Baráttan við að ná heilsu: Sjúkraþjálfun eftir Covid-19 Unnur Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2020 09:30 Baráttan við Covid-19 er eitt stærsta verkefni þjóðarinnar og verður enn um sinn. Við fögnum öll fréttum af því að bóluefni séu á leiðinni, sem vonir standa til að veiti góðar varnir gegn veirunni. En jafnvel þó að faraldrinum fari að linna og að lífið færist smám saman í eðlilegt horf á ný þurfum við að takast áfram á við afleiðingar hans. Það er þungbært að hugsa til þess hversu marga veiran hefur lagt að velli og að enn fleiri þurfi að kljást við flókin einkenni og eftirköst þessa sjúkdóms. Við erum að læra hvernig veiran hagar sér – hvaða áhrif hún hefur á fólk. Þó margt hafi lærst og áunnist eigum við enn langa leið fyrir höndum. Að vera skugginn af sjálfum sér Það sem við vitum nú þegar er að þeir sem veikst hafa af Covid-19 geta þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins og þær verið af ýmsum toga. Leiðin til betri heilsu getur orðið löng en þá er mikilvægt að njóta stuðnings og sérþekkingar fagstétta. Í nýjum hlaðvarpsþætti „Frá toppi til táar,“ sem Félag sjúkraþjálfara hefur gert, lýsir kraftmikil kona á besta aldri, Margrét Gauja Magnúsdóttir, hvernig hún veiktist snemma í fyrstu bylgju faraldursins og baráttunni fyrir endurheimt heilsunnar. „Ofvirka mamman og fertugi jöklaleiðsögumaðurinn er bara skugginn af sjálfri sér í dag,“ segir Margrét Gauja, sem hefur allan þennan tíma tekist á við flókin einkenni sjúkdómsins. Hún lýsir því hvernig hún fer yfir einhver óskýr mörk í daglegu lífi, verður óskaplega þreytt og missir allt þrek. Fram kemur í viðtalinu að þeir sem eru að takast á við afleiðingar Covid-19 hafi myndað samfélag á Facebook og miðli þar af reynslu sinni. Margrét Gauja segir þennan jafningjastuðning mikilvægan, engar töfralausnir séu komnar, en hún lýsir um leið eftir leiðsögn, eftirfylgni og stuðningi samfélagsins við þá sem hafa veikst og takast nú á við snúnar afleiðingar sjúkdómsins. Það er erfitt að berjast einn Lýsingar fólks á afleiðingum Covid-19 eru ólíkar eftir einstaklingum. Því er mikilvægt að skrá þær sögur, safna upplýsingum um einkennin og fylgjast vel með árangri markvissrar þjálfunar. Þessu lýsir Garðar Guðnason, sjúkraþjálfari á Reykjalundi, vel í áðurnefndum hlaðvarpsþætti. Á Reykjalundi hefur þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsmanna haldið utan um endurhæfingu Covid-sjúklinga. Staða hvers og eins er metin, spurt um einkenni, mælt þol og styrkur kannaður. Verkefnið er vandasamt og bataferlið getur tekið langan tíma. Fólk lýsir mæði og andþrengslum, mikilli þreytu, svima, vöðva- og liðverkjum. Einkennin breytast frá einum tíma til annars og enn vitum við ekki hver áhrifin verða til lengri tíma. Það verður að gefa sér að þetta taki tíma, segir Garðar. Mikilvægt sé að leita aðstoðar fagaðila. „Það er erfitt að standa í þessu einn.“ Endurhæfing skilar árangri Þó að við séum enn að læra á veiruna og um áhrif hennar getum við fagnað því að árangur hefur náðst. Bóluefni eru á leiðinni og stöðugt verður til ný þekking sem nýtist við endurhæfingu sjúklinga. Þar gegnir markviss sjúkraþjálfun stóru hlutverki. Sérþekking sjúkraþjálfara og ekki síður reynsla af nánd við sjúklinga og bataferil þeirra, er dýrmæt í þessu sambandi. Miðað er við að endurhæfing geti hafist um hálfu ári eftir að viðkomandi veikist. Margir sem hafa veikst lenda á vegg þegar þeir hefja bataferilinn, hafa farið of geyst af stað og ofreynt sig. Þá kemur bakslag, bæði líkamlegt og andlegt. Við þessu vara sjúkraþjálfarar og hvetja fólk til að byrja rólega, byggja upp þrek smám saman undir góðri og faglegri leiðsögn. Mikilvægt er að mæla árangurinn: Svona var ástandið. Nú get ég þetta. Þá öðlast maður trú á að heilsan komi aftur og lífið færist í eðlilegt horf. Slóð á hlaðvarpsþáttinn „Frá toppi til táar“. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Unnur Pétursdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Baráttan við Covid-19 er eitt stærsta verkefni þjóðarinnar og verður enn um sinn. Við fögnum öll fréttum af því að bóluefni séu á leiðinni, sem vonir standa til að veiti góðar varnir gegn veirunni. En jafnvel þó að faraldrinum fari að linna og að lífið færist smám saman í eðlilegt horf á ný þurfum við að takast áfram á við afleiðingar hans. Það er þungbært að hugsa til þess hversu marga veiran hefur lagt að velli og að enn fleiri þurfi að kljást við flókin einkenni og eftirköst þessa sjúkdóms. Við erum að læra hvernig veiran hagar sér – hvaða áhrif hún hefur á fólk. Þó margt hafi lærst og áunnist eigum við enn langa leið fyrir höndum. Að vera skugginn af sjálfum sér Það sem við vitum nú þegar er að þeir sem veikst hafa af Covid-19 geta þurft að stríða lengi við afleiðingar sjúkdómsins og þær verið af ýmsum toga. Leiðin til betri heilsu getur orðið löng en þá er mikilvægt að njóta stuðnings og sérþekkingar fagstétta. Í nýjum hlaðvarpsþætti „Frá toppi til táar,“ sem Félag sjúkraþjálfara hefur gert, lýsir kraftmikil kona á besta aldri, Margrét Gauja Magnúsdóttir, hvernig hún veiktist snemma í fyrstu bylgju faraldursins og baráttunni fyrir endurheimt heilsunnar. „Ofvirka mamman og fertugi jöklaleiðsögumaðurinn er bara skugginn af sjálfri sér í dag,“ segir Margrét Gauja, sem hefur allan þennan tíma tekist á við flókin einkenni sjúkdómsins. Hún lýsir því hvernig hún fer yfir einhver óskýr mörk í daglegu lífi, verður óskaplega þreytt og missir allt þrek. Fram kemur í viðtalinu að þeir sem eru að takast á við afleiðingar Covid-19 hafi myndað samfélag á Facebook og miðli þar af reynslu sinni. Margrét Gauja segir þennan jafningjastuðning mikilvægan, engar töfralausnir séu komnar, en hún lýsir um leið eftir leiðsögn, eftirfylgni og stuðningi samfélagsins við þá sem hafa veikst og takast nú á við snúnar afleiðingar sjúkdómsins. Það er erfitt að berjast einn Lýsingar fólks á afleiðingum Covid-19 eru ólíkar eftir einstaklingum. Því er mikilvægt að skrá þær sögur, safna upplýsingum um einkennin og fylgjast vel með árangri markvissrar þjálfunar. Þessu lýsir Garðar Guðnason, sjúkraþjálfari á Reykjalundi, vel í áðurnefndum hlaðvarpsþætti. Á Reykjalundi hefur þverfaglegur hópur heilbrigðisstarfsmanna haldið utan um endurhæfingu Covid-sjúklinga. Staða hvers og eins er metin, spurt um einkenni, mælt þol og styrkur kannaður. Verkefnið er vandasamt og bataferlið getur tekið langan tíma. Fólk lýsir mæði og andþrengslum, mikilli þreytu, svima, vöðva- og liðverkjum. Einkennin breytast frá einum tíma til annars og enn vitum við ekki hver áhrifin verða til lengri tíma. Það verður að gefa sér að þetta taki tíma, segir Garðar. Mikilvægt sé að leita aðstoðar fagaðila. „Það er erfitt að standa í þessu einn.“ Endurhæfing skilar árangri Þó að við séum enn að læra á veiruna og um áhrif hennar getum við fagnað því að árangur hefur náðst. Bóluefni eru á leiðinni og stöðugt verður til ný þekking sem nýtist við endurhæfingu sjúklinga. Þar gegnir markviss sjúkraþjálfun stóru hlutverki. Sérþekking sjúkraþjálfara og ekki síður reynsla af nánd við sjúklinga og bataferil þeirra, er dýrmæt í þessu sambandi. Miðað er við að endurhæfing geti hafist um hálfu ári eftir að viðkomandi veikist. Margir sem hafa veikst lenda á vegg þegar þeir hefja bataferilinn, hafa farið of geyst af stað og ofreynt sig. Þá kemur bakslag, bæði líkamlegt og andlegt. Við þessu vara sjúkraþjálfarar og hvetja fólk til að byrja rólega, byggja upp þrek smám saman undir góðri og faglegri leiðsögn. Mikilvægt er að mæla árangurinn: Svona var ástandið. Nú get ég þetta. Þá öðlast maður trú á að heilsan komi aftur og lífið færist í eðlilegt horf. Slóð á hlaðvarpsþáttinn „Frá toppi til táar“. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar