Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2020 01:17 Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur hefur sagt að minnst fjórðungur Íslendinga tejlist til áhættuhóps vegna Covid-19. Vísir Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. Prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu minnir á að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyi af völdum Covid-19 þá glími margir við langvinn eftirköst. „Venjulegra líf“ eftir bólusetningar viðkvæmustu hópa Lyfjafyrirtækið Moderna tilkynnti í gær um 95 prósenta vernd gegn Covid-19. Áður hafði lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnt sambærilegar niðurstöður, 90 prósent vörn. Niðurstöðurnar eru framar vonum en sóttvarnalæknir segir enn ekki hægt að segja til um hvenær bólusetning hefjist hér á landi. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því í viðtali á RÚV í kvöld hvenær búið verði að bólusetja svo marga að öllum hömlum og takmörkunum verði hætt? „Um leið og við getum farið að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk að þá getum við farið að sjá í land með venjulegra líf en við erum að horfast í augu við núna frá degi til dags,“ sagði Svandís. Sjaldgæfir atburðir vegna fámennis Jóhanna Jakobsdóttir, líftölfræðingur sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands, staldrar við orð Svandísar. „Er hún að grínast?“ spyr Jóhanna í færslu á Facebook. Hún vilji sjá skilgreininguna á viðkvæmustu hópum áður en þetta verði gert. „Um leið og við slökum á og leyfum þessu að gusast yfir unga og hrausta fólkið þá förum við að sjá „sjaldgæfa“ atburði, sem eru ekkert svo sjaldgæfir,“ segir Jóhanna. Nefnir hún atburði á borð við að jafnaldrar hennar falli fyrir Covid-19. Jóhanna er á 39. aldursári. „Þeir eru bara það sjaldgæfir að við höfum ekki séð þá í þessum raunverulega fáu sem hafa smitast hér.“ Hún leggur því til viðbótar til að hugað verði að handahófskenndri bólusetningu í þýðinu til að lækka smitstuðulinn. Langvinn eftirköst og heilsubrestur Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segist fagna með Svandísi að bjartari tímar séu fram undan með væntanlegu bóluefni. „Vonandi getum við byrjað að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu og eldra fólk sem er í mestri áhættu í byrjun næsta árs,“ segir Ingileif í færslu á Facebook. Baráttunni sé þó langt í frá lokið á þeim tímapunkti. „Við verðum áfram að beita sóttvarnaraðgerðum til að hindra að ný smit berist til landsins og breiðist út í samfélaginu, þar til búið er að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Gleymum því ekki að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyji af COVID-19 þá glíma margir við langvinn eftirköst og heilsubrest.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. Prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu minnir á að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyi af völdum Covid-19 þá glími margir við langvinn eftirköst. „Venjulegra líf“ eftir bólusetningar viðkvæmustu hópa Lyfjafyrirtækið Moderna tilkynnti í gær um 95 prósenta vernd gegn Covid-19. Áður hafði lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnt sambærilegar niðurstöður, 90 prósent vörn. Niðurstöðurnar eru framar vonum en sóttvarnalæknir segir enn ekki hægt að segja til um hvenær bólusetning hefjist hér á landi. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því í viðtali á RÚV í kvöld hvenær búið verði að bólusetja svo marga að öllum hömlum og takmörkunum verði hætt? „Um leið og við getum farið að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk að þá getum við farið að sjá í land með venjulegra líf en við erum að horfast í augu við núna frá degi til dags,“ sagði Svandís. Sjaldgæfir atburðir vegna fámennis Jóhanna Jakobsdóttir, líftölfræðingur sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands, staldrar við orð Svandísar. „Er hún að grínast?“ spyr Jóhanna í færslu á Facebook. Hún vilji sjá skilgreininguna á viðkvæmustu hópum áður en þetta verði gert. „Um leið og við slökum á og leyfum þessu að gusast yfir unga og hrausta fólkið þá förum við að sjá „sjaldgæfa“ atburði, sem eru ekkert svo sjaldgæfir,“ segir Jóhanna. Nefnir hún atburði á borð við að jafnaldrar hennar falli fyrir Covid-19. Jóhanna er á 39. aldursári. „Þeir eru bara það sjaldgæfir að við höfum ekki séð þá í þessum raunverulega fáu sem hafa smitast hér.“ Hún leggur því til viðbótar til að hugað verði að handahófskenndri bólusetningu í þýðinu til að lækka smitstuðulinn. Langvinn eftirköst og heilsubrestur Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, segist fagna með Svandísi að bjartari tímar séu fram undan með væntanlegu bóluefni. „Vonandi getum við byrjað að bólusetja framlínustarfsfólk í heilbrigðisþjónustu og eldra fólk sem er í mestri áhættu í byrjun næsta árs,“ segir Ingileif í færslu á Facebook. Baráttunni sé þó langt í frá lokið á þeim tímapunkti. „Við verðum áfram að beita sóttvarnaraðgerðum til að hindra að ný smit berist til landsins og breiðist út í samfélaginu, þar til búið er að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Gleymum því ekki að þótt yngra fólk veikist síður alvarlega eða deyji af COVID-19 þá glíma margir við langvinn eftirköst og heilsubrest.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira