Einvígið: Engin brögð í tafli Bjarni Halldór Janusson skrifar 18. nóvember 2020 07:30 Fyrir rétt rúmlega hálfum mánuði fóru fram sögulegar forsetakosningar í Bandaríkjunum. Forsetaefni Demókrataflokksins, Joe Biden, bar sigur úr býtum gegn sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Þar með hafa ellefu sitjandi forsetar tapað endurkjöri í allri stjórnmálasögu Bandaríkjanna, en frá lokum síðari heimsstyrjaldar hefur það nú komið fyrir fjórum sinnum. Jafnframt er Trump fyrsti forsetinn síðan 1892 til að hljóta minnihluta greiddra atkvæða á landsvísu tvær forsetakosningar í röð. Kosningarnar voru þó ekki eingöngu sögulegar fyrir þessar sakir, en metfjöldi greiddi atkvæði og hefur kjörsókn ekki verið meiri í tólf áratugi. Alls greiddu um 150 milljón manns atkvæði og hlaut Biden um 51% þeirra en Trump um 47% þeirra. Forsetaefni Demókrata í ár hlaut þrettán milljónum fleiri atkvæða en forsetaefni flokksins árið 2016, en Trump bætti atkvæðafjölda sinn um ríflega tíu milljónir. Rétt rúmlega 97% atkvæða hafa nú verið talin. Þessi aukna kjörsókn skýrist helst af því hve mikilvægar kosningarnar voru í huga fólks, en ekki síður af því að auðveldara var að greiða atkvæði fyrir fram sökum veirufaraldurs. Erfiðleikar við að kjósa og ýmsar takmarkanir á kosningaréttinum hefur gjarnan leitt til dræmari kjörsóknar vestanhafs, þó ástæðurnar séu raunar margar og mismunandi, en kjörsókn kosningabærra var um 56% árið 2016 á meðan kjörsókn skráðra kjósenda var 87% sama ár. Nánari umfjöllun um kjörsókn og kosningatakmarkanir hér, hér, hér og hér. Kjósendahópar og lýðfræðibreytingar Fróðlegt er að horfa til þeirra kjósendahópa sem skiptust á milli Biden og Trump í ár. Miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir virðist Biden hafa bætt stöðu Demókrata meðal íbúa í úthverfum stórborga, einkum Fíladelfíu og Milwaukee, en einnig í Georgíu og Arizona meðal efnaðra og miðsækinna kjósenda. Þá var aukin kjörsókn þeldökkra Biden í hag, einkum í fylkjum á borð við Wisconsin, Michigan og Pennsylvaníu þar sem kjörsókn þeldökkra í stórborgunum Detroit, Milwaukee og Fíladelfíu var talsvert meiri nú en fyrir fjórum árum síðan. Einnig skipti stuðningur Stacey Abrams og Jim Clyburn sköpum í suðurríkjunum og hjálpaði Biden meðal annars að tryggja sér Georgíu, en Demókratar hlutu meirihluta atkvæða þar síðast í forsetakosningunum árið 1992. Að vísu tókst Trump að bæta stöðu sína örlítið meðal þeldökkra kjósenda, en þar sem kjörsókn þess kjósendahóps jókst allverulega frá 2016 þá urðu heildaráhrifin Biden í hag, en um 90% þeldökkra kjósenda styðja Demókrata. Trump tókst þó einnig að bæta stöðu sína meðal kjósenda af rómönsk-amerískum uppruna, einkum þeirra sem tilheyra tekjulágum hópum. Þrátt fyrir sögulegan ósigur Trump og gott gengi Biden í ýmsum lykilríkjum Repúblikana, þá er þessi þróun ákveðið áhyggjuefni fyrir Demókrata. Lengi var talið að eftir því sem hefðbundnir kjósendahópar Repúblikana (eldri kjósendur, hvítir kjósendur í dreifbýli og svo framvegis) hlytu minna vægi sökum lýðfræðilegrar þróunar og fólksfjölgunar fengi flokkurinn hlutfallslega færri atkvæði með hverju árinu sem liði. Nú er þó ljóst að málstaður Repúblikana höfðar í auknum mæli til kjósenda utan hefðbundinna kjósendahópa þeirra – „demographics are not destiny“ mælti einn og á hér vel við. Súrsætur sigur Demókrata Jafnframt má nefna að þó Biden hafi hlotið góða kosningu þá gekk Demókrataflokknum sjálfum ekki eins vel í þingkosningunum. Flokknum var spáð meirihluta í Öldungadeild Bandaríkjaþings, en náði ekki nógu góðri kosningu til þess. Demókratar fá þó annað tækifæri þegar kosið verður aftur í Georgíu eftir áramót (því þar hlaut enginn frambjóðandi til Öldungadeildar meirihluta atkvæða). Flokkurinn tapaði svo þingsætum í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, en heldur þó enn meirihluta sínum. Einnig gekk Repúblikanaflokknum betur í þingkosningum innan fylkjanna sjálfra, en þeir sem fara með stjórn þar þurfa nú að endurteikna kjördæmin innan fylkjanna, sem gert er eftir hvert manntal á tíu ára fresti og oftar en ekki með umdeilda kjördæmahagræðingu (e. gerrymandering) að leiðarljósi. Það mun án efa gera Demókrötum erfitt fyrir í næstu kosningum, einkum í ríkjum á borð við Texas, Arizona og Georgíu. Klofningurinn innan Demókrataflokksins varð áberandi enn á ný þegar íhaldssamari armur hans kenndi róttækari armi flokksins um ósigur í þingkosningunum; það hafi sannast með velgengni Biden að Bandaríkjamenn vilja fremur miðsækna frambjóðendur. Þó má raunar nefna að fjölgun hafi orðið í hópi þeirra sem vilja róttækari breytingar í heilbrigðis- og menntamálum og vilja að meira verði gert í umhverfis- og loftslagsmálum. Þar að auki unnu frambjóðendur á borð við Alexandria Ocasio-Cortez og Ilhan Omar afgerandi sigur í sínum kjördæmum. Bernie Sanders bendir á að framsækin kosningamál voru fyrirferðarmikil í ár; allir 112 meðflutningsmenn Medicare for All náðu endurkjöri, allir 98 meðflutningsmenn Green New Deal náðu endurkjöri, og jafnframt voru tillögur um hækkun lágmarkslauna, lengingu fæðingarorlofs, hækkun skatta, og lögleiðingu kannabisefna samþykktar í atkvæðagreiðslum. Skoðanakannanir og spár Það sem vakti þó mesta umræðu voru skoðanakannanir. Þar má þó nefna að spáð hafi verið rétt um úrslit kosninga í 48 af 50 fylkjum Bandaríkjanna. Einnig tókst að spá rétt fyrir um úrslit forsetakosninganna, þó munurinn milli Trump og Biden innan ákveðinna sveifluríkja hafi vissulega verið talsvert minni en helstu fjölmiðlar héldu fram í aðdraganda kosninga. Það er þó frekar við framsetningu fjölmiðla og álitsgjafa að sakast, enda hafa könnunarfyrirtæki aldrei haldið því fram að ávallt sé rétt spáð, en benda þó réttilega á að kannanir séu þrátt fyrir allt miklu nákvæmari en óljóst innsæi manna. Algengast er að miða við skekkjumörk upp á rúmlega þrjú prósentustig, en í þessum kosningum voru skekkjumörkin um það bil fjögur prósentustig að meðaltali. Ýmsir þættir voru þar á ferð sem gerðu fyrirtækjunum erfiðara fyrir að meta vilja kjósenda, en tvennt stendur þar upp úr. Í fyrsta lagi er ljóst að veirufaraldurinn sem nú gengur yfir hefur haft sitt að segja, einkum í þeim sveifluríkjum þar sem fyrirtækin voru lengst frá því að spá rétt um úrslitin. Þessi tilgáta heldur því fram að stuðningsfólk Demókrata sé líklegra til að vinna heiman frá í faraldrinum og því enn líklegra til að svara könnunum. Í öðru lagi hefur skautunin (e. political polarization) og sér í lagi orðræða fráfarandi forseta líklega leitt til þess að stuðningsfólk hans neiti hreinlega að taka þátt í könnunum því það telur þær ómarktækar eða hluti af einhvers konar samsæri gegn forsetanum. Þá er ástæðan ekki sú að svarendur séu feimnir við að gefa upp rétta afstöðu, heldur sú að þeir taka ekki þátt í könnunum, sem skekkir raunstöðuna enn frekar. En nánar um skoðanakannanir, nákvæmni þeirra, kosti og ókosti má lesa hér, hér, hér, hér og hér. … og hvað gerist nú? Líkt og fyrr segir voru niðurstöður kosninganna skýrar: Biden sigraði, Trump tapaði. Þó hefur það einkennt umræðuna síðustu daga að fráfarandi forseti virðist ekki samþykkja þessar niðurstöður. Hann hefur haldið því fram að um stórtækt kosningasvindl hafi verið að ræða og því höfðað mál í ýmsum fylkjum. Ekki virðist mikið til í þessum fullyrðingum og mjög ólíklegt, eða nær útilokað, að hans (fyrirsjáanlega) afstaða breyti nokkru. Gögn benda til að kosningasvindl eigi sér eingöngu stað í 0.0009% tilfella og allt bendir til að kosningarnar hafi farið fram með eðlilegum hætti í ár, sem kjörstjórnir hafa staðhæft og vitnisburður óháðra áhorfenda staðfest. Þá hafa háttsettir Repúblikanar bent á að endurtalning atkvæða munu engu breyta og sérfræðingar dregið fullyrðingar fráfarandi forseta í efa, jafnvel gagnrýnt hann fyrir framgöngu sína síðustu daga. Stuðningsfólk Trump verður því að sætta sig við úrslit kosninganna, en stuðningsfólk Biden getur undirbúið sig fyrir kjörtímabil nýs forseta. Þar með er einvíginu lokið. Niðurstöður skýrar og engin brögð í tafli. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Halldór Janusson Rómur Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Sjá meira
Fyrir rétt rúmlega hálfum mánuði fóru fram sögulegar forsetakosningar í Bandaríkjunum. Forsetaefni Demókrataflokksins, Joe Biden, bar sigur úr býtum gegn sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Þar með hafa ellefu sitjandi forsetar tapað endurkjöri í allri stjórnmálasögu Bandaríkjanna, en frá lokum síðari heimsstyrjaldar hefur það nú komið fyrir fjórum sinnum. Jafnframt er Trump fyrsti forsetinn síðan 1892 til að hljóta minnihluta greiddra atkvæða á landsvísu tvær forsetakosningar í röð. Kosningarnar voru þó ekki eingöngu sögulegar fyrir þessar sakir, en metfjöldi greiddi atkvæði og hefur kjörsókn ekki verið meiri í tólf áratugi. Alls greiddu um 150 milljón manns atkvæði og hlaut Biden um 51% þeirra en Trump um 47% þeirra. Forsetaefni Demókrata í ár hlaut þrettán milljónum fleiri atkvæða en forsetaefni flokksins árið 2016, en Trump bætti atkvæðafjölda sinn um ríflega tíu milljónir. Rétt rúmlega 97% atkvæða hafa nú verið talin. Þessi aukna kjörsókn skýrist helst af því hve mikilvægar kosningarnar voru í huga fólks, en ekki síður af því að auðveldara var að greiða atkvæði fyrir fram sökum veirufaraldurs. Erfiðleikar við að kjósa og ýmsar takmarkanir á kosningaréttinum hefur gjarnan leitt til dræmari kjörsóknar vestanhafs, þó ástæðurnar séu raunar margar og mismunandi, en kjörsókn kosningabærra var um 56% árið 2016 á meðan kjörsókn skráðra kjósenda var 87% sama ár. Nánari umfjöllun um kjörsókn og kosningatakmarkanir hér, hér, hér og hér. Kjósendahópar og lýðfræðibreytingar Fróðlegt er að horfa til þeirra kjósendahópa sem skiptust á milli Biden og Trump í ár. Miðað við þau gögn sem nú liggja fyrir virðist Biden hafa bætt stöðu Demókrata meðal íbúa í úthverfum stórborga, einkum Fíladelfíu og Milwaukee, en einnig í Georgíu og Arizona meðal efnaðra og miðsækinna kjósenda. Þá var aukin kjörsókn þeldökkra Biden í hag, einkum í fylkjum á borð við Wisconsin, Michigan og Pennsylvaníu þar sem kjörsókn þeldökkra í stórborgunum Detroit, Milwaukee og Fíladelfíu var talsvert meiri nú en fyrir fjórum árum síðan. Einnig skipti stuðningur Stacey Abrams og Jim Clyburn sköpum í suðurríkjunum og hjálpaði Biden meðal annars að tryggja sér Georgíu, en Demókratar hlutu meirihluta atkvæða þar síðast í forsetakosningunum árið 1992. Að vísu tókst Trump að bæta stöðu sína örlítið meðal þeldökkra kjósenda, en þar sem kjörsókn þess kjósendahóps jókst allverulega frá 2016 þá urðu heildaráhrifin Biden í hag, en um 90% þeldökkra kjósenda styðja Demókrata. Trump tókst þó einnig að bæta stöðu sína meðal kjósenda af rómönsk-amerískum uppruna, einkum þeirra sem tilheyra tekjulágum hópum. Þrátt fyrir sögulegan ósigur Trump og gott gengi Biden í ýmsum lykilríkjum Repúblikana, þá er þessi þróun ákveðið áhyggjuefni fyrir Demókrata. Lengi var talið að eftir því sem hefðbundnir kjósendahópar Repúblikana (eldri kjósendur, hvítir kjósendur í dreifbýli og svo framvegis) hlytu minna vægi sökum lýðfræðilegrar þróunar og fólksfjölgunar fengi flokkurinn hlutfallslega færri atkvæði með hverju árinu sem liði. Nú er þó ljóst að málstaður Repúblikana höfðar í auknum mæli til kjósenda utan hefðbundinna kjósendahópa þeirra – „demographics are not destiny“ mælti einn og á hér vel við. Súrsætur sigur Demókrata Jafnframt má nefna að þó Biden hafi hlotið góða kosningu þá gekk Demókrataflokknum sjálfum ekki eins vel í þingkosningunum. Flokknum var spáð meirihluta í Öldungadeild Bandaríkjaþings, en náði ekki nógu góðri kosningu til þess. Demókratar fá þó annað tækifæri þegar kosið verður aftur í Georgíu eftir áramót (því þar hlaut enginn frambjóðandi til Öldungadeildar meirihluta atkvæða). Flokkurinn tapaði svo þingsætum í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, en heldur þó enn meirihluta sínum. Einnig gekk Repúblikanaflokknum betur í þingkosningum innan fylkjanna sjálfra, en þeir sem fara með stjórn þar þurfa nú að endurteikna kjördæmin innan fylkjanna, sem gert er eftir hvert manntal á tíu ára fresti og oftar en ekki með umdeilda kjördæmahagræðingu (e. gerrymandering) að leiðarljósi. Það mun án efa gera Demókrötum erfitt fyrir í næstu kosningum, einkum í ríkjum á borð við Texas, Arizona og Georgíu. Klofningurinn innan Demókrataflokksins varð áberandi enn á ný þegar íhaldssamari armur hans kenndi róttækari armi flokksins um ósigur í þingkosningunum; það hafi sannast með velgengni Biden að Bandaríkjamenn vilja fremur miðsækna frambjóðendur. Þó má raunar nefna að fjölgun hafi orðið í hópi þeirra sem vilja róttækari breytingar í heilbrigðis- og menntamálum og vilja að meira verði gert í umhverfis- og loftslagsmálum. Þar að auki unnu frambjóðendur á borð við Alexandria Ocasio-Cortez og Ilhan Omar afgerandi sigur í sínum kjördæmum. Bernie Sanders bendir á að framsækin kosningamál voru fyrirferðarmikil í ár; allir 112 meðflutningsmenn Medicare for All náðu endurkjöri, allir 98 meðflutningsmenn Green New Deal náðu endurkjöri, og jafnframt voru tillögur um hækkun lágmarkslauna, lengingu fæðingarorlofs, hækkun skatta, og lögleiðingu kannabisefna samþykktar í atkvæðagreiðslum. Skoðanakannanir og spár Það sem vakti þó mesta umræðu voru skoðanakannanir. Þar má þó nefna að spáð hafi verið rétt um úrslit kosninga í 48 af 50 fylkjum Bandaríkjanna. Einnig tókst að spá rétt fyrir um úrslit forsetakosninganna, þó munurinn milli Trump og Biden innan ákveðinna sveifluríkja hafi vissulega verið talsvert minni en helstu fjölmiðlar héldu fram í aðdraganda kosninga. Það er þó frekar við framsetningu fjölmiðla og álitsgjafa að sakast, enda hafa könnunarfyrirtæki aldrei haldið því fram að ávallt sé rétt spáð, en benda þó réttilega á að kannanir séu þrátt fyrir allt miklu nákvæmari en óljóst innsæi manna. Algengast er að miða við skekkjumörk upp á rúmlega þrjú prósentustig, en í þessum kosningum voru skekkjumörkin um það bil fjögur prósentustig að meðaltali. Ýmsir þættir voru þar á ferð sem gerðu fyrirtækjunum erfiðara fyrir að meta vilja kjósenda, en tvennt stendur þar upp úr. Í fyrsta lagi er ljóst að veirufaraldurinn sem nú gengur yfir hefur haft sitt að segja, einkum í þeim sveifluríkjum þar sem fyrirtækin voru lengst frá því að spá rétt um úrslitin. Þessi tilgáta heldur því fram að stuðningsfólk Demókrata sé líklegra til að vinna heiman frá í faraldrinum og því enn líklegra til að svara könnunum. Í öðru lagi hefur skautunin (e. political polarization) og sér í lagi orðræða fráfarandi forseta líklega leitt til þess að stuðningsfólk hans neiti hreinlega að taka þátt í könnunum því það telur þær ómarktækar eða hluti af einhvers konar samsæri gegn forsetanum. Þá er ástæðan ekki sú að svarendur séu feimnir við að gefa upp rétta afstöðu, heldur sú að þeir taka ekki þátt í könnunum, sem skekkir raunstöðuna enn frekar. En nánar um skoðanakannanir, nákvæmni þeirra, kosti og ókosti má lesa hér, hér, hér, hér og hér. … og hvað gerist nú? Líkt og fyrr segir voru niðurstöður kosninganna skýrar: Biden sigraði, Trump tapaði. Þó hefur það einkennt umræðuna síðustu daga að fráfarandi forseti virðist ekki samþykkja þessar niðurstöður. Hann hefur haldið því fram að um stórtækt kosningasvindl hafi verið að ræða og því höfðað mál í ýmsum fylkjum. Ekki virðist mikið til í þessum fullyrðingum og mjög ólíklegt, eða nær útilokað, að hans (fyrirsjáanlega) afstaða breyti nokkru. Gögn benda til að kosningasvindl eigi sér eingöngu stað í 0.0009% tilfella og allt bendir til að kosningarnar hafi farið fram með eðlilegum hætti í ár, sem kjörstjórnir hafa staðhæft og vitnisburður óháðra áhorfenda staðfest. Þá hafa háttsettir Repúblikanar bent á að endurtalning atkvæða munu engu breyta og sérfræðingar dregið fullyrðingar fráfarandi forseta í efa, jafnvel gagnrýnt hann fyrir framgöngu sína síðustu daga. Stuðningsfólk Trump verður því að sætta sig við úrslit kosninganna, en stuðningsfólk Biden getur undirbúið sig fyrir kjörtímabil nýs forseta. Þar með er einvíginu lokið. Niðurstöður skýrar og engin brögð í tafli. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálaheimspeki við Háskólann í York. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun