Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst skömmu fyrir sjö í kvöld útkall vegna elds í íbúð í blokk í Úlfarsárdal. Slökkvistarf gekk vel fyrir sig en enginn var í íbúðinni þegar slökkviliðsmenn bar að garði.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var eldurinn staðbundinn í íbúðinni þar sem hann kviknaði.
Slökkviliðsmenn voru farnir af vettvangi og komnir aftur í hús fyrir klukkan átta. Lögreglan var búin að taka við vettvangi til að rannsaka eldsupptök.