„Mig langaði bara að gera góðverk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 09:23 Tónlistarkonan Dolly Parton gaf milljón dollara í baráttuna gegn Covid-19. Getty/John Lamparski Tónlistarkonan Dolly Parton segir að hún hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða með fjárframlagi sínu til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans í Nashville en miðstöðin lék stórt hlutverk í rannsóknum og þróun bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna gegn kórónuveirunni. Fyrirtækið tilkynnti í vikunni að fyrstu niðurstöður rannsóknanna bendi til þess að bóluefnið veitti 95% vernd gegn veirunni. Parton greindi frá því í apríl að hún hefði gefið eina milljón dollara, eða sem samsvarar um 135 milljónum íslenskra króna, til rannsóknarmiðstöðvarinnar. Fact-checking this was worth it just to see @DollyParton in the acknowledgments of a @NEJM article. And I thought I couldn t love her more. https://t.co/S3njHEFcGT pic.twitter.com/WcrFIrHp67— Dr. Meade Krosby (@MeadeKrosby) November 17, 2020 Hluti af upphæðinni fór í fyrsta fasa rannsókna og tilrauna með bóluefni Moderna og annar hluti upphæðarinnar fór í rannsóknir á því hvernig blóðvökvi getur nýst til að meðhöndla fólk með Covid-19. Talsmaður Vanderbilt-háskólans sagði rausnarlega gjöf Parton hafa hjálpað mikið til á fyrstu stigum tilrauna með bóluefnið. Parton var í viðtali hjá Today á NBC-sjónvarpsstöðinni í gær. Þar sagðist hún vera hamingjusöm með að geta hjálpað öðrum. „Mig langaði bara að gera góðverk og svo virðist vera sem þetta hafi verið til góðs. Við skulum vona að við vinnum lækningu mjög fljótt,“ sagði Parton. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Góðverk Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tónlistarkonan Dolly Parton segir að hún hafi einfaldlega viljað láta gott af sér leiða með fjárframlagi sínu til rannsóknarmiðstöðvar Vanderbilt-háskólans í Nashville en miðstöðin lék stórt hlutverk í rannsóknum og þróun bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Moderna gegn kórónuveirunni. Fyrirtækið tilkynnti í vikunni að fyrstu niðurstöður rannsóknanna bendi til þess að bóluefnið veitti 95% vernd gegn veirunni. Parton greindi frá því í apríl að hún hefði gefið eina milljón dollara, eða sem samsvarar um 135 milljónum íslenskra króna, til rannsóknarmiðstöðvarinnar. Fact-checking this was worth it just to see @DollyParton in the acknowledgments of a @NEJM article. And I thought I couldn t love her more. https://t.co/S3njHEFcGT pic.twitter.com/WcrFIrHp67— Dr. Meade Krosby (@MeadeKrosby) November 17, 2020 Hluti af upphæðinni fór í fyrsta fasa rannsókna og tilrauna með bóluefni Moderna og annar hluti upphæðarinnar fór í rannsóknir á því hvernig blóðvökvi getur nýst til að meðhöndla fólk með Covid-19. Talsmaður Vanderbilt-háskólans sagði rausnarlega gjöf Parton hafa hjálpað mikið til á fyrstu stigum tilrauna með bóluefnið. Parton var í viðtali hjá Today á NBC-sjónvarpsstöðinni í gær. Þar sagðist hún vera hamingjusöm með að geta hjálpað öðrum. „Mig langaði bara að gera góðverk og svo virðist vera sem þetta hafi verið til góðs. Við skulum vona að við vinnum lækningu mjög fljótt,“ sagði Parton.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Góðverk Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira