Enn óvissa um mikilvægan fiskmarkað í Bretlandi Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2020 19:00 Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að enn ríki óvissa um tollakjör og fleira vegna útflutnings á fiski til Bretlands til lengri tíma litið eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu um áramót. Utanríkisráðherra er bjartsýnn á samninga. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Á undanförnum árum hefur töluvert magn af ferskum fiski frá Íslandi farið um Ermasundsgöngin frá Bretlandi til meginlands Evrópu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að þar gætu orðið farartálmar eftir að Bretland fer að öllum líkindum út úr Evrópusambandinu án samnings um áramótin. „Og við því hafa fyrirtæki bæði í sjávarútvegi og svo flutningafyrirtækin brugðist við að ég tel nokkuð vel,“ segir Heiðrún Lind. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa gert bráðabirgðasamkomulag við Breta um að sömu kjör og reglur og giltu áður gildi fram á mitt næsta ár. „Við erum búin að tryggja hagsmuni til bráðabirgða. Það er að segja ef það verður ekki samningur. Hins vegar erum við enn að vinna að því að klára framtíðarsamninga við Breta og náttúrlega hættum því ekki fyrr en það verk er klárað,” segir utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm Bretar munu innleiða nýtt innflutningseftirlit og rakningarkerfi með dýraafurðum um áramótin. Frá 1. apríl þurfa heilbrigðisvottorð að fylgja vörunum og frá og með 1. júlí þurfa allar vörur að fara í gegnum landamæraeftirlit. En þótt flutningsleiðir á fiski til Evrópu færist frá Bretlandi hafa Bretar sjálfir flutt inn um 17 prósent af íslenskum fiskútflutningi. „Það er bara milljón dollara spurninginn. Hvað verður um breska markaðinn,” segir Heiðrún Lind. Allar líkur séu þó á að hann verði áfram sterkur fyrir íslenskar sjávarafurðir en þar sé að mörgu að huga. „Í fyrsta lagi auðvitað tollakjör. Hver verða þau eftir Brexit. Í öðru lagi hvaða heilbrigðiskröfur verða gerðar. Það eru fyrirhugaðar breytingar á því kerfi. Svona hlutir geta auðvitað leitt til hökts eða breytinga á því hvort viðskipti séu fýsileg eða ekki,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Brexit Sjávarútvegur Bretland Tengdar fréttir Óhræddur við að fara án samnings Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist sannfærður um að Bretlandi muni vegna vel, þó svo að samningar við Evrópusambandið náist ekki. 16. nóvember 2020 21:34 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að enn ríki óvissa um tollakjör og fleira vegna útflutnings á fiski til Bretlands til lengri tíma litið eftir að Bretar ganga úr Evrópusambandinu um áramót. Utanríkisráðherra er bjartsýnn á samninga. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Á undanförnum árum hefur töluvert magn af ferskum fiski frá Íslandi farið um Ermasundsgöngin frá Bretlandi til meginlands Evrópu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að þar gætu orðið farartálmar eftir að Bretland fer að öllum líkindum út úr Evrópusambandinu án samnings um áramótin. „Og við því hafa fyrirtæki bæði í sjávarútvegi og svo flutningafyrirtækin brugðist við að ég tel nokkuð vel,“ segir Heiðrún Lind. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa gert bráðabirgðasamkomulag við Breta um að sömu kjör og reglur og giltu áður gildi fram á mitt næsta ár. „Við erum búin að tryggja hagsmuni til bráðabirgða. Það er að segja ef það verður ekki samningur. Hins vegar erum við enn að vinna að því að klára framtíðarsamninga við Breta og náttúrlega hættum því ekki fyrr en það verk er klárað,” segir utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm Bretar munu innleiða nýtt innflutningseftirlit og rakningarkerfi með dýraafurðum um áramótin. Frá 1. apríl þurfa heilbrigðisvottorð að fylgja vörunum og frá og með 1. júlí þurfa allar vörur að fara í gegnum landamæraeftirlit. En þótt flutningsleiðir á fiski til Evrópu færist frá Bretlandi hafa Bretar sjálfir flutt inn um 17 prósent af íslenskum fiskútflutningi. „Það er bara milljón dollara spurninginn. Hvað verður um breska markaðinn,” segir Heiðrún Lind. Allar líkur séu þó á að hann verði áfram sterkur fyrir íslenskar sjávarafurðir en þar sé að mörgu að huga. „Í fyrsta lagi auðvitað tollakjör. Hver verða þau eftir Brexit. Í öðru lagi hvaða heilbrigðiskröfur verða gerðar. Það eru fyrirhugaðar breytingar á því kerfi. Svona hlutir geta auðvitað leitt til hökts eða breytinga á því hvort viðskipti séu fýsileg eða ekki,” segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
Brexit Sjávarútvegur Bretland Tengdar fréttir Óhræddur við að fara án samnings Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist sannfærður um að Bretlandi muni vegna vel, þó svo að samningar við Evrópusambandið náist ekki. 16. nóvember 2020 21:34 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Óhræddur við að fara án samnings Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segist sannfærður um að Bretlandi muni vegna vel, þó svo að samningar við Evrópusambandið náist ekki. 16. nóvember 2020 21:34