldeyrisins, tæplega 25 þúsund krónur, inn á eigin bankareikninga í Arion banka og Íslandsbanka. Þannig hafi hún líka aflað sér ávinnings af brotunum, segir í ákæru. Ekki kemur fram í ákæru hvernig karlmaðurinn aflaði sér peninganna með refsiverðum brotum. Ekki hvílir sönnunarbyrði á ákæruvaldinu að sýna fram á refsiverða háttsemi í tilfelli þess að fólk getur ekki útskýrt hvernig það aflar sér hárra fjármuna.
Dómsmál Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Sjá meira