Erlent

Rak yfir­­mann deildarinnar sem hefur eftir­­lit með kosningum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump hefur ekki enn viðurkennt ósigur í bandarísku forsetakosningunum sem fóru fram í byrjun mánaðarins.
Donald Trump hefur ekki enn viðurkennt ósigur í bandarísku forsetakosningunum sem fóru fram í byrjun mánaðarins. Getty/Tasos Katopodis

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú rekið Chris Krebs, manninn sem fór fyrir CISA, sem er undirstofnun innan heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna og fylgist með því að kosningar fari fram með réttum hætti.

Stofnunin gaf það út í síðustu viku að engar vísbendingar væru um að brögð hefðu verið í tafli í nýafstöðnum forsetakosningum og raunar sagði í yfirlýsingu að um væri að ræða öruggustu kosningar í sögu Bandaríkjanna.

Trump hefur farið mikinn og fullyrt að víðtækt svindl hafi átt sér stað og því kemur ekki mjög mikið á óvart að hann skuli reka Krebs.

Raunar sagðist Krebs fastlega búast við því að verða rekinn eftir að yfirlýsingin var gefin út og það hefur nú komið á daginn.

Eins og svo oft áður tilkynnti Trump um ákvörðun sína á Twitter og Krebs komst því að atvinnumissinum þegar hann sá tíst forsetans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×