Óvænt bónorð í Köben: „Hún grét og hló og grét svo ennþá meira“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 18. nóvember 2020 12:30 Máni Snær Hafdísarson bað um hönd unnustu sinnar síðasta föstudagskvöld í gamalli kirkju í Kaupmannahöfn. Bónorðið var þaulskipulagt og afar rómantískt. Aðsend „Að fá lánaða kirkju undir bónorð að kvöldi föstudagsins þrettánda var svolítið maus,“ segir Máni Snær Hafdísarson í viðtali við Makamál. Máni fór á skeljarnar og bað um hönd unnustu sinnar til fimm ára þann 13. mars síðastliðinn. Bónorðið var þaulskipulagt og náði hann því á myndband sem hann birti svo á Facebook síðu sinni. Máni og unnusta hans, Harpa Snædís Hauksdóttir, eru nú búsett í Kaupmannahöfn þar sem þau stunda bæði nám. „Ég er framhaldsnemi í klínískri sálfræði og vinn með náminu sem aðstoðarmaður manns með vöðvarýrnun. Harpa er í framhaldsnámi í afbrotafræði og akkúrat núna á meðan ég tala við þig er hún að gefa litla stubbnum okkar skeið af grískri jógúrt sem hann smjattar á tannlaus og sæll.“ Þarna er Harpa ófrísk af þeirra fyrsta barni sem kom í heiminn í sumar. Aðsend Gaf sér ár í að skipuleggja hið fullkomna bónorð Áður hafði parið búið í Buenos Aires í Argentínu en svo fluttu þau til Kaupmannahafnar til að halda áfram með nám sitt. „Við vorum ekki alveg tilbúin til að koma heim alveg strax svo að Kaupmannahöfn varð þá fyrir valinu. Þar er stutt heim og borgin yndisleg.“ Varstu lengi að undirbúa bónorðið? Já, það fór ágætis tími í þetta. Ég hafði ákveðið að biðja hennar rúmu ári áður og ég vissi fljótlega hvernig ég vildi hátta bónorðinu svona nokkurn veginn, ég vissi bara ekki hvar. Ég hugsaði mikið og skrifaði niður hugmyndir. Ég vildi að það yrðu kertaljós og dimmt úti og að lagið okkar yrði með í spilinu. „Þegar hugmyndin um að biðja hennar inni í gamalli kirkju flaug í gegnum kollinn á mér þá var ég búinn að finna öll týndu púslin. Ég bara átti eftir að púsla þeim saman. Elskar ástina og alltaf verið rómantískur Að fá lánaða kirkju undir bónorð að kvöldi föstudagsins þrettánda var svolítið maus. Ég setti mig í samband við allmarga presta sem allir vísuðu mér á dyr, allir nema einn. Honum leist vel á hugmyndina og vildi allt fyrir mig gera svo þetta gengi upp. Að finna til alla þessa kertastjaka var enn meira vesen en allt gekk þetta þó upp að lokum.“ Ertu yfirleitt rómantískur? „Ég elska ástina! Má segja það? Ég hef verið svona frá því að ég man eftir mér. Sem lítill snáði í Vesturbæjarskóla hjálpaði ég vinum mínum að skrifa ástarbréf til stelpnanna sem þeir voru skotnir í. Ég gaf þeim allskyns ráð um það hvernig best væri að ganga í augun á þeim eins og með kaupum á böngsum, blómum, og konfekti. Klippa: Óvænt rómantískt bónorð í Köben Í dag hef ég mjög gaman af því að gera eitthvað fyrir Hörpu sem fær hana til að brosa. Það er kannski ekki alltaf eins tilkomumikið og bónorðið en stundum bara vangadans við Bubba-lag á eldhúsgólfinu á sunnudagsmorgni.“ Höfðuð þið eitthvað rætt saman um giftingu? „Já, við töluðum stundum um að gifta okkur bara tvö ein í lítilli kirkju í Aðalvík á Hornströndum en Harpa er ættuð þaðan. En núna held ég að við viljum hafa okkar nánustu með í stóru teiti.“ Fjölskyldan á góðri stundu. Máni, Harpa og Jakob Mánason sem kom í heiminn síðasta sumar. Aðsend Varstu aldrei hræddur um að hún myndi segja nei? „Haha, nei! Ég held ég geti sagt með sönnu að hafa verið eins viss um að svarið yrði já og að sólin kæmi upp morguninn eftir.“ Hvernig var bónorðið? „Dagurinn byrjaði á því að ég lét eins og um ósköp venjulegan virkan dag væri að ræða og fór snemma út úr húsi á bókasafnið að læra, að hún hélt allavega. Á meðan hún hugsaði til mín sveittum yfir kennslubókunum þá stóð ég hins vegar sveittur uppi á altari í gamalli kirkju í Kaupmannahöfn sem ég hafði fengið lánaða. Ég leigði kertastjaka af brúðkaupsleigu í hinum enda borgarinnar þennan sama morgun sem ég þurfi að koma fyrir í kirkjunni. Svo kom ég fyrir myndavél og tónlistargræjum og fékk vin minn til að aðstoða mig. Harpa hringdi í mig stuttu eftir hádegið og spurði mig hvort ég vissi hvaða dagur væri í dag, ég þóttist koma af fjöllum og spurði hana hvað hún ætti við og hún útskýrði þá fyrir mér að í dag ættum við fimm ára afmæli. Hún var svolítið sár yfir því að ég hefði gleymt deginum okkar. Hún nefndi það líka að greinilega væri ég ekki eins rómantískur og ég hefði eitt sinn verið. Elskar ástina! Máni hefur að eigin sögn alltaf verið mjög rómantískur og finnst fátt skemmtilegra en að gleðja ástina sína. Aðsend Þegar ég kom heim seinnipartinn, baðst ég fyrirgefningar á að hafa gleymt hvaða dagur væri og sagði henni að til þess að bæta henni það upp þá hefði ég bókað borð fyrir okkur um kvöldið á veitingahúsi steinsnar frá heimili okkar. Þar sem veðrið var milt og gott stakk ég upp á því að við myndum ganga þangað. Það var orðið dimmt þegar við lögðum af stað og kirkjan var á leið okkar á veitingahúsið. Hún er staðsett í miðju hverfi og falin á milli íbúðarhúsa. Þegar við komum að henni þá voru dyrnar hálfopnar svo sást inn að altari, ljósin voru slökkt og altarið lýst upp af kertum, ég stakk upp á því að við myndum kíkja inn og athuga hvað væri á seyði. Við gengum inn eftir timburgólfinu í átt að altarinu og hvísluðumst hvort að öðru um hversu falleg kirkjan og kertaljósin væru og furðuðum okkur á því hvar allir væru. Þegar við komum að altarinu og vorum umvafin kertaljósum þá byrjaði lagið okkar að spila og ómaði um kirkjuna, instrumental útgáfa af laginu England eftir The National. Ég tók þá í hönd Hörpu, sem enn grunaði ekki neitt, og leiddi hana upp að altarinu.“ Máni segist aldrei hafa verið í vafa um að fá nei við stóru spurningunni. Aðsend Hvernig voru viðbrögðin hennar? „Hún hló og grét og grét svo ennþá meira. Henni grunaði ekkert, ekki einu sinni þegar lagið byrjaði. Hún fattaði ekki hvað var að gerast fyrr en ég leiddi hana upp að altarinu.“ Hvað gerðuð þið eftir á? „Við fórum út að borða. Þetta var 13. mars og tveimur dögum áður hafði verið tilkynnt um lokanir vegna Covid. Staðurinn var tómur sökum þess og við sátum tvö ein og snæddum, það var ágætis lán í óláni.“ Eruð þið búin að ákveða dagsetningu? „Nei, við erum ekki alveg komin svo langt. Ætli það verði ekki einhvern föstudaginn þrettánda þegar við erum útskrifuð og flutt heim.“ Hvernig tóku fjölskyldur ykkar fréttunum? „Ég held að allir í kringum okkur hafi bara verið ánægðir. Ég vona það allavegana.“ Hamingjan skín af þessu fallega pari. Aðsend Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Einhleypan: „Hver elskar ekki smá athygli?“ „Ég finn engan mun á því að vera single núna og fyrir Covid. Ég hef ekkert farið á stefnumót í marga, marga mánuði svo að ég er frekar rólegur í þessu,“ segir Halldór Ingi Skarphéðinsson í viðtali við Makamál. 17. nóvember 2020 19:57 Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00 Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Að fá lánaða kirkju undir bónorð að kvöldi föstudagsins þrettánda var svolítið maus,“ segir Máni Snær Hafdísarson í viðtali við Makamál. Máni fór á skeljarnar og bað um hönd unnustu sinnar til fimm ára þann 13. mars síðastliðinn. Bónorðið var þaulskipulagt og náði hann því á myndband sem hann birti svo á Facebook síðu sinni. Máni og unnusta hans, Harpa Snædís Hauksdóttir, eru nú búsett í Kaupmannahöfn þar sem þau stunda bæði nám. „Ég er framhaldsnemi í klínískri sálfræði og vinn með náminu sem aðstoðarmaður manns með vöðvarýrnun. Harpa er í framhaldsnámi í afbrotafræði og akkúrat núna á meðan ég tala við þig er hún að gefa litla stubbnum okkar skeið af grískri jógúrt sem hann smjattar á tannlaus og sæll.“ Þarna er Harpa ófrísk af þeirra fyrsta barni sem kom í heiminn í sumar. Aðsend Gaf sér ár í að skipuleggja hið fullkomna bónorð Áður hafði parið búið í Buenos Aires í Argentínu en svo fluttu þau til Kaupmannahafnar til að halda áfram með nám sitt. „Við vorum ekki alveg tilbúin til að koma heim alveg strax svo að Kaupmannahöfn varð þá fyrir valinu. Þar er stutt heim og borgin yndisleg.“ Varstu lengi að undirbúa bónorðið? Já, það fór ágætis tími í þetta. Ég hafði ákveðið að biðja hennar rúmu ári áður og ég vissi fljótlega hvernig ég vildi hátta bónorðinu svona nokkurn veginn, ég vissi bara ekki hvar. Ég hugsaði mikið og skrifaði niður hugmyndir. Ég vildi að það yrðu kertaljós og dimmt úti og að lagið okkar yrði með í spilinu. „Þegar hugmyndin um að biðja hennar inni í gamalli kirkju flaug í gegnum kollinn á mér þá var ég búinn að finna öll týndu púslin. Ég bara átti eftir að púsla þeim saman. Elskar ástina og alltaf verið rómantískur Að fá lánaða kirkju undir bónorð að kvöldi föstudagsins þrettánda var svolítið maus. Ég setti mig í samband við allmarga presta sem allir vísuðu mér á dyr, allir nema einn. Honum leist vel á hugmyndina og vildi allt fyrir mig gera svo þetta gengi upp. Að finna til alla þessa kertastjaka var enn meira vesen en allt gekk þetta þó upp að lokum.“ Ertu yfirleitt rómantískur? „Ég elska ástina! Má segja það? Ég hef verið svona frá því að ég man eftir mér. Sem lítill snáði í Vesturbæjarskóla hjálpaði ég vinum mínum að skrifa ástarbréf til stelpnanna sem þeir voru skotnir í. Ég gaf þeim allskyns ráð um það hvernig best væri að ganga í augun á þeim eins og með kaupum á böngsum, blómum, og konfekti. Klippa: Óvænt rómantískt bónorð í Köben Í dag hef ég mjög gaman af því að gera eitthvað fyrir Hörpu sem fær hana til að brosa. Það er kannski ekki alltaf eins tilkomumikið og bónorðið en stundum bara vangadans við Bubba-lag á eldhúsgólfinu á sunnudagsmorgni.“ Höfðuð þið eitthvað rætt saman um giftingu? „Já, við töluðum stundum um að gifta okkur bara tvö ein í lítilli kirkju í Aðalvík á Hornströndum en Harpa er ættuð þaðan. En núna held ég að við viljum hafa okkar nánustu með í stóru teiti.“ Fjölskyldan á góðri stundu. Máni, Harpa og Jakob Mánason sem kom í heiminn síðasta sumar. Aðsend Varstu aldrei hræddur um að hún myndi segja nei? „Haha, nei! Ég held ég geti sagt með sönnu að hafa verið eins viss um að svarið yrði já og að sólin kæmi upp morguninn eftir.“ Hvernig var bónorðið? „Dagurinn byrjaði á því að ég lét eins og um ósköp venjulegan virkan dag væri að ræða og fór snemma út úr húsi á bókasafnið að læra, að hún hélt allavega. Á meðan hún hugsaði til mín sveittum yfir kennslubókunum þá stóð ég hins vegar sveittur uppi á altari í gamalli kirkju í Kaupmannahöfn sem ég hafði fengið lánaða. Ég leigði kertastjaka af brúðkaupsleigu í hinum enda borgarinnar þennan sama morgun sem ég þurfi að koma fyrir í kirkjunni. Svo kom ég fyrir myndavél og tónlistargræjum og fékk vin minn til að aðstoða mig. Harpa hringdi í mig stuttu eftir hádegið og spurði mig hvort ég vissi hvaða dagur væri í dag, ég þóttist koma af fjöllum og spurði hana hvað hún ætti við og hún útskýrði þá fyrir mér að í dag ættum við fimm ára afmæli. Hún var svolítið sár yfir því að ég hefði gleymt deginum okkar. Hún nefndi það líka að greinilega væri ég ekki eins rómantískur og ég hefði eitt sinn verið. Elskar ástina! Máni hefur að eigin sögn alltaf verið mjög rómantískur og finnst fátt skemmtilegra en að gleðja ástina sína. Aðsend Þegar ég kom heim seinnipartinn, baðst ég fyrirgefningar á að hafa gleymt hvaða dagur væri og sagði henni að til þess að bæta henni það upp þá hefði ég bókað borð fyrir okkur um kvöldið á veitingahúsi steinsnar frá heimili okkar. Þar sem veðrið var milt og gott stakk ég upp á því að við myndum ganga þangað. Það var orðið dimmt þegar við lögðum af stað og kirkjan var á leið okkar á veitingahúsið. Hún er staðsett í miðju hverfi og falin á milli íbúðarhúsa. Þegar við komum að henni þá voru dyrnar hálfopnar svo sást inn að altari, ljósin voru slökkt og altarið lýst upp af kertum, ég stakk upp á því að við myndum kíkja inn og athuga hvað væri á seyði. Við gengum inn eftir timburgólfinu í átt að altarinu og hvísluðumst hvort að öðru um hversu falleg kirkjan og kertaljósin væru og furðuðum okkur á því hvar allir væru. Þegar við komum að altarinu og vorum umvafin kertaljósum þá byrjaði lagið okkar að spila og ómaði um kirkjuna, instrumental útgáfa af laginu England eftir The National. Ég tók þá í hönd Hörpu, sem enn grunaði ekki neitt, og leiddi hana upp að altarinu.“ Máni segist aldrei hafa verið í vafa um að fá nei við stóru spurningunni. Aðsend Hvernig voru viðbrögðin hennar? „Hún hló og grét og grét svo ennþá meira. Henni grunaði ekkert, ekki einu sinni þegar lagið byrjaði. Hún fattaði ekki hvað var að gerast fyrr en ég leiddi hana upp að altarinu.“ Hvað gerðuð þið eftir á? „Við fórum út að borða. Þetta var 13. mars og tveimur dögum áður hafði verið tilkynnt um lokanir vegna Covid. Staðurinn var tómur sökum þess og við sátum tvö ein og snæddum, það var ágætis lán í óláni.“ Eruð þið búin að ákveða dagsetningu? „Nei, við erum ekki alveg komin svo langt. Ætli það verði ekki einhvern föstudaginn þrettánda þegar við erum útskrifuð og flutt heim.“ Hvernig tóku fjölskyldur ykkar fréttunum? „Ég held að allir í kringum okkur hafi bara verið ánægðir. Ég vona það allavegana.“ Hamingjan skín af þessu fallega pari. Aðsend
Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Einhleypan: „Hver elskar ekki smá athygli?“ „Ég finn engan mun á því að vera single núna og fyrir Covid. Ég hef ekkert farið á stefnumót í marga, marga mánuði svo að ég er frekar rólegur í þessu,“ segir Halldór Ingi Skarphéðinsson í viðtali við Makamál. 17. nóvember 2020 19:57 Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00 Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Ráð fyrir stefnumót: „Betra að vera afslappaður en uppstrílaður“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Einhleypan: Kristín Ruth, ein með öllu Makamál Meirihluti íhugað sambandsslit á árinu Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Einhleypan: „Hver elskar ekki smá athygli?“ „Ég finn engan mun á því að vera single núna og fyrir Covid. Ég hef ekkert farið á stefnumót í marga, marga mánuði svo að ég er frekar rólegur í þessu,“ segir Halldór Ingi Skarphéðinsson í viðtali við Makamál. 17. nóvember 2020 19:57
Móðurmál: Ófrísk, einhleyp og óhrædd „Ég og barnsfaðir minn hættum saman í sumar svo að það hefur verið mjög krefjandi að fara í gegnum það ferli ólétt í miðjum heimsfaraldri,“ segir Stefanía Svavarsdóttir söngkona í viðtali við Makamál. 15. nóvember 2020 19:00
Föðurland: „Hefði verið heppilegast að skiptast á að ganga með barnið“ „Ég hafði áhyggjur af því að kunna ekki neitt, vera ekki nógu tilbúinn af því við komumst ekki á námskeiðin. En þær áhyggjur voru óþarfar,“ segir Benedikt Valsson í viðtali við Makamál. 8. nóvember 2020 15:01