Völdu aðra af tveimur tillögum Þórólfs um landamæraskimun Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 13:45 Frá Keflavíkurflugvelli, þar sem skimað er fyrir veirunni. Vísir/vilhelm Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. Ákvörðunin er tekin í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis en hann lagði til að annað hvort yrði skimun gerð gjaldfrjáls eða að sóttkvíarmöguleikinn yrði afnuminn. Í tilkynningu segir að markmiðið með ákvörðuninni sé að hvetja fólk til að fara í sýnatöku fremur en að fara í tveggja vikna sóttkví. Þannig verði dregið úr líkum á að smit berist inn í landið. Fjallað var um málið á fundi ríkisstjórnar í dag. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra lýsir hann áhyggjum af því að með vaxandi útbreiðslu faraldursins erlendis aukist líkur á að smit berist inn í landið ef ferðamenn velji sóttkví en fylgi ekki reglum sem gilda um hana. Vísar hann til þess að í mörgum tilvikum hafi kviknað grunur um að ferðamenn muni ekki fylgja reglum um sóttkví, t.d. þegar um er að ræða ferðamenn sem einungis ætla að dvelja hér í nokkra daga. Til að bregðast við þessu leggur hann til að annað hvort verði öllum gert skylt að fara í skimun, nema læknisfræðilegar ástæður mæli gegn því, eða að ekki verði tekið gjald fyrir skimun á landamærum. Þórólfur Guðnason lagði til tvær leiðir á landamærunum í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Ákvörðun heilbrigðisráðherra um gjaldfrjálsa sýnatöku á landamærum tekur sem fyrr segir gildi 1. desember næstkomandi og gildir til 31. janúar 2021. Landamæraskimunin kostar nú 9.000 krónur í forskráningu en 11.000 ef greitt er á landamærum. Taldi erfitt að skylda fólk í skimun Sóttvarnalæknir hefur nú um nokkurt skeið viðrað áðurnefndar áhyggjur sínar og sagt að öruggast væri að skikka alla sem koma hingað til lands í tvöfalda skimun. Farþegum sem koma hingað til lands stendur nú til boða að fara í tvöfalda skimun, þá fyrstu á landamærunum og aðra eftir 5-6 daga sóttkví, eða fara í tveggja vikna sóttkví. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu um helgina að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum. Horfa þyrfti til annarra ráðstafanna þar. „Ég hef talið erfitt að fara í að skylda fólk í skimun. Það eru afar fáir sem velja að fara í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunnar. Það er snúið að beita þvingunarráðstöfunum til að fá fólk í skimun ef fólk vill það ekki. Þá þarf að meta hættuna á smiti og þær heimildir sem sóttvarnalæknir hefur til að taka slíkar ákvarðanir en það eru líka aðrar lausnir eins og að hætta að láta fólk greiða fyrir skimunina,“ sagði Áslaug á sunnudag. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31 Leggja til að ferðamenn geti sloppið við sóttkví með vottorði um fyrra smit Erlendir ferðamenn ættu að geta lagt fram vottorð um að þeir hafi náð bata af Covid-19 og þannig verið undanþegnir kröfum um sóttkví við komuna til Íslands, að mati starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust. 13. nóvember 2020 21:11 Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fella niður gjaldtöku vegna sýnatöku á landamærum frá og með 1. desember næstkomandi. Ákvörðunin er tekin í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis en hann lagði til að annað hvort yrði skimun gerð gjaldfrjáls eða að sóttkvíarmöguleikinn yrði afnuminn. Í tilkynningu segir að markmiðið með ákvörðuninni sé að hvetja fólk til að fara í sýnatöku fremur en að fara í tveggja vikna sóttkví. Þannig verði dregið úr líkum á að smit berist inn í landið. Fjallað var um málið á fundi ríkisstjórnar í dag. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra lýsir hann áhyggjum af því að með vaxandi útbreiðslu faraldursins erlendis aukist líkur á að smit berist inn í landið ef ferðamenn velji sóttkví en fylgi ekki reglum sem gilda um hana. Vísar hann til þess að í mörgum tilvikum hafi kviknað grunur um að ferðamenn muni ekki fylgja reglum um sóttkví, t.d. þegar um er að ræða ferðamenn sem einungis ætla að dvelja hér í nokkra daga. Til að bregðast við þessu leggur hann til að annað hvort verði öllum gert skylt að fara í skimun, nema læknisfræðilegar ástæður mæli gegn því, eða að ekki verði tekið gjald fyrir skimun á landamærum. Þórólfur Guðnason lagði til tvær leiðir á landamærunum í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Ákvörðun heilbrigðisráðherra um gjaldfrjálsa sýnatöku á landamærum tekur sem fyrr segir gildi 1. desember næstkomandi og gildir til 31. janúar 2021. Landamæraskimunin kostar nú 9.000 krónur í forskráningu en 11.000 ef greitt er á landamærum. Taldi erfitt að skylda fólk í skimun Sóttvarnalæknir hefur nú um nokkurt skeið viðrað áðurnefndar áhyggjur sínar og sagt að öruggast væri að skikka alla sem koma hingað til lands í tvöfalda skimun. Farþegum sem koma hingað til lands stendur nú til boða að fara í tvöfalda skimun, þá fyrstu á landamærunum og aðra eftir 5-6 daga sóttkví, eða fara í tveggja vikna sóttkví. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu um helgina að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum. Horfa þyrfti til annarra ráðstafanna þar. „Ég hef talið erfitt að fara í að skylda fólk í skimun. Það eru afar fáir sem velja að fara í sóttkví í stað tvöfaldrar skimunnar. Það er snúið að beita þvingunarráðstöfunum til að fá fólk í skimun ef fólk vill það ekki. Þá þarf að meta hættuna á smiti og þær heimildir sem sóttvarnalæknir hefur til að taka slíkar ákvarðanir en það eru líka aðrar lausnir eins og að hætta að láta fólk greiða fyrir skimunina,“ sagði Áslaug á sunnudag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31 Leggja til að ferðamenn geti sloppið við sóttkví með vottorði um fyrra smit Erlendir ferðamenn ættu að geta lagt fram vottorð um að þeir hafi náð bata af Covid-19 og þannig verið undanþegnir kröfum um sóttkví við komuna til Íslands, að mati starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust. 13. nóvember 2020 21:11 Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum. 15. nóvember 2020 19:31
Leggja til að ferðamenn geti sloppið við sóttkví með vottorði um fyrra smit Erlendir ferðamenn ættu að geta lagt fram vottorð um að þeir hafi náð bata af Covid-19 og þannig verið undanþegnir kröfum um sóttkví við komuna til Íslands, að mati starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði í haust. 13. nóvember 2020 21:11
Kallar eftir fyrirsjáanleika vegna aðgerða á landamærum Stjórnvöld vinna nú að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna á landamærunum, sem sagt er forsenda efnahagsbata. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar kallar eftir meiri fyrirsjáanleika. 12. nóvember 2020 20:02
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“