Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2020 15:41 Eþíópískir flóttamenn í Qadarif-héraði í austanverðu Súdan. Þeir hafa flúið hörð átök í Tigray-héraði í norðanverðri Eþíópíu. AP/Marwan Ali Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. Stjórnarher Eþíópíu hefur barist við uppreisnarmenn í Tigray-héraði í norðanverðu landinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð manna hafi fallið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að fjöldamorð hafi verið framin á óbreyttum borgurum þar. Um fjögur þúsund manns streyma nú yfir landamærin til Súdan á hverjum degi. Babar Baloch, talsmaður flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Fólk kemur frá Eþíópíu skelfingu lostið, óttaslegið með sögur um að það flýi hörð átök og það eru engin merki um að átökunum linni,“ sagði Baloch á fréttamannafundi í Genf í dag. Þvert á móti gáfu viðvaranir forsætisráðherra Eþíópíu í dag tilefni til að ætla að átökin eigi aðeins eftir að harðna. Sagði hann að frestur fyrir uppreisnarmenn í Tigray til að leggja niður vopn væri runninn út. „Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna varar við því að meiriháttar mannúðarástand sé að verða til þar sem þúsundir flóttamanna flýja áframhaldandi átök í Tigray-héraði Eþíópíu á hverjum degi til að leita skjóls í austanverðu Súda,“ sagði Baloch. Sameinuðu þjóðirnar eru tilbúnar til aðstoðar þegar aðgangur og öryggi starfsmanna þeirra verður tryggður, hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmanni mannúðarmála hjá stofnuninni. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna segir að hún standi nú fyrir daglegum flugferðum til Kassala í austanverðu Súdan og geti sent af stað þyrlur til að ná til einangraðra hópa Þegar hafi um eitt tonn af matvælum verið send til Súdan sem ætti að duga 60.000 manns í mánuð. Eþíópía Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. Stjórnarher Eþíópíu hefur barist við uppreisnarmenn í Tigray-héraði í norðanverðu landinu. Fregnir hafa borist af því að hundruð manna hafi fallið. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að fjöldamorð hafi verið framin á óbreyttum borgurum þar. Um fjögur þúsund manns streyma nú yfir landamærin til Súdan á hverjum degi. Babar Baloch, talsmaður flóttamannafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Fólk kemur frá Eþíópíu skelfingu lostið, óttaslegið með sögur um að það flýi hörð átök og það eru engin merki um að átökunum linni,“ sagði Baloch á fréttamannafundi í Genf í dag. Þvert á móti gáfu viðvaranir forsætisráðherra Eþíópíu í dag tilefni til að ætla að átökin eigi aðeins eftir að harðna. Sagði hann að frestur fyrir uppreisnarmenn í Tigray til að leggja niður vopn væri runninn út. „Flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna varar við því að meiriháttar mannúðarástand sé að verða til þar sem þúsundir flóttamanna flýja áframhaldandi átök í Tigray-héraði Eþíópíu á hverjum degi til að leita skjóls í austanverðu Súda,“ sagði Baloch. Sameinuðu þjóðirnar eru tilbúnar til aðstoðar þegar aðgangur og öryggi starfsmanna þeirra verður tryggður, hefur Reuters-fréttastofan eftir talsmanni mannúðarmála hjá stofnuninni. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna segir að hún standi nú fyrir daglegum flugferðum til Kassala í austanverðu Súdan og geti sent af stað þyrlur til að ná til einangraðra hópa Þegar hafi um eitt tonn af matvælum verið send til Súdan sem ætti að duga 60.000 manns í mánuð.
Eþíópía Súdan Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira