Lífið

Daði Freyr fer á sviðið í Rotterdam á fimmtudeginum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Daði Freyr fer ekki með Think about things í keppnina á næsta ári. Semja þarf nýtt lag. 
Daði Freyr fer ekki með Think about things í keppnina á næsta ári. Semja þarf nýtt lag.  Skjáskot/RÚV

Nú liggur fyrir að Daði Freyr og Gagnamagnið fara á sviðið á seinna undankvöldinu í Eurovision í Rotterdam í maí á næsta ári.

Forsvarsmenn keppninnar greindu frá því fyrir stundu að ákveðið hafi verið að notast við sama drátt og fram fór í janúar á þessu ári.

Það þýðir að framlag Íslands verður flutt á seinna undanúrslitakvöldinu 18. maí og er Ísland með þessum þjóðum í riðlinum:

Austurríki

Moldóvía

Pólland

San Marínó

Serbía

ÍSLAND

Tékkland

Eistland

Danmörk

Búlgaría

Sviss

Finnland

Armenía

Lettland

Georgía

Portúgal

Albanía

Daði Freyr og Gagnamagnið eiga enn eftir að gefa út lagið sem fer í lokakeppnina en það liggur fyrir að sveitin fer fyrir Íslands hönd í keppnina á næsta ári. Lokakvöldið verður síðan 20. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.