Klórar sér í kollinum yfir forgangsröðuninni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 12:10 Nemendur við Réttarholtsskóla dönsuðu við lagið Jerusalema á föstudaginn var. Í atriðinu var varpað ljósi á þau höft sem skólinn býr við. Vísir/Vilhelm Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla furðar sig á því að ekki hafi verið létt á sóttvarnaaðgerðum í grunnskólum á sama tíma og íþróttastarf barna var heimilað. Hann segir að ósamræmis gæti sem grafi undan trúverðugleika aðgerðanna. Grímuskylda og fjöldatakmarkanir tóku gildi hjá fimmta bekk og upp úr í byrjun mánaðar og íþróttastarf barna hefur verið óheimilt frá 8. október. Nýverið var ákveðið að íþróttir barna yrðu heimilaðar á ný og í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að grímuskylda yrði afnumin hjá börnum í fimmta til sjöunda bekk. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segist telja að margar skólabyggingar í landinu séu líkt og margar heilbrigðisstofnanir, ekki vel ræstar og loftræstikerfin mögulega gömul og úrelt eða jafnvel engin.Stöð 2 Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, fagnar því að börn fái að stunda sínar íþróttir á ný en telur ósamræmis gæta. Um sé að ræða íþróttir með og án snertingar þar sem börn úr ýmsum hverfum komi saman, en þurfi hins vegar að virða tveggja metra reglu og grímuskyldu í skólanum. „Ég held að þetta grafi hratt undan trúverðugleika aðgerðanna ef krakkar hér í skólanum eru öll hólfuð niður. Samkvæmt almannavörnum var beðið um að þau myndu ekki leika saman eftir skóla en síðan á íþróttaæfingum þá koma allir saman, í glímu, júdó eða karate þar sem menn eru í miklu návígi en það er í lagi að grunnskólastarfið sé allt hólfað niður með loftræstingu og grímum,“ segir Jón Pétur. Útfæra þyrfti þessi atriði betur. Sjö greindust smitaðir hér á landi í gær. Þriðja daginn í röð má telja fjölda smitaða á fingrum beggja handa.vísir/Vilhelm „Það væri mögulega hægt að hólfa þetta eftir hverfum eða skólum en mín skoðun er sú að fullorðnir í skólanum ættu að bera grímu en krakkarnir, á þessum tímapunkti, að það mætti létta af grímuskyldu hjá krökkunum en passa vel upp á loftræstinguna og koma skólastarfinu í eðlilegra horf.“ Hann segir að laga þurfi forgangsröðunina. „Ef íþróttirnar eru komnar í eðlilegt horf þá ættu skólarnir að vera það líka, því mér finnst í raun að það ætti að létta fyrst af skólunum og svo íþróttum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla furðar sig á því að ekki hafi verið létt á sóttvarnaaðgerðum í grunnskólum á sama tíma og íþróttastarf barna var heimilað. Hann segir að ósamræmis gæti sem grafi undan trúverðugleika aðgerðanna. Grímuskylda og fjöldatakmarkanir tóku gildi hjá fimmta bekk og upp úr í byrjun mánaðar og íþróttastarf barna hefur verið óheimilt frá 8. október. Nýverið var ákveðið að íþróttir barna yrðu heimilaðar á ný og í gær tilkynnti heilbrigðisráðherra að grímuskylda yrði afnumin hjá börnum í fimmta til sjöunda bekk. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segist telja að margar skólabyggingar í landinu séu líkt og margar heilbrigðisstofnanir, ekki vel ræstar og loftræstikerfin mögulega gömul og úrelt eða jafnvel engin.Stöð 2 Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, fagnar því að börn fái að stunda sínar íþróttir á ný en telur ósamræmis gæta. Um sé að ræða íþróttir með og án snertingar þar sem börn úr ýmsum hverfum komi saman, en þurfi hins vegar að virða tveggja metra reglu og grímuskyldu í skólanum. „Ég held að þetta grafi hratt undan trúverðugleika aðgerðanna ef krakkar hér í skólanum eru öll hólfuð niður. Samkvæmt almannavörnum var beðið um að þau myndu ekki leika saman eftir skóla en síðan á íþróttaæfingum þá koma allir saman, í glímu, júdó eða karate þar sem menn eru í miklu návígi en það er í lagi að grunnskólastarfið sé allt hólfað niður með loftræstingu og grímum,“ segir Jón Pétur. Útfæra þyrfti þessi atriði betur. Sjö greindust smitaðir hér á landi í gær. Þriðja daginn í röð má telja fjölda smitaða á fingrum beggja handa.vísir/Vilhelm „Það væri mögulega hægt að hólfa þetta eftir hverfum eða skólum en mín skoðun er sú að fullorðnir í skólanum ættu að bera grímu en krakkarnir, á þessum tímapunkti, að það mætti létta af grímuskyldu hjá krökkunum en passa vel upp á loftræstinguna og koma skólastarfinu í eðlilegra horf.“ Hann segir að laga þurfi forgangsröðunina. „Ef íþróttirnar eru komnar í eðlilegt horf þá ættu skólarnir að vera það líka, því mér finnst í raun að það ætti að létta fyrst af skólunum og svo íþróttum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira