Erlent

Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Stríður straumur flóttafólks hefur verið yfir landamæri Tigray héraðs yfir til Súdans.
Stríður straumur flóttafólks hefur verið yfir landamæri Tigray héraðs yfir til Súdans. Stringer/Getty Images

Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle.

Straumur flóttamanna frá héraðinu og inn í Súdan hefur haldið áfram og segja flóttamennirnir hræðilegar sögur af árásum á almenna borgara. Norska nóbelsnefndin lýsti í gær yfir miklum áhyggjum af ástandinu en forsætisráðherra Eþíópíu Abiy Ahmed, fékk árið 2019 Friðarverðlaun Nóbels fyrir að koma á friði milli Eþíópíu og Erítreu.

Tigray ættbálkurinn hefur löngum verið valdamikill í landinu og til átakanna kom eftir að forsætisráðherrann reyndi að uppræta spillingu í landinu og þótti Tigray mönnum þá hart að sér vegið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×